Handbolti

Bjarni Ó­feigur frá­bær í sigri Skövde

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bjarni Ófegur var frábær í kvöld.
Bjarni Ófegur var frábær í kvöld. Skövde

Sænska handknattleiksliðið Skövde er komið í 8-liða úrslit sænsku bikarkeppninnar eftir öruggan sjö marka sigur á Hallby í kvöld, lokatölur 33-26. 

Skövde vann fyrri leik liðanna með fjórum mörkum og var í góðri stöðu fyrir leik kvöldsins. Sá var aldrei jafn spennandi en Skövde vann leikinn með sjö marka mun, lokatölur 33-26.

Bjarni Ófeigur fór fyrir sínum mönnum og var markahæstur allra á vellinum. Viktor Hallén, liðsfélagi Bjarna, og Gustaf Wedberg komu þar á eftir með sjö mörk hvor.

Skövde er komið í 8-liða úrslit sænsku bikarkeppninnar ásamt Helsingborg, Amo, Sävehof, Lugi, Alingsås, Kristianstad og Guif.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.