Viðskipti innlent

Fyrir­huguð sala á Mílu rædd í þjóðar­öryggis­ráði

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Míla er dótturfélag Símans.
Míla er dótturfélag Símans. Vísir/Hanna

Fyrirhugað sala Símans á Mílu hefur verið tekin upp í þjóðaröryggisráði að sögn forsætisráðherra. RÚV greinir frá.

Síminn tilkynnti í dag að fyrirtækið hefði skrifað undir samkomulag við alþjóðlega franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian France SA sem rekur Ardian Infrastructure Fund V, um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu Símans á dótturfélaginu Mílu ehf.

Míla er heildsölufyrirtæki á fjarskiptamarkaði og felst kjarnastarfsemi Mílu í að byggja upp og reka innviði fjarskipta á landsvísu. Kerfi Mílu eru grunnur að fjölþættri fjarskiptaþjónustu um allt land.

Eftir tíðindin hækkuðu hlutabréf Símans um 6,90 prósent í 356 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag.

Í frétt RÚV um að salan hafi verið rædd í þjóðaröryggisráði er haft eftir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að eftir skoðun á mikilvægi þeirra innviða sem Míla sér fyrir þjóðar- og almannaöryggi hafi verið ákveðið að samgönguráðherra yrði falið að ræða við Símann um hvernig unnt væri að tryggja þjóðar- og almannaöryggi óháð eignarhaldi á innviðunum.

Tekið hafi verið upp samtal við stjórn Mílu til að tryggja það og sagði Katrín að það samtal gengi ágætlega.


Tengdar fréttir

Síminn langt kominn með sölu á Mílu til Frakklands

Síminn hefur skrifað undir samkomulag við alþjóðlega franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian France SA sem rekur Ardian Infrastructure Fund V, um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu Símans á dótturfélaginu Mílu ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu Símans til Kauphallar hvar bréf félagsins hafa hækkað um fimm prósent það sem af er morgni.

Sýn hf. selur félag í Færeyjum og fjarskiptainnviði fyrir milljarða

Fjarskiptafélagið Sýn hf. hefur undirritað samning um sölu á hlut félagsins í færeyska hlutdeildarfélaginu P/F 20.11.19. fyrir sem nemur rúmum einum milljarði króna. Sýn átti 49,9% hlut í félaginu. Þá hefur Sýn einnig samið um sölu á óvirkum fjarskiptainnviðum félagsins fyrir rúma sex milljarða.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.