Jöfnum búsetuskilyrði og réttum hlut sjávarbyggða Eyjólfur Ármannsson skrifar 22. september 2021 12:16 Helsta baráttumál Flokks fólksins er baráttan gegn fátækt. Flokkur fólksins ætlar að útrýma fátækt og óréttlæti á Íslandi, svo allir fái lifað mannsæmandi lífi. Lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna! Það á við um landsbyggðina og sjávarbyggðir. Jöfn búsetuskilyrði í takt við nútímann Jöfn búsetuskilyrði í landinu er grundvallarréttur allra landsmanna. Val á búsetu á landsbyggðinni á ekki að vera val um skerta þjónustu og skert búsetuskilyrði. Fjölbreytt atvinnulíf er styrkasta stoð allra byggðar. Það ásamt nauðsynlegum innviðum á borð við nútímasamgöngur, öflugt fjarskiptasamband og góða heilbrigðisþjónustu og menntun, sem stenst samanburð við SV-hornið, er réttmæt krafa íbúa landsbyggðarinnar. Veiðiréttur sjávarbyggðanna Í hafinu undan ströndum Íslands eru ein gjöfulustu fiskimið í heimi. Sjálf gullkista Íslendinga. Þessa auðlind hafa forfeður okkar nýtt frá því land byggðist. Mikilvægt er að svo verði án óþarfa takmarkana kvótakerfisins á atvinnufrelsi. Kvótakerfið var sett til verndar fiskistofnum og handfæraveiðar á krók ógna ekki fiskistofnum. Íbúar sjávarbyggðanna eiga nýtingarrétt til fiskimiðanna undan ströndum byggðanna. Takmarkanir stjórnvalda á veiðum undan ströndum sjávarbyggða eru skerðing á búseturétti íbúa þeirra. Árangur kvótakerfisins er enginn Sjávarbyggðirnar hafa flestar farið illa út úr kvótakerfinu sem komið var á til bráðabirgða árið 1984. Aflamark í þorski var þá lækkað í 220.000 tonn til að byggja upp þorskstofninn, sem eru sömu veiðiheimildir og í dag. Árangurinn er enginn! Örfáir útgerðarmenn náðu með tímanum til sín æ meira aflamarki og skeyttu litlu um búsetu og afkomuöryggi fólksins í sjávarþorpunum. Mikilvægt er að réttur íbúa sjávarbyggðanna til að nýta sjávarauðlindina sé endurreistur og varinn. Það heldur öllu landinu í byggð og er þjóðhagslega hagkvæmt. Til hvers var barist? Krafa sjávarbyggða um aukið aðgengi að fiskimiðum er sterk, sögulega sterk. Íslendingar börðust í þorskastríðunum með framtíðarhagsmuni íslensku þjóðarinnar í huga. Tímaritið Ægir tók viðtal árið 2002 við stríðshetju okkar úr síðustu tveimur þorskastríðunum, Guðmund Kjærnested, undir fyrirsögninni „Til hvers var barist?". Guðmundi rann spillingin til rifja og sagði m.a. : „Ég segi fyrir mig, að ég hefði ekki staðið í þessari baráttu öll þessi ár ef ég hefði getað ímyndað mér að staðan yrði svona nokkrum árum síðar" og vísaði til þess að hann væri ósáttur við fiskveiðistjórnunarkerfið. Guðmundur benti á að með samþjöppun aflaheimilda hefðu sjávarþorpin orðið meira og minna kvótalaus. Eflum strandveiðar með frjálsum handfæraveiðum Flokkur fólksins berst fyrir því að íbúar sjávarbyggða njóti aukins réttar til að nýta sjávarauðlindina með jákvæðum áhrifum á sjávarplássin í landinu. Við ætlum að stórefla strandveiðar og gefa handfæraveiðar frjálsar. Veiðar á krók ógna ekki fiskistofnum við Ísland. Kvótakerfið var sett á til verndar fiskistofnun og á einungis að ná til þeirra veiða sem geta stofnað fiskistofnum í hættu svo gætt sé meðalhófs. Mikilvægt er að íslenskar fjölskyldur geti lifað af fiskveiðum. Öflug smábátaútgerð hleypir lífi í sjávarbyggðirnar og styrkur stoðir atvinnulífs og getur orðið forsenda fjölbreyttara atvinnulífs. Byggð í blóma gefur tækifæri, t.d. öfluga ferðaþjónustu. Flokkur fólksins krefst þess að þjóðin fái fullt verð fyrir sameiginlegan aðgang að auðlindum hennar til hagsbóta fyrir land og þjóð. Flokkur fólksins styður lögfestingu ákvæðis um þjóðareign á auðlindum í stjórnaskrá, m.a. til að tryggja að sjávarauðlindin sé sameign þjóðarinnar en ekki í einkaeign fárra útvalinna. Með því að kjósa Flokk fólksins er kosið með jöfnun búsetuskilyrða og rétti sjávarbyggða til frjálsra handfæraveiða. xF fyrir byggð í blóma! Höfundur skipar 1. sæti á F-lista Flokks fólksins í NV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Skoðun: Kosningar 2021 Flokkur fólksins Byggðamál Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Helsta baráttumál Flokks fólksins er baráttan gegn fátækt. Flokkur fólksins ætlar að útrýma fátækt og óréttlæti á Íslandi, svo allir fái lifað mannsæmandi lífi. Lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna! Það á við um landsbyggðina og sjávarbyggðir. Jöfn búsetuskilyrði í takt við nútímann Jöfn búsetuskilyrði í landinu er grundvallarréttur allra landsmanna. Val á búsetu á landsbyggðinni á ekki að vera val um skerta þjónustu og skert búsetuskilyrði. Fjölbreytt atvinnulíf er styrkasta stoð allra byggðar. Það ásamt nauðsynlegum innviðum á borð við nútímasamgöngur, öflugt fjarskiptasamband og góða heilbrigðisþjónustu og menntun, sem stenst samanburð við SV-hornið, er réttmæt krafa íbúa landsbyggðarinnar. Veiðiréttur sjávarbyggðanna Í hafinu undan ströndum Íslands eru ein gjöfulustu fiskimið í heimi. Sjálf gullkista Íslendinga. Þessa auðlind hafa forfeður okkar nýtt frá því land byggðist. Mikilvægt er að svo verði án óþarfa takmarkana kvótakerfisins á atvinnufrelsi. Kvótakerfið var sett til verndar fiskistofnum og handfæraveiðar á krók ógna ekki fiskistofnum. Íbúar sjávarbyggðanna eiga nýtingarrétt til fiskimiðanna undan ströndum byggðanna. Takmarkanir stjórnvalda á veiðum undan ströndum sjávarbyggða eru skerðing á búseturétti íbúa þeirra. Árangur kvótakerfisins er enginn Sjávarbyggðirnar hafa flestar farið illa út úr kvótakerfinu sem komið var á til bráðabirgða árið 1984. Aflamark í þorski var þá lækkað í 220.000 tonn til að byggja upp þorskstofninn, sem eru sömu veiðiheimildir og í dag. Árangurinn er enginn! Örfáir útgerðarmenn náðu með tímanum til sín æ meira aflamarki og skeyttu litlu um búsetu og afkomuöryggi fólksins í sjávarþorpunum. Mikilvægt er að réttur íbúa sjávarbyggðanna til að nýta sjávarauðlindina sé endurreistur og varinn. Það heldur öllu landinu í byggð og er þjóðhagslega hagkvæmt. Til hvers var barist? Krafa sjávarbyggða um aukið aðgengi að fiskimiðum er sterk, sögulega sterk. Íslendingar börðust í þorskastríðunum með framtíðarhagsmuni íslensku þjóðarinnar í huga. Tímaritið Ægir tók viðtal árið 2002 við stríðshetju okkar úr síðustu tveimur þorskastríðunum, Guðmund Kjærnested, undir fyrirsögninni „Til hvers var barist?". Guðmundi rann spillingin til rifja og sagði m.a. : „Ég segi fyrir mig, að ég hefði ekki staðið í þessari baráttu öll þessi ár ef ég hefði getað ímyndað mér að staðan yrði svona nokkrum árum síðar" og vísaði til þess að hann væri ósáttur við fiskveiðistjórnunarkerfið. Guðmundur benti á að með samþjöppun aflaheimilda hefðu sjávarþorpin orðið meira og minna kvótalaus. Eflum strandveiðar með frjálsum handfæraveiðum Flokkur fólksins berst fyrir því að íbúar sjávarbyggða njóti aukins réttar til að nýta sjávarauðlindina með jákvæðum áhrifum á sjávarplássin í landinu. Við ætlum að stórefla strandveiðar og gefa handfæraveiðar frjálsar. Veiðar á krók ógna ekki fiskistofnum við Ísland. Kvótakerfið var sett á til verndar fiskistofnun og á einungis að ná til þeirra veiða sem geta stofnað fiskistofnum í hættu svo gætt sé meðalhófs. Mikilvægt er að íslenskar fjölskyldur geti lifað af fiskveiðum. Öflug smábátaútgerð hleypir lífi í sjávarbyggðirnar og styrkur stoðir atvinnulífs og getur orðið forsenda fjölbreyttara atvinnulífs. Byggð í blóma gefur tækifæri, t.d. öfluga ferðaþjónustu. Flokkur fólksins krefst þess að þjóðin fái fullt verð fyrir sameiginlegan aðgang að auðlindum hennar til hagsbóta fyrir land og þjóð. Flokkur fólksins styður lögfestingu ákvæðis um þjóðareign á auðlindum í stjórnaskrá, m.a. til að tryggja að sjávarauðlindin sé sameign þjóðarinnar en ekki í einkaeign fárra útvalinna. Með því að kjósa Flokk fólksins er kosið með jöfnun búsetuskilyrða og rétti sjávarbyggða til frjálsra handfæraveiða. xF fyrir byggð í blóma! Höfundur skipar 1. sæti á F-lista Flokks fólksins í NV-kjördæmi.
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun