Bílar

Formúlu 1 ökumaðurinn Daniel Ricciardo prófar NASCAR

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Umræddur bíll Dale Earnhardt. Chevrolet Monte Carlo árgerð 1984.
Umræddur bíll Dale Earnhardt. Chevrolet Monte Carlo árgerð 1984.

Daniel Ricciardo er frægur fyrir afrek sín á kappakstursbrautum í Formúlu 1 bíl og að gleyma aldrei góða skapinu heima. Hann gerir alla jafna veðmál við stjórnendur þeirra liða sem hann ekur fyrir. Nú er veðmálið um að fá að prófa NASCAR bíl sem Dale Earnhardt ók á sínum tíma. Hann er mikil hetja Ricciardo og ástæða þess að hann valdi sér keppnisnúmerið þrír.

Veðmálið var að ef Riccardo næði verðlaunapalli á McLaren bíl sínum á tímabilinu, þá fengi hann að keyra einn af fjölmörgum bílum í einkasafni Zak Brown, framkvæmdastjóra McLaren liðsins.

Ricciardo gerði gott betur en að komast bara á verðlaunapall. Hann vann ítalska kappaksturinn fyrr í haust og mun því fá tækifæri til að prófa NASCAR bíl Dale Earnhardt, sem er í eigu Brown.

Einungis nokkrum vikum eftir ítalska kappaksturinn mun Ricciardo stíga um borð í Chevrolet Monte Carlo bifreiðina sem Earnhardt ók. Bíllinn er 1984 árgerð og vann bíllinn fimm keppnir áður en Ricciardo fæddist. Tækifærið kemur næstu helgi í aðdraganda bandaríska kappakstursins í Austin, Texas.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.