Körfubolti

Þetta eru 75 bestu leikmenn í sögu NBA: Er þitt uppáhald á listanum?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Jordan er að sjálfsögðu á listanum enda númer eitt hjá flestum.
Michael Jordan er að sjálfsögðu á listanum enda númer eitt hjá flestum. Getty/Ken Levine

NBA-deildin í körfubolta heldur upp á 75 ára afmæli sitt á tímabilinu sem er nú hafið. Fyrsta verk var að opinbera nýjan lista yfir bestu leikmenn allra tíma.

Það eru 25 ár síðan að NBA valdi fimmtíu bestu NBA leikmenn sögunnar en það gerðist á miklu afmælisári 1996. 47 og 50 leikmönnum sem fengu þá miklu viðurkenningu voru á staðnum þegar þeir voru heiðraðir á Stjörnuleiknum í Cleveland 1997.

Að þessu sinni var allur 75 manna listinn kynntur á fyrstu þremur kvöldum NBA tímabilsins en þeir sem stóðu að valinu voru meðlimir úrvalsnefndar sem var skipuð fjölmiðlamönnum, fyrrum og núverandi leikmönnum, þjálfurum, framkvæmdastjórum og yfirmönnum liða.

Í raun urðu leikmennirnir á endanum 76 því það voru menn jafnir í kosningunni.

Svona val er alltaf umdeilt og það eru nokkur nöfn sem sumir sakna á listanum. Það hafa verið nefndir leikmenn eins og Tony Parker, Klay Thompson, Adrian Dantley, Dwight Howard, Tracy McGrady, Dikembe Mutombo, Manu Ginobili, Kyrie Irving og Vince Carter en það er væri líka mjög erfitt að taka einhverja út fyrir þá.

Fleiri nöfn utan hópsins eru menn eins og Damian Lillard, Bob Lanier, Chris Mullin, Pau Gasol, Draymond Green, Grant Hill, Nikola Jokic, Chris Bosh, Alex English og Bernard King.

 • 75 bestu leikmenn allra tíma í NBA-deildinni í körfubolta:
 • 1. Kareem Abdul-Jabbar
 • 2. Ray Allen
 • 3. Giannis Antetokounmpo
 • 4. Carmelo Anthony
 • 5. Nate Archibald
 • 6. Paul Arizin
 • 7. Charles Barkley
 • 8. Rick Barry
 • 9. Elgin Baylor
 • 10. Dave Bing
 • 11. Larry Bird
 • 12. Kobe Bryant
 • 13. Wilt Chamberlain
 • 14. Bob Cousy
 • 15. Dave Cowens
 • 16. Billy Cunningham
 • 17. Stephen Curry
 • 18. Anthony Davis
 • 19. Dave DeBusschere
 • 20. Clyde Drexler
 • 21. Tim Duncan
 • 22. Kevin Durant
 • 23. Julius Erving
 • 24. Patrick Ewing
 • 25. Walt Frazier
 • 26. Kevin Garnett
 • 27. George Gervin
 • 28. Hal Greer
 • 29. James Harden
 • 30. John Havlicek
 • 31. Elvin Hayes
 • 32. Allen Iverson
 • 33. LeBron James
 • 34. Magic Johnson
 • 35. Sam Jones
 • 36. Michael Jordan
 • 37. Jason Kidd
 • 38. Kawhi Leonard
 • 39. Damian Lillard
 • 40. Jerry Lucas
 • 41. Karl Malone
 • 42. Moses Malone
 • 43. Pete Maravich
 • 44. Bob McAdoo
 • 45. Kevin McHale
 • 46. George Mikan
 • 47. Reggie Miller
 • 48. Earl Monroe
 • 49. Steve Nash
 • 50. Dirk Nowitzki
 • 51. Hakeem Olajuwon
 • 52. Shaquille O'Neal
 • 53. Robert Parish
 • 54. Chris Paul
 • 55. Gary Payton
 • 56. Bob Pettit
 • 57. Paul Pierce
 • 58. Scottie Pippen
 • 59. Willis Reed
 • 60. Oscar Robertson
 • 61. David Robinson
 • 62. Dennis Rodman
 • 63. Bill Russell
 • 64. Dolph Schayes
 • 65. Bill Sharman
 • 66. John Stockton
 • 67. Isiah Thomas
 • 68. Nate Thurmond
 • 69. Wes Unseld
 • 70. Dwyane Wade
 • 71. Bill Walton
 • 72. Jerry West
 • 73. Russell Westbrook
 • 74. Lenny Wilkens
 • 75. Dominique Wilkins
 • 76. James Worthy
NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.