Laxeldisiðnaðurinn beitir sefjun fyrir kosningar Elvar Örn Friðriksson skrifar 22. september 2021 11:46 Nýlega náði Veiga Grétarsdóttir, umhverfisverndarsinni og kajakræðari, ógeðfelldu myndefni í sjókvíum á Austurlandi. Nú er þetta í annað skipti á skömmum tíma þar sem myndefni Veigu sýnir hve slæmt opið sjókvíaeldi er í raun. Á myndinni sáust hundruðir dauðra laxa, rotnandi og úldnir, fljótandi innan um þá fiska sem ætlaðir eru til neyslu. Ástandið gæti versnað enn frekar með marglyttufarladri og rauðþörungablóma sem rústaði fiskeldi fyrir austan fyrir rúmum 20 árum. Á meðan Veiga aflaði myndefnisins af verulegum laxadauða í kvíunum kepptust fiskeldisfyrirtækin við að slá ryki í augu landsmanna. Þau höfðu í ágúst efast um uppruna myndefnisins og sögðu þá að dauðir og illa leiknir fiskar væru algjör undantekning. Allt reyndist það auðvitað rangt hjá þeim. Síðan þá hefur framafólki innan stjórnmálaflokkanna verið boðið að skoða eldiskvíarnar og opnuð var áróðursmiðstöð í miðbæ Reykjavíkur. Peningum og mannafla er nú dælt í það að reyna að láta sjókvíaeldið líta sem best út. Fréttir af verðmætasköpun fiskeldisins birtast daglega og í þeim öllum er skautað framhjá hliðinni sem snýr að náttúruvernd og umhverfisáhrifum og þeirri staðreynd að Norðmenn eiga laxeldið í sjó við Ísland að mestu. Komandi ríkisstjórn mun breyta fiskeldislögum, verður það í þágu hagsmuna iðnaðarins? Sama dag og nýtt myndefni frá Reyðarfirði birtist í fjölmiðlum kom lofgrein um fiskeldið í Reyðarfirði. Það var auðvitað peningurinn sem var lofaður en ekkert minnst á umhverfisáhrif og laxadauða né þá staðreynd að rotnandi lax væri út um allt í hverri kví. Er það ekki frekar furðulegt að þegar stjórnmálamönnum og blaðamönnum er boðið í heimsókn þá er allt svo hreint og snyrtilegt, en svo þegar talið er að enginn sé að fylgjast með sjókvíunum þá er allt morandi í dauðum og illa leiknum laxi? Nýleg könnun leiddi í ljós að 55,6% landsmanna eru neikvæðir gagnvart sjókvíeldi og nefndu þar helst umhverfisáhrif, erfðablöndun við villta stofna og dýraníð. Í komandi kosningum verður kjörin sú ríkisstjórn sem mun breyta fiskeldislögum. Það er mikilvægara nú en nokkru sinni fyrr að Íslendingar hugi að náttúrunni og segi nei við opnu sjókvíaeldi. Ástandið er slæmt núna, en þó stendur til að nær þrefalda umfang sjókvíaeldisins. Hvernig verður það þá eiginlega? Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Fiskeldi Elvar Örn Friðriksson Sjókvíaeldi Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega náði Veiga Grétarsdóttir, umhverfisverndarsinni og kajakræðari, ógeðfelldu myndefni í sjókvíum á Austurlandi. Nú er þetta í annað skipti á skömmum tíma þar sem myndefni Veigu sýnir hve slæmt opið sjókvíaeldi er í raun. Á myndinni sáust hundruðir dauðra laxa, rotnandi og úldnir, fljótandi innan um þá fiska sem ætlaðir eru til neyslu. Ástandið gæti versnað enn frekar með marglyttufarladri og rauðþörungablóma sem rústaði fiskeldi fyrir austan fyrir rúmum 20 árum. Á meðan Veiga aflaði myndefnisins af verulegum laxadauða í kvíunum kepptust fiskeldisfyrirtækin við að slá ryki í augu landsmanna. Þau höfðu í ágúst efast um uppruna myndefnisins og sögðu þá að dauðir og illa leiknir fiskar væru algjör undantekning. Allt reyndist það auðvitað rangt hjá þeim. Síðan þá hefur framafólki innan stjórnmálaflokkanna verið boðið að skoða eldiskvíarnar og opnuð var áróðursmiðstöð í miðbæ Reykjavíkur. Peningum og mannafla er nú dælt í það að reyna að láta sjókvíaeldið líta sem best út. Fréttir af verðmætasköpun fiskeldisins birtast daglega og í þeim öllum er skautað framhjá hliðinni sem snýr að náttúruvernd og umhverfisáhrifum og þeirri staðreynd að Norðmenn eiga laxeldið í sjó við Ísland að mestu. Komandi ríkisstjórn mun breyta fiskeldislögum, verður það í þágu hagsmuna iðnaðarins? Sama dag og nýtt myndefni frá Reyðarfirði birtist í fjölmiðlum kom lofgrein um fiskeldið í Reyðarfirði. Það var auðvitað peningurinn sem var lofaður en ekkert minnst á umhverfisáhrif og laxadauða né þá staðreynd að rotnandi lax væri út um allt í hverri kví. Er það ekki frekar furðulegt að þegar stjórnmálamönnum og blaðamönnum er boðið í heimsókn þá er allt svo hreint og snyrtilegt, en svo þegar talið er að enginn sé að fylgjast með sjókvíunum þá er allt morandi í dauðum og illa leiknum laxi? Nýleg könnun leiddi í ljós að 55,6% landsmanna eru neikvæðir gagnvart sjókvíeldi og nefndu þar helst umhverfisáhrif, erfðablöndun við villta stofna og dýraníð. Í komandi kosningum verður kjörin sú ríkisstjórn sem mun breyta fiskeldislögum. Það er mikilvægara nú en nokkru sinni fyrr að Íslendingar hugi að náttúrunni og segi nei við opnu sjókvíaeldi. Ástandið er slæmt núna, en þó stendur til að nær þrefalda umfang sjókvíaeldisins. Hvernig verður það þá eiginlega? Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF).
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar