Viðskipti erlent

Vinstri sveifla skýtur þýskum millum skelk í bringu

Kjartan Kjartansson skrifar
Sósíaldemókrataflokkur Olafs Scholz mælist nú með um 25% fylgi í skoðanakönnunum. Hann gæti mögulega leitt vinstristjórn eftir kosningar.
Sósíaldemókrataflokkur Olafs Scholz mælist nú með um 25% fylgi í skoðanakönnunum. Hann gæti mögulega leitt vinstristjórn eftir kosningar. Vísir/EPA

Þýskir auðkýfingar eru nú sagðir flytja eigur sínar til Sviss af ótta við að vinstri stjórn taki við eftir sambandsþingskosningar á sunnudag. Vinstriflokkarnir hafa boðað hækkun auðlegar- og erfðaskatts.

Bankamenn og lögfræðingar sem sérhæfa sig í skattamálum segja Reuters-fréttastofunni að auðugir Þjóðverjar óttist að verða skattlagðir frekar ef vinstri flokkarnir komast til valda. Þýsk heimili og fyrirtæki flutt jafnvirði um 645 milljarða íslenskra króna til Sviss á fyrsta ársfjórðungi þessa árs.

Skoðanakannanir benda til þess að Sósíademókratar (SPD) verði stærsti flokkurinn eftir kosningarnar á sunnudag. Flokkurinn vill leggja aftur á auðlegðarskatt og hækka erfðaskatt. Græningjar, sem eru þriðji stærsti flokkurinn í könnunum um þessar mundir og líklegur samstarfsflokkur SPD, vilja leggja á enn hærri auðlegðarskatt. Róttæki vinstriflokkurinn Vinstri vill ganga enn lengra en báðir flokkar.

„Ég veit um marga þýska frumkvöðla sem vilja hafa haldreipi utan Þýskalands ef hlutirnir verða of rauðir þarna,“ segir svissneskur bankamaður við Reuters. 

Sérfræðingur í skattamálum sagðist finna fyrir aukinni eftirspurn eftir ráðgjöf í aðdraganda kosninganna. Góðborgarar vilji verja sig með því að fjárfesta í gegnum fyrirtæki í Sviss eða með því að færa fjármuni í sjóði í Liechtenstein.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICESEA
5,26
24
279.022
REGINN
4,11
8
152.073
SYN
3,29
23
103.352
REITIR
2,5
21
251.515
SIMINN
2,5
32
1.296.216

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
-0,71
4
9.780
BRIM
-0,68
15
264.027
ISB
-0,48
49
184.298
EIM
-0,44
5
31.336
LEQ
-0,26
1
102
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.