Körfubolti

NBA stjarna nýr stuðningsmaður Njarðvíkur

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Campazzo í baráttu við Damian Lillard.
Campazzo í baráttu við Damian Lillard. vísir/Getty

Njarðvíkingar hafa á að skipa afar öflugum mannskap í Subway deildinni í körfubolta og þykja líklegir til að vinna mótið örugglega.

Benedikt Guðmundsson tók við liði Njarðvíkur í sumar og í kjölfarið var liðið styrkt af miklum myndarbrag þar sem leikmenn sem hafa leikið í mjög háum gæðaflokki í evrópskum körfubolta sömdu við Njarðvíkinga.

Einn þeirra er Nicolas Richotti sem hefur leikið fyrir argentínska landsliðið á nokkuð glæstum ferli sínum. 

Kjartan Atli sagði frá skemmtilegri tengingu Subway deildarinnar við NBA deildina í Körfuboltakvöldi. Richotti þessi er góður vinur Facundo Campazzo sem hefur komið skemmtilega inn í NBA deildina síðan hann gekk í raðir Denver Nuggets frá Real Madrid í fyrra.

Með tilkomu Richotti til Njarðvíkur er þessi NBA stjarna byrjuð að fylgjast með íslensku deildinni og sýndi stuðning sinn við Njarðvíkurliðið á samfélagsmiðlum á dögunum.

Klippa: Körfuboltakvöld - NBA leikmaður sem styður NjarðvíkFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.