Heimsókn í óþekkjanlegt Kolaport Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. október 2021 21:31 Kolaportið hefur tekið stakkaskiptum síðustu vikurnar. Illa þefjandi fiskmarkaður innan um óteljandi sölubása með misgeðslegum klæðum hefur vikið fyrir nútímalegum bar, götumatsölustöðum og breytist síðan í veislusal á kvöldin þegar svo ber undir. Og þannig var Kolaportið nánast óþekkjanlegt þann 7. október síðastliðinn þegar árshátíð fór þar fram eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan: Viðburðurinn var sá fyrsti af mörgum sem haldnir verða í þessu sögufræga húsnæði, sem hefur í gegn um árin hýst fátt annað en gamla sölubása. Fyrsta verk að losna við fiskifýluna Nú er verið að taka til í málefnum Kolaportsins og nútímavæða það eins og einn framkvæmdaaðilinn kemst að orði. Kolaportið verður óþekkjanlegt á kvöldin þegar salurinn er leigður undir veislur.Sigurjón Ragnar „Það sem við erum búin að gera nú þegar, heyrum við allavega, er að gamla fiskilyktin er farin og það er allt mun snyrtilegra,“ segir Ívar Trausti Jósafatsson, annar eigandi og framkvæmdaaðili Kolaportsins, eða Hafnarþorpsins eins og allt rýmið heitir nú. Og fréttamaður getur vottað fyrir það að fiskilyktin sé varla greinanleg í rýminu lengur. „En við erum að breyta þessu í það sem við köllum markaðstorg, með viðburðatorgi og verslun og þjónustu,“ segir Ívar Trausti. Vilja breyta ímyndinni en halda í gömul gildi Hingað til hefur Kolaportið aðeins verið opið um helgar en það er í kortunum að opna einnig á virkum dögum. En hvers vegna hefur farið svona lítið fyrir öllum þessum breytingum? Ívar Trausti er annar eigandi og framkvæmdaaðili Kolaportsins.vísir/arnar „Okkar álit er einfaldlega það að gamla góða Kolaportið var með ímynd á sér að vera með fiskilykt og ekki alveg nógu hreint og allt það. Og við erum að breyta þessu. Þetta er ekki búið,“ segir Ívar Trausti. „Þá er betra að þegja og lofa ekki neinu en það er mjög gaman þá að fá fólk í húsið sem bjóst ekki við neinu en fær þá óvænta jákvæða upplifun.“ Áfram verða starfræktir sölubásar í hluta salarins en við bætast frumlegir matsölustaðir og segir Ívar Trausti að áherslan verði á að selja ferskar vörur beint frá býli. Allir þessir sölubásar verða á hjólum og þegar salurinn verður bókaður undir viðburð er básunum einfaldlega rúllað burt í bakherbergi og sviði komið fyrir á þeim stað sem hentar. Verslun Matur Tónlist Næturlíf Reykjavík Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Fleiri fréttir Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Sjá meira
Og þannig var Kolaportið nánast óþekkjanlegt þann 7. október síðastliðinn þegar árshátíð fór þar fram eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan: Viðburðurinn var sá fyrsti af mörgum sem haldnir verða í þessu sögufræga húsnæði, sem hefur í gegn um árin hýst fátt annað en gamla sölubása. Fyrsta verk að losna við fiskifýluna Nú er verið að taka til í málefnum Kolaportsins og nútímavæða það eins og einn framkvæmdaaðilinn kemst að orði. Kolaportið verður óþekkjanlegt á kvöldin þegar salurinn er leigður undir veislur.Sigurjón Ragnar „Það sem við erum búin að gera nú þegar, heyrum við allavega, er að gamla fiskilyktin er farin og það er allt mun snyrtilegra,“ segir Ívar Trausti Jósafatsson, annar eigandi og framkvæmdaaðili Kolaportsins, eða Hafnarþorpsins eins og allt rýmið heitir nú. Og fréttamaður getur vottað fyrir það að fiskilyktin sé varla greinanleg í rýminu lengur. „En við erum að breyta þessu í það sem við köllum markaðstorg, með viðburðatorgi og verslun og þjónustu,“ segir Ívar Trausti. Vilja breyta ímyndinni en halda í gömul gildi Hingað til hefur Kolaportið aðeins verið opið um helgar en það er í kortunum að opna einnig á virkum dögum. En hvers vegna hefur farið svona lítið fyrir öllum þessum breytingum? Ívar Trausti er annar eigandi og framkvæmdaaðili Kolaportsins.vísir/arnar „Okkar álit er einfaldlega það að gamla góða Kolaportið var með ímynd á sér að vera með fiskilykt og ekki alveg nógu hreint og allt það. Og við erum að breyta þessu. Þetta er ekki búið,“ segir Ívar Trausti. „Þá er betra að þegja og lofa ekki neinu en það er mjög gaman þá að fá fólk í húsið sem bjóst ekki við neinu en fær þá óvænta jákvæða upplifun.“ Áfram verða starfræktir sölubásar í hluta salarins en við bætast frumlegir matsölustaðir og segir Ívar Trausti að áherslan verði á að selja ferskar vörur beint frá býli. Allir þessir sölubásar verða á hjólum og þegar salurinn verður bókaður undir viðburð er básunum einfaldlega rúllað burt í bakherbergi og sviði komið fyrir á þeim stað sem hentar.
Verslun Matur Tónlist Næturlíf Reykjavík Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Fleiri fréttir Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Sjá meira