Helgi Magnússon: Við gerum atlögu að titlunum Árni Jóhannsson skrifar 7. október 2021 21:46 Helgi Már Magnússon ræðir við Jón Guðmundsson dómara en náði að eigin sögn að vera kurteis í kvöld á hliðarlínunni. vísir/valli KR lagði Breiðablik í hreint út sagt ótrúlegum leik á Meistaravöllum fyrr í kvöld. Leikurinn endaði 128-117 fyrir heimamenn en leikið var í fyrstu umferð Subway deildar karla í körfubolta. Varnarleikurinn var ekki til útflutnings en þjálfari KR, Helgi Már Magnússon, var ánægður með að ná í sigurinn þó að það væri mikið sem þyrfti að laga. Sérstaklega varnarlega. Helgi var spurður hvort honum hafi ekki fundist leikurinn skýtinn en mikið var skorað og varnarleikurinn ekki í hávegum hafður. „Blikarnir eru með kraftmikið sóknarlið en mér fannst við skelfilegir varnarlega. Við fengum þó sigurinn og það er margt sem þarf að laga.“ Helgi var þá spurður næst hvort lærdómurinn um lið KR hefði verið það að skerpingu vantaði á varnarleik liðsins. „Heldur betur. Við höfum bara náð einni viku saman á æfingum og það er afleiðing af því að vera að smala saman mönnum svona seint. Það tók aðeins lengri tíma að fá útlendingana til landsins en gert var ráð fyrir. Jú við þurfum að skerpa aðeins á vörninni.“ Helga líst vel á leikmennina sem KR náði að smala saman rétt fyrir mót og var svo spurður út í væntingarnar og kröfurnar í Vesturbænum fyrir komandi leiktíð en spáin segir að KR-ingar eigi að vera neðarlega í úrslitakeppnissætunum. „Þetta var fínt hjá nýju mönnunum. Við þurfum að spila okkur saman sem lið og Blikarnir eru með hörku sóknarlið og ég hefði alveg lifað með þessum úrslitum ef þeir hefðu verið að eiga einhverja stórskota sýningu. En þeir voru bara að ná í lay-up og auðveldar körfur sem gerir menn eins og mig alveg brjálaða.“ „Það er alltaf sama krafan hérna. Við ætlum að vera að berjast um þessa titla en ég skil alveg að spáin er eins og hún er. Við missum Matthías [Orra Sigurðsson] og við missum Jakob [Sigurðsson] sem voru lykilmenn á síðustu leiktíð og tæknilega séð bætum engum þannig ígildum við. Við eru samt með fullt af efnilegum strákum í liðinu og hörkumannskap. Við ætlum að gera atlögu að titlum. Það er bara svoleiðis.“ Þetta var fyrsti leikur í deild fyrir Helga sem aðalþjálfari. Þó svo að hann hafi þjálfað áður en þá var hann einnig leikmaður fyrir u.þ.b. áratug síðan. Hann var spurður út hvernig honum hafi liðið á hliðarlínunni. „Þetta var rosa skrýtið. Sérstaklega í undirbúningi fyrir leik. Maður situr á hliðarlínunni og vanalega losar maður stressið í einhverjum djöfulgangi í upphituninni og maður nær einhvernveginn að pumpa sig upp. Á hliðarlínunni finnur maður ekki neina útrás fyrir spennunni“, sagði Helgi og hló við og var spurður um leið hvort hann hafi náð að sleppa dómurunum við útrásina. „Ég var nokkuð kurteis held ég í kvöld.“ Subway-deild karla KR Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
Helgi var spurður hvort honum hafi ekki fundist leikurinn skýtinn en mikið var skorað og varnarleikurinn ekki í hávegum hafður. „Blikarnir eru með kraftmikið sóknarlið en mér fannst við skelfilegir varnarlega. Við fengum þó sigurinn og það er margt sem þarf að laga.“ Helgi var þá spurður næst hvort lærdómurinn um lið KR hefði verið það að skerpingu vantaði á varnarleik liðsins. „Heldur betur. Við höfum bara náð einni viku saman á æfingum og það er afleiðing af því að vera að smala saman mönnum svona seint. Það tók aðeins lengri tíma að fá útlendingana til landsins en gert var ráð fyrir. Jú við þurfum að skerpa aðeins á vörninni.“ Helga líst vel á leikmennina sem KR náði að smala saman rétt fyrir mót og var svo spurður út í væntingarnar og kröfurnar í Vesturbænum fyrir komandi leiktíð en spáin segir að KR-ingar eigi að vera neðarlega í úrslitakeppnissætunum. „Þetta var fínt hjá nýju mönnunum. Við þurfum að spila okkur saman sem lið og Blikarnir eru með hörku sóknarlið og ég hefði alveg lifað með þessum úrslitum ef þeir hefðu verið að eiga einhverja stórskota sýningu. En þeir voru bara að ná í lay-up og auðveldar körfur sem gerir menn eins og mig alveg brjálaða.“ „Það er alltaf sama krafan hérna. Við ætlum að vera að berjast um þessa titla en ég skil alveg að spáin er eins og hún er. Við missum Matthías [Orra Sigurðsson] og við missum Jakob [Sigurðsson] sem voru lykilmenn á síðustu leiktíð og tæknilega séð bætum engum þannig ígildum við. Við eru samt með fullt af efnilegum strákum í liðinu og hörkumannskap. Við ætlum að gera atlögu að titlum. Það er bara svoleiðis.“ Þetta var fyrsti leikur í deild fyrir Helga sem aðalþjálfari. Þó svo að hann hafi þjálfað áður en þá var hann einnig leikmaður fyrir u.þ.b. áratug síðan. Hann var spurður út hvernig honum hafi liðið á hliðarlínunni. „Þetta var rosa skrýtið. Sérstaklega í undirbúningi fyrir leik. Maður situr á hliðarlínunni og vanalega losar maður stressið í einhverjum djöfulgangi í upphituninni og maður nær einhvernveginn að pumpa sig upp. Á hliðarlínunni finnur maður ekki neina útrás fyrir spennunni“, sagði Helgi og hló við og var spurður um leið hvort hann hafi náð að sleppa dómurunum við útrásina. „Ég var nokkuð kurteis held ég í kvöld.“
Subway-deild karla KR Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira