Viðskipti innlent

Sorpa og Björn ná sáttum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Björn H. Halldórsson, fyrir miðju, tekur í höndina á Degi B. Eggertssyni borgarstjóra þegar skrifað var undir yfirlýsingu um aðgerðir í loftslagsmálum árið 2015.
Björn H. Halldórsson, fyrir miðju, tekur í höndina á Degi B. Eggertssyni borgarstjóra þegar skrifað var undir yfirlýsingu um aðgerðir í loftslagsmálum árið 2015. Sorpa

Sorpa mun greiða Birni Halldórssoni, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins, laun í sex mánuði til viðbótar auk lögfræðikostnaðar sem hluti af sátt eftir að Björn höfðaði mál gegn Sorpu vegna uppsagnar sinnar á síðasta ári.

Morgunblaðið greinir frá. Birni var sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Sorpu bs í febrúar á síðasta ári. Á sínum tíma var uppsögnin sögð grundvallast skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar, sem ráðist var í eftir 1,4 milljarða krónu framúrkeyrslu við áætluðan framkvæmdakostnað vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi.

Í skýrslunni var gert úr mikið úr hlut framkvæmdastjórans; hann t.a.m. sagður hafa trassað að upplýsa stjórn Sorpu um stöðu framkvæmdanna með eðlilegum hætti. Skýrslan var kynnt í janúar á síðasta ári. og var Björn sendur í leyfi meðan á úrvinnslu hennar stóð.

Björn mótmælti harðlega niðurstöðum skýrslunnar, sem hann sagði „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum hans um aðferðafræði við mat framkvæmda,“ eins og Björn orðaði það í yfirlýsingu sinni.

Vildi 167 milljónir

Björn stefndi Sorpu vegna uppsagnarinnar á síðasta ári og krafði hann félagið um 167 milljónir króna vegna uppsagnarinnar. Vildi hann fá skaðabætur, miskabætur og vangoldin laun í tengslum við uppgjör námsleyfis.

Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir Líf Magneudóttur, formanni stjórnar Sorpu, að ákveðið hafi verið að ganga til samninga við Björn, en aðalmeðferð dómsmálsins átti að hefjast í október. Stjórn Sorpu samþykkti á síðasta stjórnarfundi að ganga til samninga við Björn vegna málsins.

Samkvæmt Líf mun Björn fá greidd sex mánuði í laun til viðbótar við sex mánaða laun sem hann hafði þegar fengið greidda samkvæmt samningi. Þá mun Sorpa einnig greiða lögfræðikostnað hans upp á 1,5 milljónir króna.


Tengdar fréttir

Björn rekinn frá Sorpu

Birni H. Halldórssyni var í dag sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Sorpu bs.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
4,17
30
1.117.086
SYN
0,75
16
199.474
KVIKA
0,4
33
1.407.803
LEQ
0,17
3
31.111
BRIM
0
7
2.997

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-2,38
39
617.904
ICESEA
-1,95
5
43.538
ARION
-1,61
38
527.786
ICEAIR
-1,52
32
40.936
ORIGO
-1,44
13
187.290
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.