Handbolti

Þjálfari Lem­go varar við van­mati

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Florian Kehrmann, þjálfari Lemgo.
Florian Kehrmann, þjálfari Lemgo. Martin Rose/Getty Images

Valur og Lemgo mætast að Hlíðarenda í annarri umferð Evrópudeildarinnar í handbolta. Florian Kehrmann, þjálfari þýska félagsins, segir mikilvægt að sýnir menn vanmeti ekki Val.

Bjarki Már Elísson leikur með Lemgo og er þeirra helsti markaskorari. Kehrmann vonast til að íslenski hornamaðurinn og aðrir leikmenn verði með höfuðið rétt skrúfað á er leikurinn hefst að Hlíðarenda.

„Það er mjög mikilvægt að nálgast þetta verkefni af fullri alvöru, við vitum að við erum taldir sigurstranglegri en þurfum samt að vera tilbúnir og vel undirbúnir,“ sagði Kehrmann í viðtali við vefsíðu Lemgo.

Á vef Lemgo er farið yfir árangur Vals í Áskorendabikar EHF tímabilið 2019-2020. Valur fór alla leið í 8-liða úrslit en hætti keppni sökum kórónufaraldursins.

„Valur er með ungt lið sem er vel þjálfað og býr yfir miklu hraða varnarlega. Þeir verjast á mjög árásargjarnan hátt. Það kemur fyrir að þeir eru mjög þéttir fyrir en oftar en ekki eru þeir mjög árásargjarnir.“

Kehrmann er að stýra liðinu í sínum fyrsta Evrópuleik annað kvöld.

„Við verðum að standa okkur vel og venjast því að spila á erlendri grundu. Sérstaklega þegar kemur að ákvörðunum dómara leiksins en þær eru oftar en ekki öðruvísi en við eigum að venjast heima fyrir.

„Það er mikilvægt að njóta Evrópuævintýranna sem koma og nálgast þau á jákvæðan hátt. Það væri frábært ef Lemgo gæti eftir öll þessi ár loks átt fulltrúa í Evrópu,“ sagði Kehrmann að endingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×