Eitt þúsund flugmenn sóttu um hjá Play á einum degi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. október 2021 13:14 Birgir Jónsson er forstjóri Play. Vísir/Vilhelm Um eitt þúsund umsóknir hafa borist flugfélaginu Play um flugmannastöður hjá flugfélaginu sem auglýstar voru í gær. Stefnt er að því að ráða fimmtíu flugmenn sem hefja störf á nýju ári. „Við áttum von á frábærum viðbrögðum en ekki þessum tölum svona snemma. Það endurspeglar það sem við sjáum í flugliðunum. Það er rosalegur áhugi á þessu,“ segir Birgir Jónsson,forstjóri flugfélagsins í samtali við Vísi. Þar vísar hann í sambærilegan áhuga á flugliðastörfum hjá félaginu sem auglýstar voru á dögunum. Samkvæmt upplýsingum hjá Play hafa um tvö þúsund manns sótt um þau störf. Eru því um tuttugu manns að berjast um hverja nýja stöðu hjá flugfélaginu. Birgir segir umsóknirnar koma víða að. „Þetta er frá öllum heimshornum en auðvitað er starfsstöðin á Íslandi. Þeir sem eru ráðnir verða staðsettir hér og greiða öll sín laun og skatta hér,“ segir Birgir. Flugfloti Airbus samanstendur af Airbus-þotum.Vísir/Sigurjón. Þá merkja stjórnendur fyrirtækisins áhuga íslenskra flugmanna á að starfa hjá Play. „Það er rosalega mikið af Íslendingum að vinna út um allan heim sem stökkva á svona tækifæri að koma til Íslands og vera með heimastöð á Íslandi. Það tíðkast ekki alveg í þessum flugbransa að þú getir sofið heima hjá þér á næturna,“ segir Birgir. Þjálfun hefst á nýju ári Um þrjátíu flugmenn starfa hjá Play eins og er. Þeir sem verða ráðnir nú hefja störf á nýju ári. Segir Birgir að störfin sem hafi verið auglýst nú séu að mestu leyti fastráðningar, en einhverir verði ráðnir til skemmri tíma. „Þjálfunin er að hefjast núna á nýju ári. Þetta fólk er að koma til starfa eftir því sem líður á vorið,“ segir Birgir. Sem fyrr segir verða fimmtíu flugmenn ráðnir en flugfélagið mun bæta við þremur Airbus-þotum í flugflota sinn í vor, auk þess sem að félagið hefur tryggt sér þrjár aðrar vélar sem koma í flotann árið 2022. Play Fréttir af flugi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Flugið geti skilað margfaldri loðnuvertíð í útflutningstekjum Framkvæmdastjóri hjá Ísavia segir fyrirsjánleika varðandi sóttvarnaaðgerðir á landamærunum skipta sköpum varðandi tekjur ferðaþjónustunnar á næsta ári. Tekjur af ferðaþjónustunni geti gefið margfalda loðnuvertíð á næsta ári ef flugfélögin vissu af afléttingu aðgerða nú á haustmánuðum. 7. október 2021 12:18 Auglýsa eftir hundrað flugliðum og fimmtíu flugmönnum Flugfélagið PLAY leitar nú að um hundrað flugliðum til starfa fyrir næsta vor, bæði í framtíðar- og sumarstörf. Jafnframt stendur til að auglýsa eftir um fimmtíu flugmönnum í næstu viku. 29. september 2021 08:07 Hafa samið um leigu á fjórum vélum til viðbótar Play hefur undirritað samning við alþjóðlega flugvélaleigusalann GECAS um leigu á þremur A320neo flugvélum og einni A321NX flugvél. 21. september 2021 08:59 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
„Við áttum von á frábærum viðbrögðum en ekki þessum tölum svona snemma. Það endurspeglar það sem við sjáum í flugliðunum. Það er rosalegur áhugi á þessu,“ segir Birgir Jónsson,forstjóri flugfélagsins í samtali við Vísi. Þar vísar hann í sambærilegan áhuga á flugliðastörfum hjá félaginu sem auglýstar voru á dögunum. Samkvæmt upplýsingum hjá Play hafa um tvö þúsund manns sótt um þau störf. Eru því um tuttugu manns að berjast um hverja nýja stöðu hjá flugfélaginu. Birgir segir umsóknirnar koma víða að. „Þetta er frá öllum heimshornum en auðvitað er starfsstöðin á Íslandi. Þeir sem eru ráðnir verða staðsettir hér og greiða öll sín laun og skatta hér,“ segir Birgir. Flugfloti Airbus samanstendur af Airbus-þotum.Vísir/Sigurjón. Þá merkja stjórnendur fyrirtækisins áhuga íslenskra flugmanna á að starfa hjá Play. „Það er rosalega mikið af Íslendingum að vinna út um allan heim sem stökkva á svona tækifæri að koma til Íslands og vera með heimastöð á Íslandi. Það tíðkast ekki alveg í þessum flugbransa að þú getir sofið heima hjá þér á næturna,“ segir Birgir. Þjálfun hefst á nýju ári Um þrjátíu flugmenn starfa hjá Play eins og er. Þeir sem verða ráðnir nú hefja störf á nýju ári. Segir Birgir að störfin sem hafi verið auglýst nú séu að mestu leyti fastráðningar, en einhverir verði ráðnir til skemmri tíma. „Þjálfunin er að hefjast núna á nýju ári. Þetta fólk er að koma til starfa eftir því sem líður á vorið,“ segir Birgir. Sem fyrr segir verða fimmtíu flugmenn ráðnir en flugfélagið mun bæta við þremur Airbus-þotum í flugflota sinn í vor, auk þess sem að félagið hefur tryggt sér þrjár aðrar vélar sem koma í flotann árið 2022.
Play Fréttir af flugi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Flugið geti skilað margfaldri loðnuvertíð í útflutningstekjum Framkvæmdastjóri hjá Ísavia segir fyrirsjánleika varðandi sóttvarnaaðgerðir á landamærunum skipta sköpum varðandi tekjur ferðaþjónustunnar á næsta ári. Tekjur af ferðaþjónustunni geti gefið margfalda loðnuvertíð á næsta ári ef flugfélögin vissu af afléttingu aðgerða nú á haustmánuðum. 7. október 2021 12:18 Auglýsa eftir hundrað flugliðum og fimmtíu flugmönnum Flugfélagið PLAY leitar nú að um hundrað flugliðum til starfa fyrir næsta vor, bæði í framtíðar- og sumarstörf. Jafnframt stendur til að auglýsa eftir um fimmtíu flugmönnum í næstu viku. 29. september 2021 08:07 Hafa samið um leigu á fjórum vélum til viðbótar Play hefur undirritað samning við alþjóðlega flugvélaleigusalann GECAS um leigu á þremur A320neo flugvélum og einni A321NX flugvél. 21. september 2021 08:59 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Flugið geti skilað margfaldri loðnuvertíð í útflutningstekjum Framkvæmdastjóri hjá Ísavia segir fyrirsjánleika varðandi sóttvarnaaðgerðir á landamærunum skipta sköpum varðandi tekjur ferðaþjónustunnar á næsta ári. Tekjur af ferðaþjónustunni geti gefið margfalda loðnuvertíð á næsta ári ef flugfélögin vissu af afléttingu aðgerða nú á haustmánuðum. 7. október 2021 12:18
Auglýsa eftir hundrað flugliðum og fimmtíu flugmönnum Flugfélagið PLAY leitar nú að um hundrað flugliðum til starfa fyrir næsta vor, bæði í framtíðar- og sumarstörf. Jafnframt stendur til að auglýsa eftir um fimmtíu flugmönnum í næstu viku. 29. september 2021 08:07
Hafa samið um leigu á fjórum vélum til viðbótar Play hefur undirritað samning við alþjóðlega flugvélaleigusalann GECAS um leigu á þremur A320neo flugvélum og einni A321NX flugvél. 21. september 2021 08:59
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent