Að bera saman gúrkur og banana Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 23. september 2021 10:16 Í umræðum um skattamál og lækkun skatta, er því gjarnan hal dið fram að skattar hafi í raun ekkert lækkað í tíð Sjálfstæðisflokksins vegna þess að skattbyrði lægstu launa hafi aukist gríðarlega frá því að staðgreiðsla skatta var tekin upp hér árið 1988. Skattbyrðin hafi farið úr því að vera engin af lágmarkslaunum, í það að vera um 17%. Það er auðvitað alveg satt og rétt að skattbyrði lægstu launa hefur aukist. En hvað veldur þessari auknu skattbyrði? Er það grimm háskattastefna Sjálfstæðisflokksins á láglaunafólk eða býr þar eitthvað annað að baki? Þegar herra Google er spurður um lágmarkslaun árið 1998, svarar hann mér því til að það ár hafi lágmarkslaun í landinu eða lægstu grunnlaun fyrir 40 stunda vinnuviku verið á bilinu 29-31 þúsund krónur á mánuði. Um skattleysismörkin það sama ár segir herra Google að þau hafi verið 44.182 kr. á mánuði. Ef við setjum svo þessar launatölur og skattleysismörkin inn í verðlagsreiknivél Hagstofunnar, þá kemur í ljós að ef lágmarkslaunin hefðu fylgt verðlagi þá væru þau í dag u.þ.b. 165 þús kr. á mánuði. Lágmarkslaun í dag eru hins vegar 351.000 kr. og hækka í 368.000 kr. á mánuði um næstu áramót. Skattleysismörkin, hefðu þau fylgt verðlagi væru hins vegar 234.000 kr. á mánuði, en eru í dag 168.000 kr. Meginástæða þess að lágmarkslaun eru ekki lengur skattfrjáls er því fyrst og fremst sú að lágmarkslaun hafa hækkað verulega og eru rúmlega tvöfalt hærri en þau væru, hefðu þau fylgt verðlagi. Reyndar væri persónuaflátturinn 66.000 kr. hærri en hann er í dag, hefði hann fylgt verðlagi. Má alveg, mér að meinalausu, gera athugasemdir við það að stjórnvöld hafi ekki tryggt það að persónuaflátturinn fylgdi verðlagi. En það hefði þó ekki breytt því að lágmarkslaun væru heldur ekki skattlaus. Á meðan að lágmarkslaunin hafa hækkað með þessum hætti, undanfarna áratugi, má draga af því þær ályktanir að hækkun hæstu launa hafi verið eitthvað eða jafnvel töluvert minni. Enda launajöfnuður þessi misserin með því mesta sem þekkist á byggðu bóli. Það er því nokkuð rökrétt að draga þær ályktanir að það sé einmitt ástæða þess að skattbyrðin á hæstu tekjurnar hafi ekki aukist jafn hratt og á aðrar tekjur sem hækkað hafa hlutfallslega meira. Það má auðvitað alltaf deila um það með hvaða hætti persónuafsláttur ætti að taka breytingum á milli ára. Hvort hann ætti að fylgja launavísitölu eða verðlagsvísitölu. Eðlilegast væri að hann fylgdi verðlagi. Hann hækkar þá jafnt hjá öllum. Ef að hann fylgdi launavísitölu eða meðalhækkun launa, þá myndi sú leið að minnka launabilið með því að hækka lægstu laun hlutfallslega meira en önnur laun torsóttari. Þar sem persónuafslátturinn myndi hækka minna en lægstu launin og þar með auka skattbyrði þeirra launa sem hækkuðu umfram meðaltalið. Það sem hlýtur þó að skipta máli þegar málin eru skoðuð ofan í kjölinn, að þrátt fyrir aukna skattbyrði lægstu launa sem hækkað hafa hvað mest hlutfallslega undanfarin ár og áratugi, þá hafa ráðstöfunartekjur lægstu launahópanna aukist hvað mest í kröftugri kaupmáttaraukningu undangenginna ára. Það er því að ofansögðu frekar hæpið, svo ekki sé dýpra í árina tekið, að láglaunafólk og reyndar allir aðrir sem notið hafa aukinnar hagsældar undanfarinna ára og áratuga séu nú skattpíndir sem aldrei fyrr. Ef að menn ætla að bera saman kjör fólks á mismunandi tímabilum, þurfa menn að taka allt með í reikninginn. Mögulega þjónar þó slíkur hálfsannleikur pólitískum tilgangi þeirra sem hann viðhafa. En það breytir því þó ekki að menn bera saman gúrkur og banana til þess að helga þá ólyfjan. Höfundur er bílstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðum um skattamál og lækkun skatta, er því gjarnan hal dið fram að skattar hafi í raun ekkert lækkað í tíð Sjálfstæðisflokksins vegna þess að skattbyrði lægstu launa hafi aukist gríðarlega frá því að staðgreiðsla skatta var tekin upp hér árið 1988. Skattbyrðin hafi farið úr því að vera engin af lágmarkslaunum, í það að vera um 17%. Það er auðvitað alveg satt og rétt að skattbyrði lægstu launa hefur aukist. En hvað veldur þessari auknu skattbyrði? Er það grimm háskattastefna Sjálfstæðisflokksins á láglaunafólk eða býr þar eitthvað annað að baki? Þegar herra Google er spurður um lágmarkslaun árið 1998, svarar hann mér því til að það ár hafi lágmarkslaun í landinu eða lægstu grunnlaun fyrir 40 stunda vinnuviku verið á bilinu 29-31 þúsund krónur á mánuði. Um skattleysismörkin það sama ár segir herra Google að þau hafi verið 44.182 kr. á mánuði. Ef við setjum svo þessar launatölur og skattleysismörkin inn í verðlagsreiknivél Hagstofunnar, þá kemur í ljós að ef lágmarkslaunin hefðu fylgt verðlagi þá væru þau í dag u.þ.b. 165 þús kr. á mánuði. Lágmarkslaun í dag eru hins vegar 351.000 kr. og hækka í 368.000 kr. á mánuði um næstu áramót. Skattleysismörkin, hefðu þau fylgt verðlagi væru hins vegar 234.000 kr. á mánuði, en eru í dag 168.000 kr. Meginástæða þess að lágmarkslaun eru ekki lengur skattfrjáls er því fyrst og fremst sú að lágmarkslaun hafa hækkað verulega og eru rúmlega tvöfalt hærri en þau væru, hefðu þau fylgt verðlagi. Reyndar væri persónuaflátturinn 66.000 kr. hærri en hann er í dag, hefði hann fylgt verðlagi. Má alveg, mér að meinalausu, gera athugasemdir við það að stjórnvöld hafi ekki tryggt það að persónuaflátturinn fylgdi verðlagi. En það hefði þó ekki breytt því að lágmarkslaun væru heldur ekki skattlaus. Á meðan að lágmarkslaunin hafa hækkað með þessum hætti, undanfarna áratugi, má draga af því þær ályktanir að hækkun hæstu launa hafi verið eitthvað eða jafnvel töluvert minni. Enda launajöfnuður þessi misserin með því mesta sem þekkist á byggðu bóli. Það er því nokkuð rökrétt að draga þær ályktanir að það sé einmitt ástæða þess að skattbyrðin á hæstu tekjurnar hafi ekki aukist jafn hratt og á aðrar tekjur sem hækkað hafa hlutfallslega meira. Það má auðvitað alltaf deila um það með hvaða hætti persónuafsláttur ætti að taka breytingum á milli ára. Hvort hann ætti að fylgja launavísitölu eða verðlagsvísitölu. Eðlilegast væri að hann fylgdi verðlagi. Hann hækkar þá jafnt hjá öllum. Ef að hann fylgdi launavísitölu eða meðalhækkun launa, þá myndi sú leið að minnka launabilið með því að hækka lægstu laun hlutfallslega meira en önnur laun torsóttari. Þar sem persónuafslátturinn myndi hækka minna en lægstu launin og þar með auka skattbyrði þeirra launa sem hækkuðu umfram meðaltalið. Það sem hlýtur þó að skipta máli þegar málin eru skoðuð ofan í kjölinn, að þrátt fyrir aukna skattbyrði lægstu launa sem hækkað hafa hvað mest hlutfallslega undanfarin ár og áratugi, þá hafa ráðstöfunartekjur lægstu launahópanna aukist hvað mest í kröftugri kaupmáttaraukningu undangenginna ára. Það er því að ofansögðu frekar hæpið, svo ekki sé dýpra í árina tekið, að láglaunafólk og reyndar allir aðrir sem notið hafa aukinnar hagsældar undanfarinna ára og áratuga séu nú skattpíndir sem aldrei fyrr. Ef að menn ætla að bera saman kjör fólks á mismunandi tímabilum, þurfa menn að taka allt með í reikninginn. Mögulega þjónar þó slíkur hálfsannleikur pólitískum tilgangi þeirra sem hann viðhafa. En það breytir því þó ekki að menn bera saman gúrkur og banana til þess að helga þá ólyfjan. Höfundur er bílstjóri.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun