Lúxushótelið við Hörpu opnar loks í næstu viku og býður opnunartilboð Eiður Þór Árnason skrifar 4. október 2021 15:18 Hótelið er staðsett við Austurhöfn í Reykavík. Marriott Nýjasta viðbótin í flóru íslenskra lúxushótela opnar síðar í þessum mánuði þegar The Reykjavík Edition tekur á móti sínum fyrstu gestum. Ítrekaðar tafir hafa orðið á verklokum en upphaflega stóð til að opna nýja fimm stjörnu hótelið við hlið Hörpu árið 2018. Nú er hægt er að bóka gistingu á heimasíðu hótelsins frá og með 12. október næstkomandi en 253 herbergi standa þar gestum til boða. Í bókunarvél hótelsins má finna verð á bilinu 80.000 til 500.000 krónur nóttin en veittur er 25% afsláttur af hefðbundnu gistináttaverði fyrstu vikurnar. Er dýrast að gista í hornsvítu með sjávarútsýni en ekki liggur fyrir hversu háa kortaheimild gestir þurfa að vera með til að tryggja sér nótt í þakíbúðinni sjálfri (e. penthouse). Hótelið er hluti af nýrri lúxuskeðju á vegum Marriott International og er hugsað sem ráðstefnuhótel fyrir Hörpu. Það er um 17.000 fermetrar að stærð á sex hæðum og kjallara og má þar meðal annars finna veitingastað, þakbar, fundarherbergi, veislusal, heilsulind og önnur þægindi. Heilsulind og líkamsræktarsal verður að finna á The Reykjavík Edition og hér má sjá sambærilegt herbergi á öðru hóteli Marriott Edition-keðjunnar. marriott Kostað um 20 milljarða króna Bandaríska fasteignaþróunarfyrirtækið Carpenter & Company stóð fyrir framkvæmdinni og sagði Richard L. Friedman, forstjóri þess í samtali við RÚV árið 2019 að byggingin myndi kosta um 20 milljarða króna. Þá stóð til að opna hótelið árið 2020 en ekkert varð úr þeim fyrirætlunum. Í upphafi þessa árs greindi Friedman svo frá því að það hótelið yrði opnað vorið 2021 og veita 3-400 manns atvinnu. Upphaflega var gert ráð fyrir að kostnaður við bygginguna næmi um 16 milljörðum króna og hefur hann því aukist umtalsvert á verktímabilinu. Á meðal stærstu fjárfesta í verkefninu eru íslenskir lífeyrissjóðir, auk nokkurra einstaklinga og fasteignaþróunarfélagsins Carpenter & Company. Talið er að gengisstyrking krónunnar hafi meðal annars haft áhrif á áætlanagerð og fjármögnun verkefnisins þar sem stór hluti hennar kemur erlendis frá. Erfitt að byggja fimm stjörnu hótel á Íslandi Árið 2019 hafnaði Friedman því að hótelbyggingin yrði sú dýrasta í Evrópu og sagði að það feli í sér áskoranir að byggja fimm stjörnu hótel á Íslandi. „Íslenskir verktakar hafa ekki byggt fimm stjörnu hótel áður. Það gefur augaleið. Það er allt öðruvísi en að byggja íbúðablokk eða skrifstofubyggingu. Þannig að það hefur verið áskorun. Við redduðum því með því að fá inn ráðgjafa frá Evrópu og frá New York. Marriott er líka þannig vörumerki að það eru miklar kröfur sem þarf að uppfylla.“ Svona líta sambærileg Guest Room-herbergi á öðrum Marriott Edition-hótelum.marriott Upphaflega stóð til að The Reykjavík Edition fengi að titla sig fyrsta fimm stjörnu hótelið á Íslandi en síðan þá hafa Hótel Grímsborgir í Grímsnesi og Retreat Hotel við Bláa lónið fengið fimm stjörnu viðurkenningu. Verður The Reykjavík Edition þar með fyrsta fimm stjörnu hótelið á höfuðborgarsvæðinu. Fleiri stór hótel rísa í miðbæ Reykjavíkur Auk The Reykjavík Edition stendur til að opna tvö önnur hótel í miðbæ Reykjavíkur á næstu misserum. Á Landsímareitnum við Austurvöll vinnur fasteignaþróunarfélagið Lindarvatn að því að reisa 163 herbergja hótel sem mun bera heitið Iceland Parliament Hotel. Verður hótelið rekið af Icelandair Hotels undir Curio Collection merki Hilton-keðjunnar og stendur til að opna það síðar á þessu ári. Þá vinnur Íslandshótel að því að opna 125 herbergja hótel næsta vor við Lækjargötu sem ber heitið Hótel Reykjavík. Fréttin hefur verið uppfærð: Myndir sem voru fengnar af heimasíðu The Reykjavík Edition og prýddu upphaflega útgáfu fréttarinnar voru ekki lýsandi fyrir hönnun þess heldur útlit annarra hótela í keðjunni. Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Erla Ósk færir sig um set í hótelbransanum Erla Ósk Ásgeirsdóttir hefur látið af störfum sem forstöðumaður mannauðs og menningar hjá Icelandair hótelum eftir rúmlega sex ára starf. Hún tekur við sem forstöðumaður mannauðsmála hjá The Reykjavík Edition, hóteli við hliðina á Hörpu. 5. maí 2021 14:48 Það er slúðrað mest í Reykjavík Þetta er eins og að gefa út tímarit, en forsíðan breytist eftir því hvar þú ert staddur, segir framkvæmdastjóri Marriott Edition hótelanna. Mikil leynd hvílir yfir byggingunni og því hafa margar sögur komist á kreik. 1. júní 2019 08:15 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Sjá meira
Nú er hægt er að bóka gistingu á heimasíðu hótelsins frá og með 12. október næstkomandi en 253 herbergi standa þar gestum til boða. Í bókunarvél hótelsins má finna verð á bilinu 80.000 til 500.000 krónur nóttin en veittur er 25% afsláttur af hefðbundnu gistináttaverði fyrstu vikurnar. Er dýrast að gista í hornsvítu með sjávarútsýni en ekki liggur fyrir hversu háa kortaheimild gestir þurfa að vera með til að tryggja sér nótt í þakíbúðinni sjálfri (e. penthouse). Hótelið er hluti af nýrri lúxuskeðju á vegum Marriott International og er hugsað sem ráðstefnuhótel fyrir Hörpu. Það er um 17.000 fermetrar að stærð á sex hæðum og kjallara og má þar meðal annars finna veitingastað, þakbar, fundarherbergi, veislusal, heilsulind og önnur þægindi. Heilsulind og líkamsræktarsal verður að finna á The Reykjavík Edition og hér má sjá sambærilegt herbergi á öðru hóteli Marriott Edition-keðjunnar. marriott Kostað um 20 milljarða króna Bandaríska fasteignaþróunarfyrirtækið Carpenter & Company stóð fyrir framkvæmdinni og sagði Richard L. Friedman, forstjóri þess í samtali við RÚV árið 2019 að byggingin myndi kosta um 20 milljarða króna. Þá stóð til að opna hótelið árið 2020 en ekkert varð úr þeim fyrirætlunum. Í upphafi þessa árs greindi Friedman svo frá því að það hótelið yrði opnað vorið 2021 og veita 3-400 manns atvinnu. Upphaflega var gert ráð fyrir að kostnaður við bygginguna næmi um 16 milljörðum króna og hefur hann því aukist umtalsvert á verktímabilinu. Á meðal stærstu fjárfesta í verkefninu eru íslenskir lífeyrissjóðir, auk nokkurra einstaklinga og fasteignaþróunarfélagsins Carpenter & Company. Talið er að gengisstyrking krónunnar hafi meðal annars haft áhrif á áætlanagerð og fjármögnun verkefnisins þar sem stór hluti hennar kemur erlendis frá. Erfitt að byggja fimm stjörnu hótel á Íslandi Árið 2019 hafnaði Friedman því að hótelbyggingin yrði sú dýrasta í Evrópu og sagði að það feli í sér áskoranir að byggja fimm stjörnu hótel á Íslandi. „Íslenskir verktakar hafa ekki byggt fimm stjörnu hótel áður. Það gefur augaleið. Það er allt öðruvísi en að byggja íbúðablokk eða skrifstofubyggingu. Þannig að það hefur verið áskorun. Við redduðum því með því að fá inn ráðgjafa frá Evrópu og frá New York. Marriott er líka þannig vörumerki að það eru miklar kröfur sem þarf að uppfylla.“ Svona líta sambærileg Guest Room-herbergi á öðrum Marriott Edition-hótelum.marriott Upphaflega stóð til að The Reykjavík Edition fengi að titla sig fyrsta fimm stjörnu hótelið á Íslandi en síðan þá hafa Hótel Grímsborgir í Grímsnesi og Retreat Hotel við Bláa lónið fengið fimm stjörnu viðurkenningu. Verður The Reykjavík Edition þar með fyrsta fimm stjörnu hótelið á höfuðborgarsvæðinu. Fleiri stór hótel rísa í miðbæ Reykjavíkur Auk The Reykjavík Edition stendur til að opna tvö önnur hótel í miðbæ Reykjavíkur á næstu misserum. Á Landsímareitnum við Austurvöll vinnur fasteignaþróunarfélagið Lindarvatn að því að reisa 163 herbergja hótel sem mun bera heitið Iceland Parliament Hotel. Verður hótelið rekið af Icelandair Hotels undir Curio Collection merki Hilton-keðjunnar og stendur til að opna það síðar á þessu ári. Þá vinnur Íslandshótel að því að opna 125 herbergja hótel næsta vor við Lækjargötu sem ber heitið Hótel Reykjavík. Fréttin hefur verið uppfærð: Myndir sem voru fengnar af heimasíðu The Reykjavík Edition og prýddu upphaflega útgáfu fréttarinnar voru ekki lýsandi fyrir hönnun þess heldur útlit annarra hótela í keðjunni.
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Erla Ósk færir sig um set í hótelbransanum Erla Ósk Ásgeirsdóttir hefur látið af störfum sem forstöðumaður mannauðs og menningar hjá Icelandair hótelum eftir rúmlega sex ára starf. Hún tekur við sem forstöðumaður mannauðsmála hjá The Reykjavík Edition, hóteli við hliðina á Hörpu. 5. maí 2021 14:48 Það er slúðrað mest í Reykjavík Þetta er eins og að gefa út tímarit, en forsíðan breytist eftir því hvar þú ert staddur, segir framkvæmdastjóri Marriott Edition hótelanna. Mikil leynd hvílir yfir byggingunni og því hafa margar sögur komist á kreik. 1. júní 2019 08:15 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Sjá meira
Erla Ósk færir sig um set í hótelbransanum Erla Ósk Ásgeirsdóttir hefur látið af störfum sem forstöðumaður mannauðs og menningar hjá Icelandair hótelum eftir rúmlega sex ára starf. Hún tekur við sem forstöðumaður mannauðsmála hjá The Reykjavík Edition, hóteli við hliðina á Hörpu. 5. maí 2021 14:48
Það er slúðrað mest í Reykjavík Þetta er eins og að gefa út tímarit, en forsíðan breytist eftir því hvar þú ert staddur, segir framkvæmdastjóri Marriott Edition hótelanna. Mikil leynd hvílir yfir byggingunni og því hafa margar sögur komist á kreik. 1. júní 2019 08:15