Körfubolti

Martin og félagar hófu Euro Cup á sigri

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Martin Hermannsson og félagar hans í Valencia byrja Euro Cup á sigri.
Martin Hermannsson og félagar hans í Valencia byrja Euro Cup á sigri. Borja B. Hojas/Getty Images for Hereda San Pablo Burgos

Martin Hermannsson og félagar hans í Valencia tóku á móti gríska liðinu Promitheas í fyrstu umferð riðlakeppninnar í Euro Cup. Martin skoraði 13 stig fyrir Valencia þegar liðið vann tíu stiga sigur, 92-82.

Mikið jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og liðin skiptust á að hafa forystuna. Það voru þó Martin og félagar sem fóru með fjögurra stiga forskot í annan leikhlutann, 28-24.

Heimamenn í Valencia juku forskot sitt lítillega í öðrum leikhluta og náðu mest níu stiga forystu. Þá tók við góður kafli hjá gestunum og munurinn var enn fjögur stig þegar flautað var til hálfleiks, 47-43.

Gestirnir byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og náðu fljótt forystunni. Staðan sveiflaðist mikið fram og til baka út leikhlutann, en Martin og félagar enqdurheimtu forskot sitt og fóru með sex stiga forystu inn í lokaleikhlutann.

Heimamenn reyndust sterkari á lokakaflanum og juku forskot sitt fljótt í 11 stig. Martin og félagar létu forskotið aldrei af hendi og unnu að lokum góðan tíu stiga sigur, 92-82.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×