Hvar er heimilislæknirinn minn? Unnur Rán Reynisdóttir skrifar 20. september 2021 09:30 Íbúum á Suðurnesjunum hefur undanfarin ár fjölgað mun hraðar en í öðrum landshlutum. Undirrituð hefur lagt sín lóð á vogarskálarnar þegar hún flutti með sín 4 börn í Reykjanesbæ fyrir ekki svo löngu síðan. Nýbúinn sér fljótt að best er að halda sem fastast í sinn gamla heimilislækni, þrátt fyrir að hann sé staðsettur í öðru sveitarfélagi og það muni taka að minnsta kosti 50 mínútur að komast til hans. Þetta geri fjöldi fólks sem annað hvort heldur í sinn gamla lækni eða leitar á náðir einkarekinna heilsugæslna á höfuðborgarsvæðinu. Hvers vegna?Það er ekki vegna þess að læknar og heilbrigðisstarfsfólk á Suðurnesjunum sé svona vanhæft og slæmt. Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að við á Suðurnesjunum höfum verið svelt af ríkinu þegar kemur að þessum málaflokki. Þetta fjársvelti veldur því að ómögulegt er fyrir heilsugæsluna að sinna þessu ört vaxandi svæði sem skyldi. Fjársveltið hefur þær afleiðingar í för með sér að við á Suðurnesjunum erum orðin skólabókardæmi um þann vítahring sem getur skapast við þessar aðstæður. Nú korter í kosningar þeysast núverandi ráðherrar fram á völlinn og dásama hversu stórkostlega hluti þeir hafa gert fyrir heilsugæslu hér á svæðinu. Við, íbúarnir, finnum ekki fyrir því og eins og sjá má mun ný bygging ekki leysa allan vandann.Suðurnesin eru ekki eina dæmið um þetta ástand, heldur það sem stendur mér næst, þetta dæmi má heimfæra á landsbyggðina alla. Oftar en ekki er mönnun heilbrigðisstofnana í lágmarki á meðan fjöldi skjólstæðinga er í hámarki, sem veldur því að starfsumhverfið verður ómanneskjulegt og óboðlegt. Mikilvægi heimilislækna Það er öllum mikilvægt að hafa sinn eigin heimilislækni í heimabyggð. Lækni sem setur sig inn í mál skjólstæðinga sinna og tryggir samfellu í þjónustu. Lækni sem veit hvað hefur verið prófað og gerir plön fyrir næstu skref. Þekkir sögu skjólstæðinga sinna í þaula. Það er erfitt fyrir sjúklinga að ganga milli margra mismunandi lækna og heilbrigðisstofnanna og segja sögu sína endurtekið. Það eykur líkur á að meðferð við vandamálum verði ómarkviss og skjólstæðingar enda með að þurfa að meta sjálfir hvaða ólíku ráðum skuli fylgja. Þetta reynist fólki sérstaklega erfitt sem á ekki sterkt stuðningsnet, sem og þeim sem glíma við andleg veikindi. Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður fólks. Það eru skilaboðin sem við fáum en raunin er önnur, eins og við þekkjum mörg. Á heilsugæslunni á að geta farið fram teymisvinna um ákveðin mál, til að mynda með félagsþjónustu, sálfræðiþjónustu o.s.frv. Þannig er mögulegt að vinna að samþættingu þjónustu fyrir hvern einasta skjólstæðing. Þetta fyrirkomulag minnkar að sama skapi hættu á að mistök verði gerð. Sérfræðingar á mismunandi sviðum eru í samskiptum um meðferð hvers og eins og skjólstæðingar njóta þannig margþættrar þjónustu á einum stað í nærumhverfi sínu. Heimilislæknirinn er síðan eins og miðpunktur fyrir sjúklinga hvort sem er í samskiptum við sérfræðilækna eða aðra sérfræðinga. Þannig skapast öryggi og utanumhald um sjúklinginn. Í mörgum löndum, líkt og t.d. Danmörku gegna heimilislæknar lykilhlutverki í að halda utan um mál skjólstæðinga. Þeir fá upplýsingar frá öðrum stofnunum um komur skjólstæðinga sinna og geta því fljótt fengið yfirsýn yfir stöðu hvers og eins. Á Íslandi, hins vegar, þurfum við sjálf að passa upp á okkar mál. Við þurfum sjálf að vera milliliðar um samskipti milli sérfræðinga og heilbrigðisstofnana og í raun vera sérfræðingurinn í okkar málum. En fólk yfir höfuð er ekki sérfræðingar, heilbrigðisstarfsfólk o.s.frv. Við höfum engar faglegar forsendur til að taka á okkur þessa ábyrgð sérfræðinga. Við þekkjum þetta vandamál vel hér á Suðurnesjum. Hér er ómögulegt að fá sinn eigin heimilislækni. Einstaklingar neyðast til að leita til