Úkraínskt sprotafyrirtæki kynnir rafmótorhjól Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 11. október 2021 07:00 ScrAmper Hugmyndin er að smíða rafdrifið mótorhjól í Scrambler stíl. Gróf dekk og góðfjöðrun með fremur uppréttri setustöðu. Fyrirtækið heitir EMGo Technology. Félagið var stofnað fyrir þremur árum síðan og hefur nú svipt hulunni af ScrAmper hjóli. Klár leikur að orðunum Scrambler, sem er notað yfir þennan stíl af mótorhjólum og Ampere notað til að lýsa flæðis á hleðslu á tímaeiningu. Hjólinu er lýst sem öflugu og skemmtilegu tæki bæði á malbiki og möl. Grunnurinn er þó fremur götu miðaður og hentar hjólið því vel í öllum aðstæðum þéttbýlis. Það er með 207 millimetra veghæð. EMGo er þó annt um að kynna hjólið alls ekki sem endúró hjól. Hjólið hentar ekki sem ferðamáti á einbreiðum stígum og er ekki ætlað til stórra stökka. EMGo notast við einkaleyfisverndaða kælitækni sem heitir HD10 Power Pack. Þetta gerir EMGo kleift að nýta rafhlöðurnar undir meira álagi í lengri tíma. Þá er hraðhleðslan innbyggð í hjólið og hleður hjólið frá 0% hleðslu og upp í 100% á rétt rúmlega einum og hálfum tíma. Mótorinn er um 9 kW eða um 12 hestöfl alla jafna, hann getur með vissum stillingum verið 21 hestafl eða um 16 kW. Þá mun hjólið koma með skiptingu, já hjólið er fjögurra gíra beinskipt rafmótorhjól, sem er afar áhugavert. Hámarkshraði ScrAmper er um 135 km/klst. Forpöntun er hafin á heimasíðu EMGo. Vistvænir bílar Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent
Félagið var stofnað fyrir þremur árum síðan og hefur nú svipt hulunni af ScrAmper hjóli. Klár leikur að orðunum Scrambler, sem er notað yfir þennan stíl af mótorhjólum og Ampere notað til að lýsa flæðis á hleðslu á tímaeiningu. Hjólinu er lýst sem öflugu og skemmtilegu tæki bæði á malbiki og möl. Grunnurinn er þó fremur götu miðaður og hentar hjólið því vel í öllum aðstæðum þéttbýlis. Það er með 207 millimetra veghæð. EMGo er þó annt um að kynna hjólið alls ekki sem endúró hjól. Hjólið hentar ekki sem ferðamáti á einbreiðum stígum og er ekki ætlað til stórra stökka. EMGo notast við einkaleyfisverndaða kælitækni sem heitir HD10 Power Pack. Þetta gerir EMGo kleift að nýta rafhlöðurnar undir meira álagi í lengri tíma. Þá er hraðhleðslan innbyggð í hjólið og hleður hjólið frá 0% hleðslu og upp í 100% á rétt rúmlega einum og hálfum tíma. Mótorinn er um 9 kW eða um 12 hestöfl alla jafna, hann getur með vissum stillingum verið 21 hestafl eða um 16 kW. Þá mun hjólið koma með skiptingu, já hjólið er fjögurra gíra beinskipt rafmótorhjól, sem er afar áhugavert. Hámarkshraði ScrAmper er um 135 km/klst. Forpöntun er hafin á heimasíðu EMGo.
Vistvænir bílar Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent