Handbolti

Viktor Gísli og fé­lagar á­fram með fullt hús stiga

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Viktor Gísli varði 11 skot í dag.
Viktor Gísli varði 11 skot í dag. GOG

GOG vann níu marka sigur á Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, lokatölur 33-24. Þá vann Skövde nauman eins marks sigur í sænsku úrvalsdeildinni.

Eftir jafnan fyrri hálfleik þá stungu gestirnir frá GOG af í síðari hálfleik. Aðeins munaði einu marki á liðunum í hálfleik, staðan þá 17-16. Í þeim síðari gekk ekkert upp hjá heimamönnum í Nordsjælland sem skoruðu aðeins átta mörk á meðan gestirnir gengu á lagið.

Á endanum vann GOG nokkuð öruggan níu marka sigur, lokatölur 33-24. Viktor Gísli Hallgrímsson varði 11 skot í marki GOG af þeim 34 sem rötuðu á markið. Gerir það 32 prósent markvörslu.

GOG er því enn með fullt hús stiga á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar að loknum sex umferðum. Nordsjælland er á botn deildarinnar.

Bjarni Ófeig­ur Valdi­mars­son átti frábæran leik í naumum eins marks sigri Skövde á Red­bergslid í sænsku úrvalsdeildinni í dag, lokatölur 25-24. 

Bjarni Ófeigur skoraði sex mörk og var næstmarkahæstur í liði Skövde. Þegar sex leikir eru búnir af deildinni í Svíþjóð er Skövde í 5. sæti með sex stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.