mismunandi lækna í hvert sinn, halda gömlum heimilislæknum sem ekki eru staðsettir í heimabyggð eða jafnvel leita til einkarekinna heilsugæsla, einnig á höfuðborgarsvæðinu. Óöryggið sem fylgir þessu er gríðarlegt, biðin eftir læknistíma löng og við höfum ekki hugmynd um hjá hvaða lækni við lendum. Þessi langa bið eftir tíma á heilsugæslunni veldur því gjarnan að við neyðumst til að panta tíma á síðdegisvaktinni. Sem þýðir að greiða þarf yfir 3.000 krónur fyrir læknisheimsóknina í stað 500 króna á dagvinnutíma. Eins getum við ekki stólað á að fá öll vottorð og grunnþjónustu sem við þurfum í heimabyggð eða þurfum við að bíða margar vikur og gera okkur bæjarferð til þess? En hvað er til ráða? Við þurfum að standa saman við að bæta orðspor HSS. Við þurfum að standa vörð um þann dýrmæta auð sem starfsfólk stofnunarinnar er. Þegar starfsfólki er boðið upp á ofurmannlegt álag er ekki spennandi að sækja um starf hjá stofnuninni. Sem dæmi má nefna hefur gengið erfiðlega að ráða til starfa sálfræðinga á stofnuninni. Launin eru lakari en á höfuðborgarsvæðinu, þar sem flestir sálfræðingar landsins búa. Biðlistar lengjast og íbúar neyðast til að sækja þjónustuna annað. Sósíalistar gera skýra kröfu í komandi Alþingiskosningum, hún er einfaldlega sú að heilsugæsla í kjördæminu verði færð heim.Tryggja þarf að læknir sé á vakt í öllum helstu byggðakjörnum og að íbúar þurfi ekki að ferðast lengri leiðir til þess að sækja grunnþjónustu á heilsugæslu. Það þarf að taka skýra stefnu í mönnun heilbrigðisstofnana, með það að markmiði að álag, eitt og sér, komi ekki í veg fyrir að fólk ráði sig þar til starfa. Heilbrigðisstofnanir eiga að vera aðlaðandi vinnustaðir þar sem starfsfólki er gert kleift að veita skjólstæðingum sínum sem besta þjónustu. Heilbrigðisþjónusta á þar að auki að vera gjaldfrjáls. Höfundur skipar fimmta sæti á J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Sósíalistaflokkurinn Suðurkjördæmi Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Mest lesið Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Sjá meira
Íbúum á Suðurnesjunum hefur undanfarin ár fjölgað mun hraðar en í öðrum landshlutum. Undirrituð hefur lagt sín lóð á vogarskálarnar þegar hún flutti með sín 4 börn í Reykjanesbæ fyrir ekki svo löngu síðan. Nýbúinn sér fljótt að best er að halda sem fastast í sinn gamla heimilislækni, þrátt fyrir að hann sé staðsettur í öðru sveitarfélagi og það muni taka að minnsta kosti 50 mínútur að komast til hans. Þetta geri fjöldi fólks sem annað hvort heldur í sinn gamla lækni eða leitar á náðir einkarekinna heilsugæslna á höfuðborgarsvæðinu. Hvers vegna?Það er ekki vegna þess að læknar og heilbrigðisstarfsfólk á Suðurnesjunum sé svona vanhæft og slæmt. Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að við á Suðurnesjunum höfum verið svelt af ríkinu þegar kemur að þessum málaflokki. Þetta fjársvelti veldur því að ómögulegt er fyrir heilsugæsluna að sinna þessu ört vaxandi svæði sem skyldi. Fjársveltið hefur þær afleiðingar í för með sér að við á Suðurnesjunum erum orðin skólabókardæmi um þann vítahring sem getur skapast við þessar aðstæður. Nú korter í kosningar þeysast núverandi ráðherrar fram á völlinn og dásama hversu stórkostlega hluti þeir hafa gert fyrir heilsugæslu hér á svæðinu. Við, íbúarnir, finnum ekki fyrir því og eins og sjá má mun ný bygging ekki leysa allan vandann.Suðurnesin eru ekki eina dæmið um þetta ástand, heldur það sem stendur mér næst, þetta dæmi má heimfæra á landsbyggðina alla. Oftar en ekki er mönnun heilbrigðisstofnana í lágmarki á meðan fjöldi skjólstæðinga er í hámarki, sem veldur því að starfsumhverfið verður ómanneskjulegt og óboðlegt. Mikilvægi heimilislækna Það er öllum mikilvægt að hafa sinn eigin heimilislækni í heimabyggð. Lækni sem setur sig inn í mál skjólstæðinga sinna og tryggir samfellu í þjónustu. Lækni sem veit hvað hefur verið prófað og gerir plön fyrir næstu skref. Þekkir sögu skjólstæðinga sinna í þaula. Það er erfitt fyrir sjúklinga að ganga milli margra mismunandi lækna og heilbrigðisstofnanna og segja sögu sína endurtekið. Það eykur líkur á að meðferð við vandamálum verði ómarkviss og skjólstæðingar enda með að þurfa að meta sjálfir hvaða ólíku ráðum skuli fylgja. Þetta reynist fólki sérstaklega erfitt sem á ekki sterkt stuðningsnet, sem og þeim sem glíma við andleg veikindi. Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður fólks. Það eru skilaboðin sem við fáum en raunin er önnur, eins og við þekkjum mörg. Á heilsugæslunni á að geta farið fram teymisvinna um ákveðin mál, til að mynda með félagsþjónustu, sálfræðiþjónustu o.s.frv. Þannig er mögulegt að vinna að samþættingu þjónustu fyrir hvern einasta skjólstæðing. Þetta fyrirkomulag minnkar að sama skapi hættu á að mistök verði gerð. Sérfræðingar á mismunandi sviðum eru í samskiptum um meðferð hvers og eins og skjólstæðingar njóta þannig margþættrar þjónustu á einum stað í nærumhverfi sínu. Heimilislæknirinn er síðan eins og miðpunktur fyrir sjúklinga hvort sem er í samskiptum við sérfræðilækna eða aðra sérfræðinga. Þannig skapast öryggi og utanumhald um sjúklinginn. Í mörgum löndum, líkt og t.d. Danmörku gegna heimilislæknar lykilhlutverki í að halda utan um mál skjólstæðinga. Þeir fá upplýsingar frá öðrum stofnunum um komur skjólstæðinga sinna og geta því fljótt fengið yfirsýn yfir stöðu hvers og eins. Á Íslandi, hins vegar, þurfum við sjálf að passa upp á okkar mál. Við þurfum sjálf að vera milliliðar um samskipti milli sérfræðinga og heilbrigðisstofnana og í raun vera sérfræðingurinn í okkar málum. En fólk yfir höfuð er ekki sérfræðingar, heilbrigðisstarfsfólk o.s.frv. Við höfum engar faglegar forsendur til að taka á okkur þessa ábyrgð sérfræðinga. Við þekkjum þetta vandamál vel hér á Suðurnesjum. Hér er ómögulegt að fá sinn eigin heimilislækni. Einstaklingar neyðast til að leita til mismunandi lækna í hvert sinn, halda gömlum heimilislæknum sem ekki eru staðsettir í heimabyggð eða jafnvel leita til einkarekinna heilsugæsla, einnig á höfuðborgarsvæðinu. Óöryggið sem fylgir þessu er gríðarlegt, biðin eftir læknistíma löng og við höfum ekki hugmynd um hjá hvaða lækni við lendum. Þessi langa bið eftir tíma á heilsugæslunni veldur því gjarnan að við neyðumst til að panta tíma á síðdegisvaktinni. Sem þýðir að greiða þarf yfir 3.000 krónur fyrir læknisheimsóknina í stað 500 króna á dagvinnutíma. Eins getum við ekki stólað á að fá öll vottorð og grunnþjónustu sem við þurfum í heimabyggð eða þurfum við að bíða margar vikur og gera okkur bæjarferð til þess? En hvað er til ráða? Við þurfum að standa saman við að bæta orðspor HSS. Við þurfum að standa vörð um þann dýrmæta auð sem starfsfólk stofnunarinnar er. Þegar starfsfólki er boðið upp á ofurmannlegt álag er ekki spennandi að sækja um starf hjá stofnuninni. Sem dæmi má nefna hefur gengið erfiðlega að ráða til starfa sálfræðinga á stofnuninni. Launin eru lakari en á höfuðborgarsvæðinu, þar sem flestir sálfræðingar landsins búa. Biðlistar lengjast og íbúar neyðast til að sækja þjónustuna annað. Sósíalistar gera skýra kröfu í komandi Alþingiskosningum, hún er einfaldlega sú að heilsugæsla í kjördæminu verði færð heim.Tryggja þarf að læknir sé á vakt í öllum helstu byggðakjörnum og að íbúar þurfi ekki að ferðast lengri leiðir til þess að sækja grunnþjónustu á heilsugæslu. Það þarf að taka skýra stefnu í mönnun heilbrigðisstofnana, með það að markmiði að álag, eitt og sér, komi ekki í veg fyrir að fólk ráði sig þar til starfa. Heilbrigðisstofnanir eiga að vera aðlaðandi vinnustaðir þar sem starfsfólki er gert kleift að veita skjólstæðingum sínum sem besta þjónustu. Heilbrigðisþjónusta á þar að auki að vera gjaldfrjáls. Höfundur skipar fimmta sæti á J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun