Viðskipti innlent

Atlanta fjölgar þotum um sjö

Atli Ísleifsson skrifar
Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Atlanta.
Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Atlanta. Atlanta

Flugfélagið Atlanta hyggst taka sjö nýjar flutningaþotur í notkun á næstu mánuðum. Félagið verður þá með sextán þotur til umráða, en fyrir er Atlanta með níu þotur í rekstri.

Frá þessu segir í Morgunblaðinu í dag. Haft er eftir Baldvini Má Hermannssyni forstjóra að eftirspurn eftir fraktflugi hafi aukist samfara samdrætti í farþegaflutningum í heimsfaraldrinum. Það eigi ekki síst við flugi langdrægra breiðþotna á milli heimsálfa.

„Undanfarið höfum við þó byggt upp reksturinn og erum nú eingöngu með fraktvélar, alls níu 747 Boeing-fraktvélar. Eftirspurnin hefur stöðugt aukist síðustu tólf mánuði. Áður fyrr komu 65 til 70 prósent af okkar tekjum úr farþegaflugi,“ segir Baldvin í samtali við blaðið.

Félagið hefur að undanförnu verið skrifa undir samninga um leigu á vélum – bæði Boeing 747 og Airbus 340 – verða vélar félagsins orðnar sextán í febrúar næstkomandi.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.