Viðskipti innlent

E­ver­grande tekist að greiða gjald­fallna vaxta­greiðslu

Eiður Þór Árnason skrifar
Til stóð að selja helmingshlut í fasteignaumsýsludeild Evergrande Group til samkeppnisaðilans Hopson Development Holdings í byrjun október. Ekki varð af sölunni.
Til stóð að selja helmingshlut í fasteignaumsýsludeild Evergrande Group til samkeppnisaðilans Hopson Development Holdings í byrjun október. Ekki varð af sölunni. AP/Vincent Yu

Kínverska fasteignafélagið Evergrande Group greiddi í dag 83,5 milljóna Bandaríkjadala vaxtagreiðslu á erlendu skuldabréfi, að sögn kínversks ríkismiðils.

Mánuður er síðan Evergrande átti að standa skil á greiðslunni og óttuðust áhyggjusamir fjárfestar að skuldabréfið gæti orðið félaginu að falli. Upphæðin nemur um 10,8 milljörðum íslenskra króna.

Fjármálamarkaðir hafa fylgst náið með stöðu Evergrande sem hefur barist við að bjarga sér frá gjaldþroti síðustu mánuði með því að draga úr skuldum. 

Heildarskuldir þessa skuldsettasta fasteignafélags heims nema yfir 300 milljörðum Bandaríkjadala og óttast fjárfestar að gjaldþrot þess gæti haft keðjuverkandi áhrif og ýtt af stað fjármálakreppu.

Fram kemur í frétt AP-fréttaveitunnar að Evergrande hafi ekki náð að standa skil á vaxtagreiðslum til erlendra fjárfesta í lok september og byrjun október. Forsvarsmenn fasteignafélagsins greindu frá því á miðvikudag að fyrirtækinu hafi verði veittur 30 daga frestur til að borga áður. 

Stjórnvöld vilja að fyrirtæki minnki skuldir 

Kínverskir ráðamenn hafa reynt að róa fjármálamarkaði, sagt að skuldavandinn sé viðráðanlegur og ætti ekki að hafa áhrif á fjármálaiðnaðinn.

Kommúnistaflokkurinn Í Kína hefur að undanförnu þrýst á kínversk fyrirtæki sem talin eru vera með hættulega hátt skuldahlutfall til að bæta ráð sitt. Samhliða því hefur hið opinbera sett auknar takmarkanir á veitingu lánsfjár.

Hagfræðingar telja að yfirvöld í Beijing geti komið í veg fyrir að lánsfjárkreppu í landinu ef Evergrande nær ekki að greiða af lánum frá kínverskum fjámálastofnunum og fjárfestum. Stjórnvöld vilji hins vegar forðast að reyna að bjarga félaginu á sama tíma og öðrum fyrirtækjum er gert að bæta skuldastöðu sína.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
0,56
39
389.936
SJOVA
0,55
7
47.004
ICEAIR
0,52
75
104.875

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICESEA
-1,71
7
112.011
KVIKA
-1,65
62
1.143.163
EIK
-1,56
3
150
ORIGO
-1,53
13
82.150
SKEL
-1,32
5
5.528
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.