Geðheilbrigðisbylting – níu aðgerðir Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 21. september 2021 14:01 Við Píratar lítum á geðheilbrigði sem eina af grunnstoðum samfélagsins. Geðheilbrigði varðar ekki einungis heilsu og velferð einstaklingsins heldur er geðheilbrigði ákveðinn mælikvarði á heilbrigði samfélagsins sem við búum í. Síðasta ár féllu 47 sálir fyrir eigin hendi hér á landi og við þurfum byltingu í þessum málaflokki til að breyta þessari sorglegu staðreynd. Píratar vilja leiða þær aðgerðir. Geðheilbrigðisstefna Pírata er metnaðarfull og framsækin. Við vitum að það verður að bregðast við skorti á fullnægjandi þjónustu strax og það ætla Píratar að gera. Við teljum þessar aðgerðir okkar vera nauðsynlegt leiðarljós inn í heilbrigðiskerfið, þannig að við getum sagt með sannfæringu að það sé í raun og veru verið að huga að þessum mikilvæga málaflokki. Í geðheilbrigðisþjónustu ætti að leggja áherslu á forvarnir, fyrirbyggjandi aðgerðir og snemmtæka íhlutun, með nægilegu fjármagni til fyrsta og annars stigs þjónustu til að tryggja aðgengi allra að kerfinu og stytta biðlista. Styðja skal sérfræðinga við rannsóknir og þróun nýrra aðferða. Leitað verði leiða til að draga úr þvingunum og sviptingum vegna geðrænna vandkvæða. Koma þarf upp öðrum meðferðarúrræðum sem byggjast á samþykki og samvinnu. Styðja skal við réttindi notenda til að leita réttar síns gagnvart ákvörðunum um þvinganir og sviptingar. Sérmenntaðir viðbragðsaðilar bregðist við útköllum þar sem ætla má að geðræn veikindi séu til staðar. Niðurgreiða skal sálfræðiþjónustu og viðurkenndar samtalsmeðferðir til að tryggja besta mögulega aðgengi. Tryggja skal viðeigandi fjármögnun fyrir þær niðurgreiðslur. Tryggja skal réttindi og fjárhagslegan stuðning einstaklinga til að fá bestu gagnreyndu þjónustu sem stendur til boða. Tryggja skal aðgengi nemenda í grunn-, fram- og háskólum að sálfræðiþjónustu, meðal annars með því að tryggja að sálfræðingar séu til staðar innan veggja skólanna. Útfæra skal í aðalnámskrám hæfniviðmið um þekkingu á geðheilbrigði og einkennum algengra geðkvilla. Tryggja þarf aðgengi fyrir alla að geðheilbrigðisþjónustu og huga að hópum sem að hættir til að falla á milli kerfa. Búseta á ekki að koma í veg fyrir að fólk nálgist geðheilbrigðisþjónustu. Tryggja þarf fagleg og sérhæfð úrræði fyrir fólk með geðrænan vanda sem þarf bráðaaðstoð. Slík þjónusta skal vera í boði allstaðar á landinu allan sólarhringinn. Öllum sem eru með geðfötlunargreiningu skal tryggð búseta við hæfi og eftirfylgni með líðan eftir að formlegri meðferð lýkur. Tryggja skal aðstandendum viðeigandi þjónustu og fræðslu. Valdefla skal rödd notenda þjónustunnar. Notendur og fyrrum notendur skulu hafðir með í ráðum í stefnumótun á sviði geðheilbrigðisþjónustu og við útfærslu þjónustunnar. Eins og sjá má byggir geðheilbrigðisstefna Pírata á mannúð, virðingu fyrir fólki og samráði við þau sem hafa reynslu af þessum mikilvæga málaflokki. Við björgum lífum ef að við gerum þetta rétt og Píratar boða byltingu í geðheilbrigðismálum! Geðheilbrigði – ekkert kjaftæði! Höfundur er sálfræðingur og skipar þriðja sæti á lista Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Suðvesturkjördæmi Geðheilbrigði Eva Sjöfn Helgadóttir Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Við Píratar lítum á geðheilbrigði sem eina af grunnstoðum samfélagsins. Geðheilbrigði varðar ekki einungis heilsu og velferð einstaklingsins heldur er geðheilbrigði ákveðinn mælikvarði á heilbrigði samfélagsins sem við búum í. Síðasta ár féllu 47 sálir fyrir eigin hendi hér á landi og við þurfum byltingu í þessum málaflokki til að breyta þessari sorglegu staðreynd. Píratar vilja leiða þær aðgerðir. Geðheilbrigðisstefna Pírata er metnaðarfull og framsækin. Við vitum að það verður að bregðast við skorti á fullnægjandi þjónustu strax og það ætla Píratar að gera. Við teljum þessar aðgerðir okkar vera nauðsynlegt leiðarljós inn í heilbrigðiskerfið, þannig að við getum sagt með sannfæringu að það sé í raun og veru verið að huga að þessum mikilvæga málaflokki. Í geðheilbrigðisþjónustu ætti að leggja áherslu á forvarnir, fyrirbyggjandi aðgerðir og snemmtæka íhlutun, með nægilegu fjármagni til fyrsta og annars stigs þjónustu til að tryggja aðgengi allra að kerfinu og stytta biðlista. Styðja skal sérfræðinga við rannsóknir og þróun nýrra aðferða. Leitað verði leiða til að draga úr þvingunum og sviptingum vegna geðrænna vandkvæða. Koma þarf upp öðrum meðferðarúrræðum sem byggjast á samþykki og samvinnu. Styðja skal við réttindi notenda til að leita réttar síns gagnvart ákvörðunum um þvinganir og sviptingar. Sérmenntaðir viðbragðsaðilar bregðist við útköllum þar sem ætla má að geðræn veikindi séu til staðar. Niðurgreiða skal sálfræðiþjónustu og viðurkenndar samtalsmeðferðir til að tryggja besta mögulega aðgengi. Tryggja skal viðeigandi fjármögnun fyrir þær niðurgreiðslur. Tryggja skal réttindi og fjárhagslegan stuðning einstaklinga til að fá bestu gagnreyndu þjónustu sem stendur til boða. Tryggja skal aðgengi nemenda í grunn-, fram- og háskólum að sálfræðiþjónustu, meðal annars með því að tryggja að sálfræðingar séu til staðar innan veggja skólanna. Útfæra skal í aðalnámskrám hæfniviðmið um þekkingu á geðheilbrigði og einkennum algengra geðkvilla. Tryggja þarf aðgengi fyrir alla að geðheilbrigðisþjónustu og huga að hópum sem að hættir til að falla á milli kerfa. Búseta á ekki að koma í veg fyrir að fólk nálgist geðheilbrigðisþjónustu. Tryggja þarf fagleg og sérhæfð úrræði fyrir fólk með geðrænan vanda sem þarf bráðaaðstoð. Slík þjónusta skal vera í boði allstaðar á landinu allan sólarhringinn. Öllum sem eru með geðfötlunargreiningu skal tryggð búseta við hæfi og eftirfylgni með líðan eftir að formlegri meðferð lýkur. Tryggja skal aðstandendum viðeigandi þjónustu og fræðslu. Valdefla skal rödd notenda þjónustunnar. Notendur og fyrrum notendur skulu hafðir með í ráðum í stefnumótun á sviði geðheilbrigðisþjónustu og við útfærslu þjónustunnar. Eins og sjá má byggir geðheilbrigðisstefna Pírata á mannúð, virðingu fyrir fólki og samráði við þau sem hafa reynslu af þessum mikilvæga málaflokki. Við björgum lífum ef að við gerum þetta rétt og Píratar boða byltingu í geðheilbrigðismálum! Geðheilbrigði – ekkert kjaftæði! Höfundur er sálfræðingur og skipar þriðja sæti á lista Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar