Tryggjum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld Guðmundur Ragnarsson skrifar 20. september 2021 15:01 Áhyggjulaust ævikvöld á ekki að vera innihaldslaus frasi. Okkur ber skylda til að sjá til þess að fólkið sem hefur skapað það samfélag sem við tökum við ljúki ævi sinni í öryggi og með reisn. Það eru mannréttindi að eiga áhyggjulaust ævikvöld. Það er sorglegt hversu slæmt ástand í þjónustu og úrræðaleysi í málefnum aldraðra er að birtast okkur. Því miður er það veruleiki sem við þurfum að horfast í augu við og samfélaginu til skammar. Látum þjónustuna ná til allra Eins og staðan er núna vantar heildaryfirsýn yfir verkefnin og fjölbreyttari lausnir. Það er verið að sinna þessari þjónustu út og suður eins og fjármunir leyfa, án þess að hafa yfirsýn yfir hvernig þeir nýtast. Afleiðingin er gjarnan sú að aldraðir festast í kerfinu og ekki finnast úrræði til að leysa vandamál þeirra eða þá að þau eru hreinlega ekki fyrir hendi. Þessi málaflokkur er dýr og verður samfélaginu dýrari með hverju árinu sem líður. Því verður að tryggja varanlega fjármuni í hann og skipuleggja í heild hvernig við ætlum að láta þjónustuna nýtast sem best þeim sem þurfa á henni að halda. Hver rekur þjónustuna á ekki að vera aðaldeilumálið eða, eins og staðan er nú, að allt sé fast í þrefi á milli ríkis og sveitarfélaga um reksturinn. Fyrir utan það að tryggja grunnþjónustu þarf líka að huga að andlegri líðan þessara einstaklinga. Aldraðir hafa ekki tíma til að bíða Aldraðir hafa ekki tíma til að bíða eftir lausnum á sínum málum, það ætti öllum að vera ljóst. Þess vegna verða málefni aldraðra að vera forgangsmál við myndun næstu ríkisstjórnar, hvort sem það snýr að framfærslu eða umönnun. Mörg lifum við í þeirri trú að verið sé að sinna þessum málaflokki vel og þessir hlutir séu í lagi. Það er ekki fyrr en við lendum í því með aldraða foreldra eða ættingja að við fáum að kynnast kerfinu hér og getuleysi þess til að bjóða nauðsynleg úrræði, sérstaklega fyrir einstaklinga sem ekki hafa getu til að búa einir nema með mikilli aðstoð. Í dag eru þúsundir einstaklinga að sinna öldruðum foreldrum eða ættingjum sem eru heima vegna þess að viðeigandi þjónustu skortir. Aldraðir eiga ekki að þurfa að upplifa sig sem ölmusufólk og einangrast félagsle.a Sýnum öldruðum virðingu Þessi málaflokkur er kostnaðarsamur og því mikil freisting hjá stjórnvöldum að ná fram sparnaði í ríkisútgjöldum þar, enda þessi þjóðfélagshópur ekki mjög hávær. Hann á hinsvegar að vera hávær og minna á sig og fara fram á að fá mannúðlega meðferð. Skerðingar í eftirlaunakerfinu er eitt mesta óréttlætið sem aldraðir verða fyrir. Það hefur kallað fram mikla óvild í garð lífeyriskerfisins, þótt það hafi ekkert með þessar óréttlátu skerðingar að gera þar sem það eru stjórnvöld hverju sinni sem ákveða þær. Þess vegna þarf að endurskoða skerðingar, skattlagningu og frítekjumark fyrir eftirlaunaþega. Það er okkur til skammar að þegnar þessa lands, sem eru að ljúka sínu ævikvöldi, séu píndir svo í skerðingum og skattaálögum að þeir þurfi að velta fyrir sér hverri krónu. Sem betur fer erum við að komast á þann stað að eftirlaunaþegar eru að fá ásættanlegar greiðslur úr sínum lífeyrissjóði sér til framfærslu. Við verðum hins vegar að hækka framfærsluviðmið, draga úr skattaálögum og veita þessum þjóðfélagshópi sannarlega áhyggjulaust ævikvöld. Viðreisn er með skýra sýn í þessum málaflokki eins og í heilbrigðismálunum enda eru þessir málaflokkar samtvinnaðir. Tryggjum öllum áhyggjulaust ævikvöld og kjósum Viðreisn. Höfundur skipar fjórða sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi norður Eldri borgarar Guðmundur Ragnarsson Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Sjá meira
Áhyggjulaust ævikvöld á ekki að vera innihaldslaus frasi. Okkur ber skylda til að sjá til þess að fólkið sem hefur skapað það samfélag sem við tökum við ljúki ævi sinni í öryggi og með reisn. Það eru mannréttindi að eiga áhyggjulaust ævikvöld. Það er sorglegt hversu slæmt ástand í þjónustu og úrræðaleysi í málefnum aldraðra er að birtast okkur. Því miður er það veruleiki sem við þurfum að horfast í augu við og samfélaginu til skammar. Látum þjónustuna ná til allra Eins og staðan er núna vantar heildaryfirsýn yfir verkefnin og fjölbreyttari lausnir. Það er verið að sinna þessari þjónustu út og suður eins og fjármunir leyfa, án þess að hafa yfirsýn yfir hvernig þeir nýtast. Afleiðingin er gjarnan sú að aldraðir festast í kerfinu og ekki finnast úrræði til að leysa vandamál þeirra eða þá að þau eru hreinlega ekki fyrir hendi. Þessi málaflokkur er dýr og verður samfélaginu dýrari með hverju árinu sem líður. Því verður að tryggja varanlega fjármuni í hann og skipuleggja í heild hvernig við ætlum að láta þjónustuna nýtast sem best þeim sem þurfa á henni að halda. Hver rekur þjónustuna á ekki að vera aðaldeilumálið eða, eins og staðan er nú, að allt sé fast í þrefi á milli ríkis og sveitarfélaga um reksturinn. Fyrir utan það að tryggja grunnþjónustu þarf líka að huga að andlegri líðan þessara einstaklinga. Aldraðir hafa ekki tíma til að bíða Aldraðir hafa ekki tíma til að bíða eftir lausnum á sínum málum, það ætti öllum að vera ljóst. Þess vegna verða málefni aldraðra að vera forgangsmál við myndun næstu ríkisstjórnar, hvort sem það snýr að framfærslu eða umönnun. Mörg lifum við í þeirri trú að verið sé að sinna þessum málaflokki vel og þessir hlutir séu í lagi. Það er ekki fyrr en við lendum í því með aldraða foreldra eða ættingja að við fáum að kynnast kerfinu hér og getuleysi þess til að bjóða nauðsynleg úrræði, sérstaklega fyrir einstaklinga sem ekki hafa getu til að búa einir nema með mikilli aðstoð. Í dag eru þúsundir einstaklinga að sinna öldruðum foreldrum eða ættingjum sem eru heima vegna þess að viðeigandi þjónustu skortir. Aldraðir eiga ekki að þurfa að upplifa sig sem ölmusufólk og einangrast félagsle.a Sýnum öldruðum virðingu Þessi málaflokkur er kostnaðarsamur og því mikil freisting hjá stjórnvöldum að ná fram sparnaði í ríkisútgjöldum þar, enda þessi þjóðfélagshópur ekki mjög hávær. Hann á hinsvegar að vera hávær og minna á sig og fara fram á að fá mannúðlega meðferð. Skerðingar í eftirlaunakerfinu er eitt mesta óréttlætið sem aldraðir verða fyrir. Það hefur kallað fram mikla óvild í garð lífeyriskerfisins, þótt það hafi ekkert með þessar óréttlátu skerðingar að gera þar sem það eru stjórnvöld hverju sinni sem ákveða þær. Þess vegna þarf að endurskoða skerðingar, skattlagningu og frítekjumark fyrir eftirlaunaþega. Það er okkur til skammar að þegnar þessa lands, sem eru að ljúka sínu ævikvöldi, séu píndir svo í skerðingum og skattaálögum að þeir þurfi að velta fyrir sér hverri krónu. Sem betur fer erum við að komast á þann stað að eftirlaunaþegar eru að fá ásættanlegar greiðslur úr sínum lífeyrissjóði sér til framfærslu. Við verðum hins vegar að hækka framfærsluviðmið, draga úr skattaálögum og veita þessum þjóðfélagshópi sannarlega áhyggjulaust ævikvöld. Viðreisn er með skýra sýn í þessum málaflokki eins og í heilbrigðismálunum enda eru þessir málaflokkar samtvinnaðir. Tryggjum öllum áhyggjulaust ævikvöld og kjósum Viðreisn. Höfundur skipar fjórða sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun