Geðheilbrigðisbylting – níu aðgerðir Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 21. september 2021 14:01 Við Píratar lítum á geðheilbrigði sem eina af grunnstoðum samfélagsins. Geðheilbrigði varðar ekki einungis heilsu og velferð einstaklingsins heldur er geðheilbrigði ákveðinn mælikvarði á heilbrigði samfélagsins sem við búum í. Síðasta ár féllu 47 sálir fyrir eigin hendi hér á landi og við þurfum byltingu í þessum málaflokki til að breyta þessari sorglegu staðreynd. Píratar vilja leiða þær aðgerðir. Geðheilbrigðisstefna Pírata er metnaðarfull og framsækin. Við vitum að það verður að bregðast við skorti á fullnægjandi þjónustu strax og það ætla Píratar að gera. Við teljum þessar aðgerðir okkar vera nauðsynlegt leiðarljós inn í heilbrigðiskerfið, þannig að við getum sagt með sannfæringu að það sé í raun og veru verið að huga að þessum mikilvæga málaflokki. Í geðheilbrigðisþjónustu ætti að leggja áherslu á forvarnir, fyrirbyggjandi aðgerðir og snemmtæka íhlutun, með nægilegu fjármagni til fyrsta og annars stigs þjónustu til að tryggja aðgengi allra að kerfinu og stytta biðlista. Styðja skal sérfræðinga við rannsóknir og þróun nýrra aðferða. Leitað verði leiða til að draga úr þvingunum og sviptingum vegna geðrænna vandkvæða. Koma þarf upp öðrum meðferðarúrræðum sem byggjast á samþykki og samvinnu. Styðja skal við réttindi notenda til að leita réttar síns gagnvart ákvörðunum um þvinganir og sviptingar. Sérmenntaðir viðbragðsaðilar bregðist við útköllum þar sem ætla má að geðræn veikindi séu til staðar. Niðurgreiða skal sálfræðiþjónustu og viðurkenndar samtalsmeðferðir til að tryggja besta mögulega aðgengi. Tryggja skal viðeigandi fjármögnun fyrir þær niðurgreiðslur. Tryggja skal réttindi og fjárhagslegan stuðning einstaklinga til að fá bestu gagnreyndu þjónustu sem stendur til boða. Tryggja skal aðgengi nemenda í grunn-, fram- og háskólum að sálfræðiþjónustu, meðal annars með því að tryggja að sálfræðingar séu til staðar innan veggja skólanna. Útfæra skal í aðalnámskrám hæfniviðmið um þekkingu á geðheilbrigði og einkennum algengra geðkvilla. Tryggja þarf aðgengi fyrir alla að geðheilbrigðisþjónustu og huga að hópum sem að hættir til að falla á milli kerfa. Búseta á ekki að koma í veg fyrir að fólk nálgist geðheilbrigðisþjónustu. Tryggja þarf fagleg og sérhæfð úrræði fyrir fólk með geðrænan vanda sem þarf bráðaaðstoð. Slík þjónusta skal vera í boði allstaðar á landinu allan sólarhringinn. Öllum sem eru með geðfötlunargreiningu skal tryggð búseta við hæfi og eftirfylgni með líðan eftir að formlegri meðferð lýkur. Tryggja skal aðstandendum viðeigandi þjónustu og fræðslu. Valdefla skal rödd notenda þjónustunnar. Notendur og fyrrum notendur skulu hafðir með í ráðum í stefnumótun á sviði geðheilbrigðisþjónustu og við útfærslu þjónustunnar. Eins og sjá má byggir geðheilbrigðisstefna Pírata á mannúð, virðingu fyrir fólki og samráði við þau sem hafa reynslu af þessum mikilvæga málaflokki. Við björgum lífum ef að við gerum þetta rétt og Píratar boða byltingu í geðheilbrigðismálum! Geðheilbrigði – ekkert kjaftæði! Höfundur er sálfræðingur og skipar þriðja sæti á lista Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Suðvesturkjördæmi Geðheilbrigði Eva Sjöfn Helgadóttir Mest lesið Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Sjá meira
Við Píratar lítum á geðheilbrigði sem eina af grunnstoðum samfélagsins. Geðheilbrigði varðar ekki einungis heilsu og velferð einstaklingsins heldur er geðheilbrigði ákveðinn mælikvarði á heilbrigði samfélagsins sem við búum í. Síðasta ár féllu 47 sálir fyrir eigin hendi hér á landi og við þurfum byltingu í þessum málaflokki til að breyta þessari sorglegu staðreynd. Píratar vilja leiða þær aðgerðir. Geðheilbrigðisstefna Pírata er metnaðarfull og framsækin. Við vitum að það verður að bregðast við skorti á fullnægjandi þjónustu strax og það ætla Píratar að gera. Við teljum þessar aðgerðir okkar vera nauðsynlegt leiðarljós inn í heilbrigðiskerfið, þannig að við getum sagt með sannfæringu að það sé í raun og veru verið að huga að þessum mikilvæga málaflokki. Í geðheilbrigðisþjónustu ætti að leggja áherslu á forvarnir, fyrirbyggjandi aðgerðir og snemmtæka íhlutun, með nægilegu fjármagni til fyrsta og annars stigs þjónustu til að tryggja aðgengi allra að kerfinu og stytta biðlista. Styðja skal sérfræðinga við rannsóknir og þróun nýrra aðferða. Leitað verði leiða til að draga úr þvingunum og sviptingum vegna geðrænna vandkvæða. Koma þarf upp öðrum meðferðarúrræðum sem byggjast á samþykki og samvinnu. Styðja skal við réttindi notenda til að leita réttar síns gagnvart ákvörðunum um þvinganir og sviptingar. Sérmenntaðir viðbragðsaðilar bregðist við útköllum þar sem ætla má að geðræn veikindi séu til staðar. Niðurgreiða skal sálfræðiþjónustu og viðurkenndar samtalsmeðferðir til að tryggja besta mögulega aðgengi. Tryggja skal viðeigandi fjármögnun fyrir þær niðurgreiðslur. Tryggja skal réttindi og fjárhagslegan stuðning einstaklinga til að fá bestu gagnreyndu þjónustu sem stendur til boða. Tryggja skal aðgengi nemenda í grunn-, fram- og háskólum að sálfræðiþjónustu, meðal annars með því að tryggja að sálfræðingar séu til staðar innan veggja skólanna. Útfæra skal í aðalnámskrám hæfniviðmið um þekkingu á geðheilbrigði og einkennum algengra geðkvilla. Tryggja þarf aðgengi fyrir alla að geðheilbrigðisþjónustu og huga að hópum sem að hættir til að falla á milli kerfa. Búseta á ekki að koma í veg fyrir að fólk nálgist geðheilbrigðisþjónustu. Tryggja þarf fagleg og sérhæfð úrræði fyrir fólk með geðrænan vanda sem þarf bráðaaðstoð. Slík þjónusta skal vera í boði allstaðar á landinu allan sólarhringinn. Öllum sem eru með geðfötlunargreiningu skal tryggð búseta við hæfi og eftirfylgni með líðan eftir að formlegri meðferð lýkur. Tryggja skal aðstandendum viðeigandi þjónustu og fræðslu. Valdefla skal rödd notenda þjónustunnar. Notendur og fyrrum notendur skulu hafðir með í ráðum í stefnumótun á sviði geðheilbrigðisþjónustu og við útfærslu þjónustunnar. Eins og sjá má byggir geðheilbrigðisstefna Pírata á mannúð, virðingu fyrir fólki og samráði við þau sem hafa reynslu af þessum mikilvæga málaflokki. Við björgum lífum ef að við gerum þetta rétt og Píratar boða byltingu í geðheilbrigðismálum! Geðheilbrigði – ekkert kjaftæði! Höfundur er sálfræðingur og skipar þriðja sæti á lista Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun