Formúlu 1 ökumaðurinn Daniel Ricciardo prófar NASCAR Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 17. október 2021 07:00 Umræddur bíll Dale Earnhardt. Chevrolet Monte Carlo árgerð 1984. Daniel Ricciardo er frægur fyrir afrek sín á kappakstursbrautum í Formúlu 1 bíl og að gleyma aldrei góða skapinu heima. Hann gerir alla jafna veðmál við stjórnendur þeirra liða sem hann ekur fyrir. Nú er veðmálið um að fá að prófa NASCAR bíl sem Dale Earnhardt ók á sínum tíma. Hann er mikil hetja Ricciardo og ástæða þess að hann valdi sér keppnisnúmerið þrír. Remember this deal? @DanielRicciardo @ZBrownCEO It s happening at the #USGP! pic.twitter.com/d0aTslEwbt— McLaren (@McLarenF1) October 15, 2021 Veðmálið var að ef Riccardo næði verðlaunapalli á McLaren bíl sínum á tímabilinu, þá fengi hann að keyra einn af fjölmörgum bílum í einkasafni Zak Brown, framkvæmdastjóra McLaren liðsins. The moment @DanielRicciardo added his own piece of McLaren history to the MTC trophy cabinet. And he picked a spot alongside a very special trophy. pic.twitter.com/Umk6gu1I8H— McLaren (@McLarenF1) September 16, 2021 Ricciardo gerði gott betur en að komast bara á verðlaunapall. Hann vann ítalska kappaksturinn fyrr í haust og mun því fá tækifæri til að prófa NASCAR bíl Dale Earnhardt, sem er í eigu Brown. You saw that right. Dale Earnhardt Sr's 1984 Wrangler Chevrolet Monte Carlo will be driven by @DanielRicciardo at @COTA next week. #USGP pic.twitter.com/kXrIaiI2ci— McLaren (@McLarenF1) October 15, 2021 Einungis nokkrum vikum eftir ítalska kappaksturinn mun Ricciardo stíga um borð í Chevrolet Monte Carlo bifreiðina sem Earnhardt ók. Bíllinn er 1984 árgerð og vann bíllinn fimm keppnir áður en Ricciardo fæddist. Tækifærið kemur næstu helgi í aðdraganda bandaríska kappakstursins í Austin, Texas. Formúla Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent
Remember this deal? @DanielRicciardo @ZBrownCEO It s happening at the #USGP! pic.twitter.com/d0aTslEwbt— McLaren (@McLarenF1) October 15, 2021 Veðmálið var að ef Riccardo næði verðlaunapalli á McLaren bíl sínum á tímabilinu, þá fengi hann að keyra einn af fjölmörgum bílum í einkasafni Zak Brown, framkvæmdastjóra McLaren liðsins. The moment @DanielRicciardo added his own piece of McLaren history to the MTC trophy cabinet. And he picked a spot alongside a very special trophy. pic.twitter.com/Umk6gu1I8H— McLaren (@McLarenF1) September 16, 2021 Ricciardo gerði gott betur en að komast bara á verðlaunapall. Hann vann ítalska kappaksturinn fyrr í haust og mun því fá tækifæri til að prófa NASCAR bíl Dale Earnhardt, sem er í eigu Brown. You saw that right. Dale Earnhardt Sr's 1984 Wrangler Chevrolet Monte Carlo will be driven by @DanielRicciardo at @COTA next week. #USGP pic.twitter.com/kXrIaiI2ci— McLaren (@McLarenF1) October 15, 2021 Einungis nokkrum vikum eftir ítalska kappaksturinn mun Ricciardo stíga um borð í Chevrolet Monte Carlo bifreiðina sem Earnhardt ók. Bíllinn er 1984 árgerð og vann bíllinn fimm keppnir áður en Ricciardo fæddist. Tækifærið kemur næstu helgi í aðdraganda bandaríska kappakstursins í Austin, Texas.
Formúla Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent