Samfylkingin í sókn Logi Einarsson skrifar 20. september 2021 11:01 Jafnaðarmenn finna mikinn meðbyr víða um þessar mundir. Eftir norsku þingkosningarnar í síðustu viku munu jafnaðarmenn leiða ríkisstjórnir allra hinna Norðurlandanna. Það stefnir í stórsigur í Þýskalandi næsta sunnudag. Og Ísland getur bæst í hópinn. Þennan meðbyr finnum við í Samfylkingunni líka; markmið okkar um að mynda aðra og betri ríkisstjórn virðist í sjónmáli samkvæmt síðustu könnunum. Almenningur getur ekki búið við sömu ríkisstjórn fjögur ár til viðbótar: Áframhaldandi sérhagsmunagæslu, veiðigjöld sem eru lægri en tóbaksgjöld og skattastefnu sem hyglar ríkasta fólksins í samfélaginu. Stefnuleysi og vanfjármögnun í heilbrigðiskerfinu og metnaðarleysi í loftslagsmálum. Þúsundir barnafjölskyldna eiga ekki að þurfa að vera í basli um hver einustu mánaðamót og öryrkjar og stórir hópar eldra fólks eiga ekki að búa áfram við sömu sultarkjörin næstu fjögur árin. Við eigum ekki að sætta okkur við að þjóðarviljinn sé áfram virtur að vettugi í stórum málum og harðneskja sýnd í málefnum fólks á flótta. Nú er komið að almenningi. Dauðafæri til að breyta Góðu fréttirnar eru að við erum í dauðafæri að breyta þessu öllu. Við getum kosið aðgerðir fyrir venjulegt fólk í daglegu basli við að veita börnum sínum betra líf. Kosið að hækka barnabætur og lækka skattbyrði barnafólks, öryrkja og eldra fólks með því að klípa örlítið af allra auðugasta fólkinu í samfélaginu. Kosið að koma böndum á brjálaðan húsnæðismarkað svo allir geti eignast öruggt heimili. Kosið að stytta biðlista og aðrar umbætur í heilbrigðismálum. Kosið alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Allt þetta er hægt. Ef þú kýst. Það skiptir máli með hverjum þú stjórnar En þá verður þú að leggjast á árar með okkur og kjósa Samfylkinguna. Þá skiptir mestu máli fyrir hverja er stjórnað. Og þá skiptir máli með hverjum er stjórnað. Það er sögulegt tækifæri til að mynda trausta og öfluga ríkisstjórn, án Sjálfstæðisflokksins, sem setur fjölskyldur í forgang og ræðst í alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Höfnum fjórum árum til viðbótar af aðgerðaleysi og kyrrstöðu. Kjósum betra líf fyrir þig, þína fjölskyldu og komandi kynslóðir. Kjósum Samfylkinguna – jafnaðarmannaflokk Íslands. Höfundur er formaður Samfyllkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Logi Einarsson Samfylkingin Norðausturkjördæmi Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Jafnaðarmenn finna mikinn meðbyr víða um þessar mundir. Eftir norsku þingkosningarnar í síðustu viku munu jafnaðarmenn leiða ríkisstjórnir allra hinna Norðurlandanna. Það stefnir í stórsigur í Þýskalandi næsta sunnudag. Og Ísland getur bæst í hópinn. Þennan meðbyr finnum við í Samfylkingunni líka; markmið okkar um að mynda aðra og betri ríkisstjórn virðist í sjónmáli samkvæmt síðustu könnunum. Almenningur getur ekki búið við sömu ríkisstjórn fjögur ár til viðbótar: Áframhaldandi sérhagsmunagæslu, veiðigjöld sem eru lægri en tóbaksgjöld og skattastefnu sem hyglar ríkasta fólksins í samfélaginu. Stefnuleysi og vanfjármögnun í heilbrigðiskerfinu og metnaðarleysi í loftslagsmálum. Þúsundir barnafjölskyldna eiga ekki að þurfa að vera í basli um hver einustu mánaðamót og öryrkjar og stórir hópar eldra fólks eiga ekki að búa áfram við sömu sultarkjörin næstu fjögur árin. Við eigum ekki að sætta okkur við að þjóðarviljinn sé áfram virtur að vettugi í stórum málum og harðneskja sýnd í málefnum fólks á flótta. Nú er komið að almenningi. Dauðafæri til að breyta Góðu fréttirnar eru að við erum í dauðafæri að breyta þessu öllu. Við getum kosið aðgerðir fyrir venjulegt fólk í daglegu basli við að veita börnum sínum betra líf. Kosið að hækka barnabætur og lækka skattbyrði barnafólks, öryrkja og eldra fólks með því að klípa örlítið af allra auðugasta fólkinu í samfélaginu. Kosið að koma böndum á brjálaðan húsnæðismarkað svo allir geti eignast öruggt heimili. Kosið að stytta biðlista og aðrar umbætur í heilbrigðismálum. Kosið alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Allt þetta er hægt. Ef þú kýst. Það skiptir máli með hverjum þú stjórnar En þá verður þú að leggjast á árar með okkur og kjósa Samfylkinguna. Þá skiptir mestu máli fyrir hverja er stjórnað. Og þá skiptir máli með hverjum er stjórnað. Það er sögulegt tækifæri til að mynda trausta og öfluga ríkisstjórn, án Sjálfstæðisflokksins, sem setur fjölskyldur í forgang og ræðst í alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Höfnum fjórum árum til viðbótar af aðgerðaleysi og kyrrstöðu. Kjósum betra líf fyrir þig, þína fjölskyldu og komandi kynslóðir. Kjósum Samfylkinguna – jafnaðarmannaflokk Íslands. Höfundur er formaður Samfyllkingarinnar.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun