Hinn sívaxandi ójöfnuður Víkingur Hauksson skrifar 26. september 2021 14:01 Það fer ekki framhjá neinum að í heiminum í dag ríkir mikill ójöfnuður. Raunverulega ástæðan fyrir honum virðist þó fara framhjá flestum. Hefurðu leitt hugann að því hvað orsakaði hann? Hvers vegna hann er sívaxandi? Hvers vegna auður þeirra ríku hefur aukist í miðjum heimsfaraldri? Í dag hefurðu heppnina með þér, því ég ætla nefnilega að segja þér lítið leyndarmál. Ástæðan er ekki sú að þeir ríku séu klárari eða duglegri en aðrir, síður en svo. Við þurfum að hugsa stærra og sjá heiminn úr meiri fjarlægð til þess að átta okkur á raunverulegu ástæðunni; núverandi peningakerfi. Skoðaðu þessa mynd hér að neðan vel. Þessi mynd sýnir á svörtu og hvítu hvenær ójöfnuður heimsins byrjaði að aukast. Myndin er frá Bandaríkjunum en sömu sögu er að segja á heimsvísu, því allar þjóðir eru með eins uppsett peningakerfi. Fram að þessum tímapunkti árið 1971 hafði gull verið akkeri alheims peningakerfisins. Það er að segja, dollarinn var tengdur við gull og flestir aðrir gjaldmiðlar heims voru tengdir við dollarann, og því var peningamagn í umferð á heimsvísu takmarkað við magn gulls. Þegar Nixon braut þessa tengingu við gull voru því ekki lengur nein takmörk á peningamagni í umferð og þjóðir heims byrjuðu að auka það eins og þeim sýndist. Hérna erum við komin að rót vandans því síðan þá hafa seðlabankar heimsins í auknum mæli búið til peninga úr þunnu lofti. Bankar, stórfyrirtæki og þeir ríku græða á því vegna þess að það eru hópar sem hafa fyrstir sem og bestan aðgang að nýprentuðu peningunum. Þeir vita að peningurinn missir með tímanum virði sitt svo þeir nota hann í að kaupa alls kyns eignir, og ýta þar af leiðandi undir miklar verðhækkanir á tilheyrandi eignaflokkum. Þeir fátæku tapa hinsvegar vegna þess að þegar peningurinn berst loks niður til þeirra, þá hafa eignir sem og flestar vörur hagkerfisins nú þegar hækkað í verði. Þetta festir þá sem minna mega sín í hamstrahjóli án útgönguleiðar. Þeir hafa enga leið til almennilegrar verðmætaaukningar vegna þess að peningurinn sem þeir neyðast til að nota til að geyma launin sín missir stöðugt virði sitt. Fátækasta fólk heims er því fast í sama fari á meðan að þeir ríku verða sífellt ríkari vegna þess að eignir þeirra eru sífellt að hækka í nýprentuðum peningum talið (“Cantillon effect”). Seðlabankar heimsins hafa skapað gallað peningarkerfi byggt á skuldum, og eiga nú engra kosta völ en að halda áfram að prenta sífellt meiri pening til að minnka þannig skuldabyrði síðustu áratuga og halda sístækkandi skuldaboltanum á lofti (sjá hér). Það að reyna að laga ójöfnuð heimsins án þess að laga rót vandans er eins og að reyna að fjarlægja tré með því að tína eitt og eitt laufblað af í stað þess að höggva á stofninn. Ímyndaðu þér hversu mikið framleiðslugeta heimsins mun aukast þegar allir eiga möguleika á síaukandi verðmætasköpun, ekki bara ríkari helmingurinn. Sem betur fer höfum við nú dreifstýrt peningakerfi í endanlegu magni sem hefur ekki þá galla gulls sem urðu til þess að við enduðum með núverandi peningakerfi til að byrja með. Það mun bjarga okkur frá þessum sirkus og byggja sanngjarnari heim. Sú vitneskja tekur bara tíma að dreifast víðar. Höfundur er sjálfstæður fjárfestir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það fer ekki framhjá neinum að í heiminum í dag ríkir mikill ójöfnuður. Raunverulega ástæðan fyrir honum virðist þó fara framhjá flestum. Hefurðu leitt hugann að því hvað orsakaði hann? Hvers vegna hann er sívaxandi? Hvers vegna auður þeirra ríku hefur aukist í miðjum heimsfaraldri? Í dag hefurðu heppnina með þér, því ég ætla nefnilega að segja þér lítið leyndarmál. Ástæðan er ekki sú að þeir ríku séu klárari eða duglegri en aðrir, síður en svo. Við þurfum að hugsa stærra og sjá heiminn úr meiri fjarlægð til þess að átta okkur á raunverulegu ástæðunni; núverandi peningakerfi. Skoðaðu þessa mynd hér að neðan vel. Þessi mynd sýnir á svörtu og hvítu hvenær ójöfnuður heimsins byrjaði að aukast. Myndin er frá Bandaríkjunum en sömu sögu er að segja á heimsvísu, því allar þjóðir eru með eins uppsett peningakerfi. Fram að þessum tímapunkti árið 1971 hafði gull verið akkeri alheims peningakerfisins. Það er að segja, dollarinn var tengdur við gull og flestir aðrir gjaldmiðlar heims voru tengdir við dollarann, og því var peningamagn í umferð á heimsvísu takmarkað við magn gulls. Þegar Nixon braut þessa tengingu við gull voru því ekki lengur nein takmörk á peningamagni í umferð og þjóðir heims byrjuðu að auka það eins og þeim sýndist. Hérna erum við komin að rót vandans því síðan þá hafa seðlabankar heimsins í auknum mæli búið til peninga úr þunnu lofti. Bankar, stórfyrirtæki og þeir ríku græða á því vegna þess að það eru hópar sem hafa fyrstir sem og bestan aðgang að nýprentuðu peningunum. Þeir vita að peningurinn missir með tímanum virði sitt svo þeir nota hann í að kaupa alls kyns eignir, og ýta þar af leiðandi undir miklar verðhækkanir á tilheyrandi eignaflokkum. Þeir fátæku tapa hinsvegar vegna þess að þegar peningurinn berst loks niður til þeirra, þá hafa eignir sem og flestar vörur hagkerfisins nú þegar hækkað í verði. Þetta festir þá sem minna mega sín í hamstrahjóli án útgönguleiðar. Þeir hafa enga leið til almennilegrar verðmætaaukningar vegna þess að peningurinn sem þeir neyðast til að nota til að geyma launin sín missir stöðugt virði sitt. Fátækasta fólk heims er því fast í sama fari á meðan að þeir ríku verða sífellt ríkari vegna þess að eignir þeirra eru sífellt að hækka í nýprentuðum peningum talið (“Cantillon effect”). Seðlabankar heimsins hafa skapað gallað peningarkerfi byggt á skuldum, og eiga nú engra kosta völ en að halda áfram að prenta sífellt meiri pening til að minnka þannig skuldabyrði síðustu áratuga og halda sístækkandi skuldaboltanum á lofti (sjá hér). Það að reyna að laga ójöfnuð heimsins án þess að laga rót vandans er eins og að reyna að fjarlægja tré með því að tína eitt og eitt laufblað af í stað þess að höggva á stofninn. Ímyndaðu þér hversu mikið framleiðslugeta heimsins mun aukast þegar allir eiga möguleika á síaukandi verðmætasköpun, ekki bara ríkari helmingurinn. Sem betur fer höfum við nú dreifstýrt peningakerfi í endanlegu magni sem hefur ekki þá galla gulls sem urðu til þess að við enduðum með núverandi peningakerfi til að byrja með. Það mun bjarga okkur frá þessum sirkus og byggja sanngjarnari heim. Sú vitneskja tekur bara tíma að dreifast víðar. Höfundur er sjálfstæður fjárfestir.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun