Síminn langt kominn með sölu á Mílu til Frakklands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. október 2021 11:52 Orri Hauksson er forstjóri Símans. Isavia Síminn hefur skrifað undir samkomulag við alþjóðlega franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian France SA sem rekur Ardian Infrastructure Fund V, um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu Símans á dótturfélaginu Mílu ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu Símans til Kauphallar hvar bréf félagsins hafa hækkað um fimm prósent það sem af er morgni. Í samkomulaginu felst að áreiðanleikakönnun sé nú þegar lokið, samningagerð langt komin og að fyrirhuguð viðskipti séu að fullu fjármögnuð. Aðilar ætli að vinna við að ljúka samningaviðræðum og skrifa undir skuldbindandi samning eins fljótt og auðið er. Ef af verður muni Ardian bjóða íslenskum lífeyrissjóðum aðkomu að kaupunum. 800 manna fyrirtæki með höfuðstöðvar í París Míla er heildsölufyrirtæki á fjarskiptamarkaði og felst kjarnastarfsemi Mílu í að byggja upp og reka innviði fjarskipta á landsvísu. Hlutverk Mílu er að selja lausnir sínar í heildsölu til fyrirtækja og stofnana sem stunda fjarskiptastarfsemi. Sérhæfing félagsins felst meðal annars í rekstri og ráðgjöf vegna uppbyggingar fjarskiptakerfa og aðstöðuleigu í tækjarýmum og möstrum. Kerfi Mílu eru grunnur að fjölþættri fjarskiptaþjónustu um allt land. Ardian er alþjóðlegt sjóðastýringarfyrirtæki með höfuðstöðvar í París, Frakklandi, og skrifstofur víðs vegar um heim. Ardian er langtímafjárfestir með um 114 milljarða bandaríkjadala í stýringu og hjá fyrirtækinu starfa yfir 800 manns. Meðal fjárfesta í Ardian eru ríkisstofnanir, lífeyrissjóðir, tryggingafélög og stofnanafjárfestar. Viðskipti háð samþykki eftirlitsstofnana „Seðlabanki Íslands á í sérstökum tilvikum tvíhliða viðskipti (kaup og sölu) framhjá markaðinum við viðskiptavaka á gjaldeyrismarkaði; Arion banka, Íslandsbanka, Landsbankann. Þá er um að ræða viðskipti af stærðargráðu sem mögulega valda tímabundnum flæðisfrávikum eða óvenjulegum skammtímahreyfingum á gengi krónunnar, ef þeim yrði beint inn á gjaldeyrismarkaðinn,“ segir í tilkynningunni. Ef af kaupunum verði muni Síminn og Ardian vinna með Seðlabanka Íslands að framgangi viðskiptanna þegar þar að kemur þannig að sem minnst áhrif verði á gjaldeyrismarkað. „Náist endanlegir samningar milli aðila munu Síminn og Ardian einnig vinna með hinu opinbera að upplýsingagjöf og öryggismálum sem tryggja hagsmuni landsmanna. Hafa undirbúningsviðræður að slíku fyrirkomulagi þegar hafist um að tryggja að rekstur innviða félagsins samrýmist þjóðaröryggishagsmunum hér eftir sem hingað til.“ Í samkomulaginu felist engin skuldbinding eða trygging um að af viðskiptunum verði, auk sem þau yrðu háð samþykki eftirlitsstofnana. Nánari grein verði gerð fyrir málinu þegar niðurstaða fæst í viðræðunum. Fjarskipti Kauphöllin Salan á Mílu Mest lesið Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Sjá meira
Í samkomulaginu felst að áreiðanleikakönnun sé nú þegar lokið, samningagerð langt komin og að fyrirhuguð viðskipti séu að fullu fjármögnuð. Aðilar ætli að vinna við að ljúka samningaviðræðum og skrifa undir skuldbindandi samning eins fljótt og auðið er. Ef af verður muni Ardian bjóða íslenskum lífeyrissjóðum aðkomu að kaupunum. 800 manna fyrirtæki með höfuðstöðvar í París Míla er heildsölufyrirtæki á fjarskiptamarkaði og felst kjarnastarfsemi Mílu í að byggja upp og reka innviði fjarskipta á landsvísu. Hlutverk Mílu er að selja lausnir sínar í heildsölu til fyrirtækja og stofnana sem stunda fjarskiptastarfsemi. Sérhæfing félagsins felst meðal annars í rekstri og ráðgjöf vegna uppbyggingar fjarskiptakerfa og aðstöðuleigu í tækjarýmum og möstrum. Kerfi Mílu eru grunnur að fjölþættri fjarskiptaþjónustu um allt land. Ardian er alþjóðlegt sjóðastýringarfyrirtæki með höfuðstöðvar í París, Frakklandi, og skrifstofur víðs vegar um heim. Ardian er langtímafjárfestir með um 114 milljarða bandaríkjadala í stýringu og hjá fyrirtækinu starfa yfir 800 manns. Meðal fjárfesta í Ardian eru ríkisstofnanir, lífeyrissjóðir, tryggingafélög og stofnanafjárfestar. Viðskipti háð samþykki eftirlitsstofnana „Seðlabanki Íslands á í sérstökum tilvikum tvíhliða viðskipti (kaup og sölu) framhjá markaðinum við viðskiptavaka á gjaldeyrismarkaði; Arion banka, Íslandsbanka, Landsbankann. Þá er um að ræða viðskipti af stærðargráðu sem mögulega valda tímabundnum flæðisfrávikum eða óvenjulegum skammtímahreyfingum á gengi krónunnar, ef þeim yrði beint inn á gjaldeyrismarkaðinn,“ segir í tilkynningunni. Ef af kaupunum verði muni Síminn og Ardian vinna með Seðlabanka Íslands að framgangi viðskiptanna þegar þar að kemur þannig að sem minnst áhrif verði á gjaldeyrismarkað. „Náist endanlegir samningar milli aðila munu Síminn og Ardian einnig vinna með hinu opinbera að upplýsingagjöf og öryggismálum sem tryggja hagsmuni landsmanna. Hafa undirbúningsviðræður að slíku fyrirkomulagi þegar hafist um að tryggja að rekstur innviða félagsins samrýmist þjóðaröryggishagsmunum hér eftir sem hingað til.“ Í samkomulaginu felist engin skuldbinding eða trygging um að af viðskiptunum verði, auk sem þau yrðu háð samþykki eftirlitsstofnana. Nánari grein verði gerð fyrir málinu þegar niðurstaða fæst í viðræðunum.
Fjarskipti Kauphöllin Salan á Mílu Mest lesið Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Sjá meira