Fimm atriði sem kjósendur þurfa að vita um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar 20. september 2021 14:00 Mikilvægasta málið í dag er hvernig við ætlum að stöðva hlýnun jarðarinnar sem mun að óbreyttu gera jörðina okkar sem næst óbyggilega. Við Íslendingar erum ekki undanskildir frekar en aðrir jarðarbúar. Stjórnmálin hafa ekki sinnt þessum málaflokki nægjanlega en það er kominn tími á að breyta því. Það er mikið í húfi valdir séu flokkar sem vilja taka málin föstum tökum því tíminn er að renna frá okkur. Margir hafa skoðanir á þessum málum og eðlilega eru ekki allir vel upplýstir. Hér verða taldar upp nokkrar staðreyndir sem allir kjósendur þurfa að vita. 1. Ísland er í flokki með þeim sem standa sig hvað verst Því er haldið fram reglulega í fjölmiðlum að Ísland sé á einhvern hátt til fyrirmyndar í því að taka á loftslagsvandanum. Því fer fjarri þótt mörg ágæt skref hafi vissulega verði tekin. En veruleikinn sá að nær enginn árangur hefur náðst í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) á Íslandi. Ef við skoðun losunina á hvert mannsbarn eigum við þann vafasama heiður að losa langmest af öllum löndum Evrópu (41 tonn af GHL á mann) eða rúmlega fimm sinnum meira en meðallosun í Evrópu, sem er 7 tonn á mann, og tvöfalt meira en Lúxemborg sem er þó í öðru sæti. Á heimsvísu eru örfá lönd sem losa meira per haus en við Íslendingar. Á Íslandi búa rúmlega 368.000 manns en í Noregi búa 5,4 milljónir manna en árleg heildarlosun Íslands er það mikil að hún er um þriðjungur af árlegri losun Noregs. 2. Áherslur í loftslagsmálum eru ekki þær bestu Sú aðgerð, sem flestir stjórnmálaflokkar leggja áherslu á, er að skipta um orkugjafa í samgöngum. Með því að skipta út jarðefnaeldsneyti og nota í staðinn vistvæna orkugjafa drögum við úr losun sem nemur einni milljón tonna af gróðurhúsalofttegundum á ári. Þetta er mikilvæg aðgerð en skilar samt litlum ávinningi þegar á heildina er litið. Til að setja þessa tölu í samhengi losar illa farið land, sem er að stórum hluta vegna langvarandi ofbeitar á viðkvæmum gróðursvæðum, fjórum sinnum meira af GHL á hverju einasta ári. Framræst votlendi á Íslandi losar rúmar 9 milljónir tonna af þeim 18 milljónum tonna sem teljast til heildarlosunar Íslands (með illa förnu landi), sem þýðir að árleg losun frá landi er jafn mikil og samanlögð losun frá samgöngum í 13 ár. Forgangsröðunin er því hæpin. 3. Framræst votlendi og illa farið land varla nefnt hjá sumum stjórnmálaflokkum Af orðræðu sumra stjórnmálamanna mætti halda að álverin séu mesta ástæðan fyrir því að losun á Íslandi sé eins mikil og raun ber vitni. Einn flokkur hefur gengið svo langt í loftslagsstefnunni að vilja fjölga álverum á Íslandi til að forða þeim frá því að vera byggð í Kína og knúin með kolabrennslu. Látum þessa mjög sérstöku röksemdafærslu liggja milli hluta en ef við tökum álver sem dæmi þá er árleg losun GHL frá framræstu votlendi á Íslandi sambærileg við losun frá 33 álverum eins og í Straumsvík. Hið gríðarlega mikla magn GHL sem kemur frá framræstu votlendi er varla nefnt á nafn í mörgum loftlagsstefnum stjórnmálaflokka og það sama má segja um illa farið land. Af þeim 18 milljónum tonna sem Ísland losar koma 13.3 milljónir tonna frá framræstu landi (9,3 milljónir tonna) og illa förnu landi (4 milljónir tonna). 4. Þrír stjórnmálaflokkar hafa góða stefnu í loftslagsmálum en fimm fá falleinkunn Faglegt mat á stefnu stjórnmálaflokka sem Ungir umhverfissinnar gerðu sýndi að í þessu stærsta máli samtímans eru eingöngu þrír stjórnmálaflokkar sem fá mjög góða einkunn þ.e. Viðreisn, Píratar og VG og fimm aðrir algjöra falleinkunn, þar af tveir stjórnarflokkanna, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur. 5. Neyðarástand yfirvofandi ef ekki tekst að draga hratt úr losun Samkvæmt vísindamönnum verður að draga úr losun um helming á næstu 10 árum því annars fer illa. Það þýðir á mannamáli að Ísland verður að draga úr losum sem nemur 9 milljónum tonna á næstu 10 árum. Tökum stór skref strax Forgangsröðun aðgerða hjá stjórnvöldum skiptir miklu máli ef árangur á að nást og byrja verður á stóru tölunum sem eru einnig einföldustu og ódýrustu aðgerðirnar. Það að stöðva strax beit á svæðum sem þola ekki beit ætti ekki að vera flókið mál ásamt því að stórauka landgræðslu og skógrækt. Það að loka skurðum og endurheimta votlendi á jörðum er ekki flókin aðgerð heldur. Hér þarf að horfast í augu við staðreyndir og taka ákvarðanir. Höfundur er á framboðslista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Loftslagsmál Suðvesturkjördæmi Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Mikilvægasta málið í dag er hvernig við ætlum að stöðva hlýnun jarðarinnar sem mun að óbreyttu gera jörðina okkar sem næst óbyggilega. Við Íslendingar erum ekki undanskildir frekar en aðrir jarðarbúar. Stjórnmálin hafa ekki sinnt þessum málaflokki nægjanlega en það er kominn tími á að breyta því. Það er mikið í húfi valdir séu flokkar sem vilja taka málin föstum tökum því tíminn er að renna frá okkur. Margir hafa skoðanir á þessum málum og eðlilega eru ekki allir vel upplýstir. Hér verða taldar upp nokkrar staðreyndir sem allir kjósendur þurfa að vita. 1. Ísland er í flokki með þeim sem standa sig hvað verst Því er haldið fram reglulega í fjölmiðlum að Ísland sé á einhvern hátt til fyrirmyndar í því að taka á loftslagsvandanum. Því fer fjarri þótt mörg ágæt skref hafi vissulega verði tekin. En veruleikinn sá að nær enginn árangur hefur náðst í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) á Íslandi. Ef við skoðun losunina á hvert mannsbarn eigum við þann vafasama heiður að losa langmest af öllum löndum Evrópu (41 tonn af GHL á mann) eða rúmlega fimm sinnum meira en meðallosun í Evrópu, sem er 7 tonn á mann, og tvöfalt meira en Lúxemborg sem er þó í öðru sæti. Á heimsvísu eru örfá lönd sem losa meira per haus en við Íslendingar. Á Íslandi búa rúmlega 368.000 manns en í Noregi búa 5,4 milljónir manna en árleg heildarlosun Íslands er það mikil að hún er um þriðjungur af árlegri losun Noregs. 2. Áherslur í loftslagsmálum eru ekki þær bestu Sú aðgerð, sem flestir stjórnmálaflokkar leggja áherslu á, er að skipta um orkugjafa í samgöngum. Með því að skipta út jarðefnaeldsneyti og nota í staðinn vistvæna orkugjafa drögum við úr losun sem nemur einni milljón tonna af gróðurhúsalofttegundum á ári. Þetta er mikilvæg aðgerð en skilar samt litlum ávinningi þegar á heildina er litið. Til að setja þessa tölu í samhengi losar illa farið land, sem er að stórum hluta vegna langvarandi ofbeitar á viðkvæmum gróðursvæðum, fjórum sinnum meira af GHL á hverju einasta ári. Framræst votlendi á Íslandi losar rúmar 9 milljónir tonna af þeim 18 milljónum tonna sem teljast til heildarlosunar Íslands (með illa förnu landi), sem þýðir að árleg losun frá landi er jafn mikil og samanlögð losun frá samgöngum í 13 ár. Forgangsröðunin er því hæpin. 3. Framræst votlendi og illa farið land varla nefnt hjá sumum stjórnmálaflokkum Af orðræðu sumra stjórnmálamanna mætti halda að álverin séu mesta ástæðan fyrir því að losun á Íslandi sé eins mikil og raun ber vitni. Einn flokkur hefur gengið svo langt í loftslagsstefnunni að vilja fjölga álverum á Íslandi til að forða þeim frá því að vera byggð í Kína og knúin með kolabrennslu. Látum þessa mjög sérstöku röksemdafærslu liggja milli hluta en ef við tökum álver sem dæmi þá er árleg losun GHL frá framræstu votlendi á Íslandi sambærileg við losun frá 33 álverum eins og í Straumsvík. Hið gríðarlega mikla magn GHL sem kemur frá framræstu votlendi er varla nefnt á nafn í mörgum loftlagsstefnum stjórnmálaflokka og það sama má segja um illa farið land. Af þeim 18 milljónum tonna sem Ísland losar koma 13.3 milljónir tonna frá framræstu landi (9,3 milljónir tonna) og illa förnu landi (4 milljónir tonna). 4. Þrír stjórnmálaflokkar hafa góða stefnu í loftslagsmálum en fimm fá falleinkunn Faglegt mat á stefnu stjórnmálaflokka sem Ungir umhverfissinnar gerðu sýndi að í þessu stærsta máli samtímans eru eingöngu þrír stjórnmálaflokkar sem fá mjög góða einkunn þ.e. Viðreisn, Píratar og VG og fimm aðrir algjöra falleinkunn, þar af tveir stjórnarflokkanna, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur. 5. Neyðarástand yfirvofandi ef ekki tekst að draga hratt úr losun Samkvæmt vísindamönnum verður að draga úr losun um helming á næstu 10 árum því annars fer illa. Það þýðir á mannamáli að Ísland verður að draga úr losum sem nemur 9 milljónum tonna á næstu 10 árum. Tökum stór skref strax Forgangsröðun aðgerða hjá stjórnvöldum skiptir miklu máli ef árangur á að nást og byrja verður á stóru tölunum sem eru einnig einföldustu og ódýrustu aðgerðirnar. Það að stöðva strax beit á svæðum sem þola ekki beit ætti ekki að vera flókið mál ásamt því að stórauka landgræðslu og skógrækt. Það að loka skurðum og endurheimta votlendi á jörðum er ekki flókin aðgerð heldur. Hér þarf að horfast í augu við staðreyndir og taka ákvarðanir. Höfundur er á framboðslista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun