Tíu milljarða króna sementsverkefni í Ölfusi Birgir Olgeirsson skrifar 25. október 2021 13:02 Elliði Vignisson er bæjarstjóri Ölfuss. Vísir Stefnt er að því að flytja milljón tonn af íblöndunarefni í sement úr landi frá Þorlákshöfn. Félagið Hornsteinn leiðir þróunarvinnuna en verkefnið er metið á 10 milljarða króna. Mikil tækifæri eru sögð liggja í því að nú sé skortur á heimsvísu á þessum íblöndunarefnum. Þorsteinn Víglundsson forstjóri Hornsteins, sem á og rekur BM Vallá, mætti á fund bæjarstjórnar Ölfuss í síðustu viku til að fara yfir stöðuna á verkefninu sem hefur verið í þróun á annað ár. Fyrirtækið áformar að sækja um lóðir við Þorlákshöfn sem þarf undir verksmiðjuna og að framleiðsla á fullunnu efni gæti hafist árið 2024. Framleiðslan yrði umhverfisvæn en móberg og önnur efni yrðu brennd við háan hita til að ná fram flugösku áhrifum en skortur hefur verið á þessum efnum eftir að kolaverum hefur verið lokað. „Það er að verða verulegur skortur á íblöndunarefnum í sement eftir að kolaverin hafa verið að loka sem skapa þessi tækifæri hér á Íslandi,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss. Elliði segir að framleiðslan muni draga úr kolefnisspori á bak við steypuframleiðslu. „Það sem gerir þetta mögulegt hjá okkur er aðgengi að jarðefnum og lóðir á hafnarsvæðinu og við erum að ráðast í gríðarlega miklar framkvæmdir við höfnina sem gjörbreytir tækifærum okkar til að ráðast í verkefni sem þessi.“ Gert er ráð fyrir að heildarfjárfesting á bak við framkvæmdina nemi 10 milljörðum króna. „Þetta er gott verkefni fyrir margar sakir, fyrsta lagi mjög umhverfisvænt verkefni og dregur úr kolefnisspori á bak við steypuframleiðslu, þetta er allt í lokuðum ferlið er lokað þannig að það er hvorki ryk eða hljóðmengun af þessu eða opnar efnisnámu eða nokkuð annað, þetta fellur að þessum áherslum sem við höfum í atvinnusköpun,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss. Ölfus Byggingariðnaður Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Birgir til Banana Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Félagið Hornsteinn leiðir þróunarvinnuna en verkefnið er metið á 10 milljarða króna. Mikil tækifæri eru sögð liggja í því að nú sé skortur á heimsvísu á þessum íblöndunarefnum. Þorsteinn Víglundsson forstjóri Hornsteins, sem á og rekur BM Vallá, mætti á fund bæjarstjórnar Ölfuss í síðustu viku til að fara yfir stöðuna á verkefninu sem hefur verið í þróun á annað ár. Fyrirtækið áformar að sækja um lóðir við Þorlákshöfn sem þarf undir verksmiðjuna og að framleiðsla á fullunnu efni gæti hafist árið 2024. Framleiðslan yrði umhverfisvæn en móberg og önnur efni yrðu brennd við háan hita til að ná fram flugösku áhrifum en skortur hefur verið á þessum efnum eftir að kolaverum hefur verið lokað. „Það er að verða verulegur skortur á íblöndunarefnum í sement eftir að kolaverin hafa verið að loka sem skapa þessi tækifæri hér á Íslandi,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss. Elliði segir að framleiðslan muni draga úr kolefnisspori á bak við steypuframleiðslu. „Það sem gerir þetta mögulegt hjá okkur er aðgengi að jarðefnum og lóðir á hafnarsvæðinu og við erum að ráðast í gríðarlega miklar framkvæmdir við höfnina sem gjörbreytir tækifærum okkar til að ráðast í verkefni sem þessi.“ Gert er ráð fyrir að heildarfjárfesting á bak við framkvæmdina nemi 10 milljörðum króna. „Þetta er gott verkefni fyrir margar sakir, fyrsta lagi mjög umhverfisvænt verkefni og dregur úr kolefnisspori á bak við steypuframleiðslu, þetta er allt í lokuðum ferlið er lokað þannig að það er hvorki ryk eða hljóðmengun af þessu eða opnar efnisnámu eða nokkuð annað, þetta fellur að þessum áherslum sem við höfum í atvinnusköpun,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss.
Ölfus Byggingariðnaður Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Birgir til Banana Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira