Viðskipti erlent

Facebook veðjar á nýjan sýndarheim

Kjartan Kjartansson skrifar
Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook. Hann sér fyrir sér sýndarheim þar sem fólk hefur samskipti í gegnum fjölda mismunandi tækja á grundvelli sýndar- og gerviveruleikatækni.
Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook. Hann sér fyrir sér sýndarheim þar sem fólk hefur samskipti í gegnum fjölda mismunandi tækja á grundvelli sýndar- og gerviveruleikatækni. Vísir/EPA

Allt að tíu þúsund störf eiga að skapast innan ríkja Evrópusambandsins á næstu fimm árum í tengslum við þróun samfélagsmiðlarisans Facebook á nýjum sýndarheimi. Þar eiga notendur að geta leikið sér, unnið og haft samskipti í sýndarveruleika.

Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, hefur talað um sýndarheiminn sem „fjölheim“ að það hugtak er fengið úr þrjátíu ára gamalli dystópískri skáldsögu, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

Sýndarumhverfinu væri ætlað að herma eftir samskiptum í raunheimum. Notendur notuðu ýmis konar tæki til að lifa og hrærast í þeim heimi, þar á meðal sýndarveruleikagleraugu, tölvur, snjalltæki og leikjatölvur.

Með sýndar- og gerviveruleikatækni vill Facebook að notendur upplifi meiri nærveru í fjarskiptum á tímum þar sem samskipti innan fyrirtækja og stofnana hafa að miklu leyti færst yfir á netið, sérstaklega eftir að kórónuveirufaraldurinn umturnaði daglegu lífi fólks.

„Fjölheimurinn hefur möguleika á að leysa úr læðingi ný skapandi, félagsleg og efnahagsleg tækifæri. Evrópubúar móta hann alveg frá upphafi,“ segir Facebook í bloggfærslu um verkefnið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.

Fyrirtækið segist ætla að vinna með öðrum fyrirtækum að þróun fjölheimsins og að enginn einn aðili muni stýra honum. Það lagði nýlega fimmtíu milljónir dollara, jafnvirði um 6,5 milljarða íslenskra króna, í frjáls félagasamtök sem eiga að taka þátt í að byggja fjölheiminn upp á „ábyrgan hátt“.

Facebook hefur sætt harðri gagnrýni undanfarin ár. Það hefur verið sakað um að grafa undan lýðræði og fjölmiðlum með því að skapa vettvang þar sem upplýsingafals og hatursorðræða fær að grassera án mikilla takmarkana. 

Þá lak uppljóstrari sem starfaði fyrir Facebook niðurstöðum innri rannsóknar sem sýndi að stjórnendur vissu að samfélagsmiðillinn Instagram hefði neikvæð áhrif á geðheilsu ungmenna. Þeir aðhöfðust þó ekkert í því.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SJOVA
0,82
5
44.877
MAREL
0,75
22
322.250
ARION
0,28
22
198.265
ICESEA
0
1
4.818

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-2,48
25
326.110
EIK
-1,56
1
32
SKEL
-1,32
4
5.265
REITIR
-1,16
4
29.112
FESTI
-0,88
3
77.032
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.