Viðskipti innlent

Torfi og Gylfi Steinn ráðnir til Voda­fone

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Torfi (t.v.) hefur verið ráðinn sem vörumerkjastjóri Vodafone og Gylfi (t.h.) hefur verið ráðinn vörkumerkjastjóri Vodafone og Stöð 2.
Torfi (t.v.) hefur verið ráðinn sem vörumerkjastjóri Vodafone og Gylfi (t.h.) hefur verið ráðinn vörkumerkjastjóri Vodafone og Stöð 2. Vodafone

Torfi Bryngeirsson hefur verið ráðinn vörumerkjastjóri Vodafone á Íslandi og Gylfi Steinn Gunnarsson tekur við sem vefstjóri Vodafone og Stöðvar 2.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vodafone í dag. Torfi mun leysa Helgu Björgu Antonsdóttur af næstu tólf mánuði en hann er nýfluttur heim frá Danmörku eftir fimm ára dvöl. Þar var hann meðal annars í mastersnámi í vörumerkjastjórnun og markaðssamskiptum og starfaði þar að auki sem markaðsstjóri hjá hugbúnaðarfyrirtæki.

Gylfi Steinn er kerfisfræðingur og hefur starfað við upplýsingatækni í yfir tuttugu ár. Áður starfaði hann meðal annars hjá OZ, Landsbankanum og Nýherja en síðustu sjö ár hefur hann unnið hjá Advania.

Sýn á og rekur vörumerkin Vodafone, Stöð 2, Stöð 2 Sport, Vísi, Bylgjuna, FM957 og X977.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.