Flugfélagið segist langt á veg komið í viðræðum um leigu á tíundu vél sinni.Play
Play hefur undirritað samning við alþjóðlega flugvélaleigusalann GECAS um leigu á þremur A320neo flugvélum og einni A321NX flugvél.
Í tilkynningu frá flugfélaginu segir að vélarnar verði afhentar frá hausti 2022 til vors 2023. Áður hafi Play greint frá undirritun viljayfirlýsingar við GECAS frá því í ágúst.
„Í ágúst undirritaði PLAY einnig viljayfirlýsingu við annan alþjóðlegan flugvélaleigusala um leigu á tveimur A320neo flugvélum sem verða afhentar vorið 2022. Þessar ráðstafanir stækka flota PLAY úr þremur flugvélum í níu fyrir sumarið 2023. Þá er félagið langt að veg komið í viðræðum um leigu á tíundu flugvélinni,“ segir í tilkynningunni.
Haft er eftir Birgi Jónssyni forstjóra að langtímamarkmið félagsins sé að gera Play að leiðandi flugfélagi og að samningurinn við GECAS sé enn eitt skref í þá átt. „Við erum meðvitað að taka ákvarðanir með umhverfissjónarmið í huga og er val á þessum flugvélum til marks um það,“ er haft eftir Birgi.
Handbært fé frá rekstri flugfélagsins Play er meira en áætlanir gerðu ráð fyrir eftir fyrri árshelming. Þá er sjóðsstaða sterkari og eftirspurn eftir flugi sögð vaxandi.
Flugfélagið Play mun taka á móti þriðju Airbus A321neo farþegaþotu sinni í næstu viku. Þessa daganna er unnið að því að klára undirbúning áður en flugvélin kemur til Íslands og reikna stjórnendur með að taka hana til notkunar snemma í ágúst.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.