Helgi Már: Finnst allt í lagi að menn pústi svo framarlega sem þeir séu kurteisir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. október 2021 23:30 Helgi Már Magnússon var ekki alltaf sáttur með dómarana í leik KR og Tindastóls. vísir/bára Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, sagði að það hafi verið sárt að kyngja tapinu fyrir Tindastóli í framlengdum leik í kvöld. Stólarnir sóttu sigur í Vesturbæinn, 82-83. „Þetta var hörkuleikur. Við hefðum getað tekið þetta og mér fannst við eiga að taka þetta en við lokuðum ekki leiknum og gerðum varnarmistök sem gerðu það að verkum að Sigtryggur endaði með opinn þrist,“ sagði Helgi og vísaði til þess þegar Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði sigurkörfu Tindastóls þegar sex sekúndur voru eftir af framlengingunni. KR-ingar voru mistækir í sókninni og gerðu mörg mistök. „Við töpuðum boltanum 24 sinnum sem er alltof mikið sem fyrir gott úrvalsdeildarlið,“ sagði Helgi. KR lék mjög vel í 2. leikhluta sem liðið vann, 31-18. „Við vorum ákveðnir í vörninni, héldum skipulaginu og þröngvuðum þá í þau skot sem við lögðum upp með,“ sagði Helgi. Stólarnir mættu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og náðu undirtökunum. Helgi hefði viljað sjá sína menn svara ágengni Stólanna betur. „Þeir voru ákveðnir í vörninni og fengu að komast upp með að setja hendur á menn og þá þarf maður að bregðast við. Þú þarft að vera sá ágengi, ekki sá sem lúffar. Þeir náðu áhlaupi og það kom smá fát á okkur,“ sagði Helgi. „Þetta var hörkuleikur og við hefðum getað lokað þessu. En svo kom framlengingin. Stólarnir eru rosalega góðir og gerðu þetta vel.“ Undir lok leiksins henti Ísak Ernir Kristinsson Brynjari Þór Björnssyni út úr húsi þegar hann gaf honum sína aðra tæknivillu. Ekki voru allir á eitt sáttir með þann dóm. „Ég spurði hann og hann sagði að hann hefði tvisvar verið ágengur. Ég veit ekki. Persónulega finnst mér að undir lok leikja sé allt í lagi að menn pústi svo framarlega sem þeir séu kurteisir. En það er eins og það er. Þeir fengu líka óíþróttamannslega villu sem ég sá ekki. Kannski núllast þetta út á endanum,“ sagði Helgi. „Ég var meira ósáttur við ruðninginn sem Thomas Kalmeba-Massamba fékk. Hann gerði mjög mikið úr þessari snertingu þegar hann var nýbúinn að fá aðvörun. En mögulega var þetta ruðningur.“ Subway-deild karla KR Tengdar fréttir Umfjöllun: KR - Tindastóll 82-83 | Stólasigur í spennutrylli í Vesturbænum Tindastóll vann nauman sigur á KR, 82-83, í framlengdum leik í 2. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. 14. október 2021 22:50 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
„Þetta var hörkuleikur. Við hefðum getað tekið þetta og mér fannst við eiga að taka þetta en við lokuðum ekki leiknum og gerðum varnarmistök sem gerðu það að verkum að Sigtryggur endaði með opinn þrist,“ sagði Helgi og vísaði til þess þegar Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði sigurkörfu Tindastóls þegar sex sekúndur voru eftir af framlengingunni. KR-ingar voru mistækir í sókninni og gerðu mörg mistök. „Við töpuðum boltanum 24 sinnum sem er alltof mikið sem fyrir gott úrvalsdeildarlið,“ sagði Helgi. KR lék mjög vel í 2. leikhluta sem liðið vann, 31-18. „Við vorum ákveðnir í vörninni, héldum skipulaginu og þröngvuðum þá í þau skot sem við lögðum upp með,“ sagði Helgi. Stólarnir mættu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og náðu undirtökunum. Helgi hefði viljað sjá sína menn svara ágengni Stólanna betur. „Þeir voru ákveðnir í vörninni og fengu að komast upp með að setja hendur á menn og þá þarf maður að bregðast við. Þú þarft að vera sá ágengi, ekki sá sem lúffar. Þeir náðu áhlaupi og það kom smá fát á okkur,“ sagði Helgi. „Þetta var hörkuleikur og við hefðum getað lokað þessu. En svo kom framlengingin. Stólarnir eru rosalega góðir og gerðu þetta vel.“ Undir lok leiksins henti Ísak Ernir Kristinsson Brynjari Þór Björnssyni út úr húsi þegar hann gaf honum sína aðra tæknivillu. Ekki voru allir á eitt sáttir með þann dóm. „Ég spurði hann og hann sagði að hann hefði tvisvar verið ágengur. Ég veit ekki. Persónulega finnst mér að undir lok leikja sé allt í lagi að menn pústi svo framarlega sem þeir séu kurteisir. En það er eins og það er. Þeir fengu líka óíþróttamannslega villu sem ég sá ekki. Kannski núllast þetta út á endanum,“ sagði Helgi. „Ég var meira ósáttur við ruðninginn sem Thomas Kalmeba-Massamba fékk. Hann gerði mjög mikið úr þessari snertingu þegar hann var nýbúinn að fá aðvörun. En mögulega var þetta ruðningur.“
Subway-deild karla KR Tengdar fréttir Umfjöllun: KR - Tindastóll 82-83 | Stólasigur í spennutrylli í Vesturbænum Tindastóll vann nauman sigur á KR, 82-83, í framlengdum leik í 2. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. 14. október 2021 22:50 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Umfjöllun: KR - Tindastóll 82-83 | Stólasigur í spennutrylli í Vesturbænum Tindastóll vann nauman sigur á KR, 82-83, í framlengdum leik í 2. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. 14. október 2021 22:50