Vöruskortur yfirvofandi hjá Nike og Costco Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2021 07:55 Frá verslun Costco á Íslandi. Vísir/Hanna Bandarísku stórfyrirtækin Nike og Costco vara við því að þau standi frammi fyrir vöruskorti og töfum vegna raskana á framleiðslu í verksmiðjum í Asíu. Costco segist ætla að taka upp takmarkanir á hversu mikið af ákveðnum vörum viðskiptavinir geta keypt. Mikill vöxtur í eftirspurn eftir innfluttum vörum frá því að hjól efnahagslífsins byrjuðu að snúast aftur eftir að ströngustu sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins var aflétt hefur verið höfuðverkur fyrir mörg smásölufyrirtæki. Framleiðsla er enn ekki kominn á fullan snúning og enn er erfiðleikum bundið að flytja vörur á milli heimsálfa. Íþróttavörurisinn Nike lækkaði söluspá sína fyrir þetta ár vegna raskana. Sóttvarnaaðgerðir í Víetnam og Indónesíu hafa hægt verulega á framleiðslu verksmiðja Nike og þá tekur það nú tvöfalt lengri tíma en áður en flytja vörur á milli Asíu og Norður-Ameríku. Flutningstíminn hefur einnig lengst í Evrópu, Miðausturlöndum og Afríku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fyrirtækið varar við því að skortur verði líklega á skóm þar til næsta vor og að hans verði vart í öllum heimshornum. Á sama tíma segir verslanakeðjan Costco að hún ætli að takmarka hversu mikið af ákveðnum vörum eins og klósettpappír, flöskuvatni og ákveðnum hreingerningarvörum viðskiptavinir kaupa. Ástæðan er sú að viðskiptavinir hafa aftur byrjað að hamstra vörur líkt og gerðist fyrr í faraldrinum en einnig vegna erfiðleika við að koma vörum í verslanir. Costco segist eiga erfitt með að finna vöruflutningabíla, bílstjóra og vörugáma til að flytja vörur sínar. Costco Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Mikill vöxtur í eftirspurn eftir innfluttum vörum frá því að hjól efnahagslífsins byrjuðu að snúast aftur eftir að ströngustu sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins var aflétt hefur verið höfuðverkur fyrir mörg smásölufyrirtæki. Framleiðsla er enn ekki kominn á fullan snúning og enn er erfiðleikum bundið að flytja vörur á milli heimsálfa. Íþróttavörurisinn Nike lækkaði söluspá sína fyrir þetta ár vegna raskana. Sóttvarnaaðgerðir í Víetnam og Indónesíu hafa hægt verulega á framleiðslu verksmiðja Nike og þá tekur það nú tvöfalt lengri tíma en áður en flytja vörur á milli Asíu og Norður-Ameríku. Flutningstíminn hefur einnig lengst í Evrópu, Miðausturlöndum og Afríku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fyrirtækið varar við því að skortur verði líklega á skóm þar til næsta vor og að hans verði vart í öllum heimshornum. Á sama tíma segir verslanakeðjan Costco að hún ætli að takmarka hversu mikið af ákveðnum vörum eins og klósettpappír, flöskuvatni og ákveðnum hreingerningarvörum viðskiptavinir kaupa. Ástæðan er sú að viðskiptavinir hafa aftur byrjað að hamstra vörur líkt og gerðist fyrr í faraldrinum en einnig vegna erfiðleika við að koma vörum í verslanir. Costco segist eiga erfitt með að finna vöruflutningabíla, bílstjóra og vörugáma til að flytja vörur sínar.
Costco Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira