Viðskipti innlent

Bein út­sending: Haustráð­stefna Stjórn­vísi 2021

Tinni Sveinsson skrifar
Fyrirlesarar á Haustráðstefnu Stjórnvísi 2021.
Fyrirlesarar á Haustráðstefnu Stjórnvísi 2021.

Haustráðstefna Stjórnvísi fer fram á Grand Hotel milli klukkan níu og ellefu í dag. Þema ráðstefnunnar er Nýtt jafnvægi.

Stjórnvísi er stærsta stjórnunarfélag á Íslandi með yfir fjögur þúsund virka félagsmenn og öflugt tengslanet. Félagið heldur árlega haustráðstefnu með fjölda fyrirlesara.

Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá haustráðstefnunni í dag í spilaranum hér fyrir neðan.

Sigríður Harðardóttir sviðsstjóri mannauðs-og gæðasviðs Strætó, formaður stjórnar Stjórnvísi setur ráðstefnuna klukkan níu. Því næst munu verða flutt erindi og pallborðsumræður, sem Laufey Guðmundsdóttir, sýningarstjóri Jarðhitasýningar ON í Hellisheiðarvirkjun, stýrir.

Ráðstefnustjóri er Dr. Edda Blumenstein framkvæmdastjóri framþróunar verslunar og viðskiptavina hjá BYKO.

Dagskrá

  • 09:00 Formaður stjórnar Sigríður Harðardóttir Stjórnvísi setur ráðstefnuna.

  • 09:10 FYRIRLESTUR: Háskólinn í Reykjavík : Nýtt jafnvægi í menntakerfinu, áskorun og ögrun. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, forseti sálfræðideildar Háskólans í Reykjavík

  • 09:30 SPJALL: Íslandsbanki og Landsbankinn: Verkefnamiðað vinnurými: Úrlausnir, lærdómur, endurbætur og áskoranir. Hafsteinn Bragason mannauðsstjóri Íslandsbanka og Baldur Gísli Jónsson mannauðsstjóri Landsbankans.

  • 09:55 Innlegg um sköpunargleði og nýtt jafnvægi. Birna Dröfn Birgisdóttir doktorsnemi í Háskólanum í Reykjavík.

  • 10:10 FYRIRLESTUR: Stafrænt Ísland - Andri Heiðar Kristinsson framkvæmdastjóri Stafræns Íslands - helstu áskoranir og hefur náðst nýtt jafnvægi?

  • 10:30 SPJALL: Jessica Jane Kingan eigandi og framkvæmdastjóri Rauða Húsið og Bakki Apartments & Hostel Eyrarbakki – Sprotafyrirtæki í ferðaþjónustu á landsbyggðinni fóta sig eftir faraldurinn.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
4,92
21
250.264
REGINN
4,86
12
96.042
SVN
3,97
29
126.992
REITIR
3,8
21
353.860
BRIM
2,76
12
138.917

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,6
16
77.555
MAREL
-0,67
39
296.789
ICESEA
-0,61
6
6.846
ARION
0
35
351.008
SYN
0
7
105.089
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.