UNICEF: Tryggja þarf jafnan rétt stúlkna til náms í Afganistan Heimsljós 20. september 2021 10:38 Unicef „Hver dagur sem stúlkur eru sviptar rétti sínum til menntunar er glatað tækifæri fyrir þær, fjölskyldur þeirra og samfélög.“ UNICEF fagnar því að skólar séu að opna aftur víða í Afganistan eftir að hafa verið lokaðir svo mánuðum skiptir vegna COVID-19. Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF, segir þó mikið áhyggjuefni ef skilja á stúlkur eftir í þeirri ákvörðun. „Við höfum miklar áhyggjur af því hversu margar stúlkur fá ekki að snúa aftur til náms núna. Það má ekki gerast að stúlkur verði skildar eftir. Það er algjörlega nauðsynlegt að stúlkur, þar með taldar eldri stúlkur, fái að halda menntun sinni áfram án tafa. Til að það gerist þurfum við kvenkyns kennara aftur til starfa,“ segir Fore í yfirlýsingu. Í frétt á vef UNICEF á Íslandi bendir hún á að fyrir núverandi mannúðarkrísu í Afganistan hafi 4,2 milljónir barna ekki verið skráð í skóla. 60 prósent þeirra stúlkur. „Hver dagur sem stúlkur eru sviptar rétti sínum til menntunar er glatað tækifæri fyrir þær, fjölskyldur þeirra og samfélög.“ Menntamál í Afganistan hafa tekið þó nokkrum framförum síðustu tvo áratugi. Fjöldi skóla hefur þrefaldast og námsmönnum fjölgað úr einni milljón í 9,5 milljónir. „Þetta eru mikilvægar umbætur fyrir afgönsk börn sem við verðum að sýna virðingu og verja. UNICEF hvetur til að réttur allra barna til náms í Afganistan verði virtur. UNICEF mun halda áfram baráttu sinni og réttindagæslu til að tryggja jafnan rétt stúlkna og drengja til náms og tækifæra í friðsælu og uppbyggilegu Afganistan,“ segir Fore að lokum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent
UNICEF fagnar því að skólar séu að opna aftur víða í Afganistan eftir að hafa verið lokaðir svo mánuðum skiptir vegna COVID-19. Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF, segir þó mikið áhyggjuefni ef skilja á stúlkur eftir í þeirri ákvörðun. „Við höfum miklar áhyggjur af því hversu margar stúlkur fá ekki að snúa aftur til náms núna. Það má ekki gerast að stúlkur verði skildar eftir. Það er algjörlega nauðsynlegt að stúlkur, þar með taldar eldri stúlkur, fái að halda menntun sinni áfram án tafa. Til að það gerist þurfum við kvenkyns kennara aftur til starfa,“ segir Fore í yfirlýsingu. Í frétt á vef UNICEF á Íslandi bendir hún á að fyrir núverandi mannúðarkrísu í Afganistan hafi 4,2 milljónir barna ekki verið skráð í skóla. 60 prósent þeirra stúlkur. „Hver dagur sem stúlkur eru sviptar rétti sínum til menntunar er glatað tækifæri fyrir þær, fjölskyldur þeirra og samfélög.“ Menntamál í Afganistan hafa tekið þó nokkrum framförum síðustu tvo áratugi. Fjöldi skóla hefur þrefaldast og námsmönnum fjölgað úr einni milljón í 9,5 milljónir. „Þetta eru mikilvægar umbætur fyrir afgönsk börn sem við verðum að sýna virðingu og verja. UNICEF hvetur til að réttur allra barna til náms í Afganistan verði virtur. UNICEF mun halda áfram baráttu sinni og réttindagæslu til að tryggja jafnan rétt stúlkna og drengja til náms og tækifæra í friðsælu og uppbyggilegu Afganistan,“ segir Fore að lokum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent