Tökum í hornin á tudda Aldís Schram skrifar 18. september 2021 08:00 „Metoo - og hvað svo?“ Erlendis eru þeir barnaníðingar sem í skjóli valdastöðu sinnar hafa áratugum saman komist upp með glæpinn nú sóttir til saka og sekir fundnir. Hér á landi hafa kynferðisbrotaþolar í þúsundatali verið rændir rétti sínum til að leggja fram kæru vegna fyrningarákvæða almennnra hegningarlaga er halda hlífiskildi yfir þeim sem ódæðin frömdu fyrir árið 2007 - og gerendurnir leika lausum hala. Hvað svo varðar þá brotaþola sem geta rekið réttar síns, láta nú 90% þeirra það ógert og ekki nema von því af þessum 10% kynferðisbrotamála sem rata inn á borð lögreglu eru 83% felld niður og 13% til lykta leidd með sakfellingu. Þetta réttarkerfi - sem er aðalástæða þess að við metoo-konur stigum fram, er það kerfi sem níðingarnir hampa ásamt málpípum sínum, þá þeir ávæna okkur um lygar, gargandi í kór: „Við búum í réttarríki.“ Sem er allsendis véfengjanlegt enda hafa nú níu konur á vegum Stígamóta lagt fram kæru vegna niðurfelldra kynferðisbrotamála til Mannréttindadómstóls Evrópu á hendur íslenska ríkinu, þar sem kæruefnið er m.a. þetta: Rannsókn lögreglu tók almennt of langan tíma. Mál fyrntist í höndum lögreglu á meðan það var til rannsóknar. Vitni sem höfðu lykilþýðingu í málum voru ekki boðuð í skýrslutöku og litið var fram hjá skýrslu þeirra vitna er studdu frásögn brotaþola. Framlögð sönnunargögn, sbr. votttorð sálfræðings um brotaþola, voru léttvæg fundin. Játningar sakborninga voru, að því er virðist, að engu hafðar. Neitun sakbornings virðist vega þyngra en framburður brotaþola. Ákæruvaldið hefur, með því að meta sönnunargögn brotaþola sem ófullnægjandi og fella mál þeirra niður, ranglega tekið sér dómsvavald og svipt þá rétti til málsmeðferðar fyrir dómi. Réttindi kvennanna skv. Mannréttindasáttmálanum voru ekki tryggð þar sem ákæruvaldið rannsakaði ekki mál þeirra nægilega og þær höfðu því engin raunhæf úrræði til að leita réttar síns fyrir dómstólum, enda hefur einungis ríkið saksóknaraðild. Íslenska ríkið brýtur m.ö.o. „kerfisbundið“ gegn rétti kvenna sem kæra kynbundið ofbeldi og „bregst þannig skyldum sínum“ til að tryggja rétt þeirra til réttlátrar málsmeðferðerðar samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu, eins og segir í yfirlýsingu 13 kvenna- og jafnréttissamtaka þann 8. mars sl. en jafnframt hafa eftirlitsnefndir Sameinuðu þjóðanna lýst því yfir að það sé áhyggjuefni hversu vægt sé tekið á kynbundnu ofbeldi innan íslenska réttarkerfisins. Þetta rangláta réttarvörslukerfi er brotaþolum áfall á áfall ofan og tefur bataferlið enda er viðurkenning á því að brotið hafi verið framið, forsenda þess að þeir geti fengið meina sinna bót (sem og gerendurnir). Yfirvöldum ber skylda til að uppræta þann smánarblett sem kynbundið ofbeldi er á íslensku samfélagi og tryggja stjórnarskrárvarin réttindi þeirra til mannhelgi og jafnréttis. Breyta þarf lögum, þ.m.t. þeim sem kveða svo á um að brotaþoli skuli hafa stöðu vitnis, þess valdandi að hann - sem með réttu ætti að hafa aðild að málinu, hefur takmarkaðan rétt til að fylgjast með framgangi málsins og gera athugasemdir, enda hefur lögreglan verið staðin að því, eftir niðurfellingu máls, að hylma yfir hin kærðu brot í „samantekt“ sinni um munnlega skýrslutöku - eins og dómsmálráðherrann og forverar hans hafa verið upplýstir um og þeir skellt við skollaeyrum, rétt eins og forsætisráðherrann. Kynferðisbrot eru grafalvarleg brot sem a.m.k. þriðja hver kona hér á landi hefur liðið og fimmti hver karlmaður. Hundruð manns eru fórnarlömb kynferðisofbeldis árlega og heimilisofbeldi hefur stóraukist síðustu mánuði, á vakt núverandi yfirvalda. Það er ólíðandi. Góðu fréttirnar eru þær að nú býður fram til Alþingis stjórnmálaflokkur sem lætur sig varða um náungann eins og sést á tilboði Sósíalistaflokksins til kjósenda þar sem m.a. er lagt til að sett verði á laggirnar ofbeldiseftirlit og sjálfstæð ákærustofnun sem sérhæfi sig í rannsókn og málsmeðferð kynbundinna ofbeldismála. Sameinuð, undir fána samkenndar, samstöðu og samvinnu, flytjum við fjöll. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi Sósíalistaflokksins í NV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Kynferðisofbeldi MeToo Dómstólar Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
„Metoo - og hvað svo?“ Erlendis eru þeir barnaníðingar sem í skjóli valdastöðu sinnar hafa áratugum saman komist upp með glæpinn nú sóttir til saka og sekir fundnir. Hér á landi hafa kynferðisbrotaþolar í þúsundatali verið rændir rétti sínum til að leggja fram kæru vegna fyrningarákvæða almennnra hegningarlaga er halda hlífiskildi yfir þeim sem ódæðin frömdu fyrir árið 2007 - og gerendurnir leika lausum hala. Hvað svo varðar þá brotaþola sem geta rekið réttar síns, láta nú 90% þeirra það ógert og ekki nema von því af þessum 10% kynferðisbrotamála sem rata inn á borð lögreglu eru 83% felld niður og 13% til lykta leidd með sakfellingu. Þetta réttarkerfi - sem er aðalástæða þess að við metoo-konur stigum fram, er það kerfi sem níðingarnir hampa ásamt málpípum sínum, þá þeir ávæna okkur um lygar, gargandi í kór: „Við búum í réttarríki.“ Sem er allsendis véfengjanlegt enda hafa nú níu konur á vegum Stígamóta lagt fram kæru vegna niðurfelldra kynferðisbrotamála til Mannréttindadómstóls Evrópu á hendur íslenska ríkinu, þar sem kæruefnið er m.a. þetta: Rannsókn lögreglu tók almennt of langan tíma. Mál fyrntist í höndum lögreglu á meðan það var til rannsóknar. Vitni sem höfðu lykilþýðingu í málum voru ekki boðuð í skýrslutöku og litið var fram hjá skýrslu þeirra vitna er studdu frásögn brotaþola. Framlögð sönnunargögn, sbr. votttorð sálfræðings um brotaþola, voru léttvæg fundin. Játningar sakborninga voru, að því er virðist, að engu hafðar. Neitun sakbornings virðist vega þyngra en framburður brotaþola. Ákæruvaldið hefur, með því að meta sönnunargögn brotaþola sem ófullnægjandi og fella mál þeirra niður, ranglega tekið sér dómsvavald og svipt þá rétti til málsmeðferðar fyrir dómi. Réttindi kvennanna skv. Mannréttindasáttmálanum voru ekki tryggð þar sem ákæruvaldið rannsakaði ekki mál þeirra nægilega og þær höfðu því engin raunhæf úrræði til að leita réttar síns fyrir dómstólum, enda hefur einungis ríkið saksóknaraðild. Íslenska ríkið brýtur m.ö.o. „kerfisbundið“ gegn rétti kvenna sem kæra kynbundið ofbeldi og „bregst þannig skyldum sínum“ til að tryggja rétt þeirra til réttlátrar málsmeðferðerðar samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu, eins og segir í yfirlýsingu 13 kvenna- og jafnréttissamtaka þann 8. mars sl. en jafnframt hafa eftirlitsnefndir Sameinuðu þjóðanna lýst því yfir að það sé áhyggjuefni hversu vægt sé tekið á kynbundnu ofbeldi innan íslenska réttarkerfisins. Þetta rangláta réttarvörslukerfi er brotaþolum áfall á áfall ofan og tefur bataferlið enda er viðurkenning á því að brotið hafi verið framið, forsenda þess að þeir geti fengið meina sinna bót (sem og gerendurnir). Yfirvöldum ber skylda til að uppræta þann smánarblett sem kynbundið ofbeldi er á íslensku samfélagi og tryggja stjórnarskrárvarin réttindi þeirra til mannhelgi og jafnréttis. Breyta þarf lögum, þ.m.t. þeim sem kveða svo á um að brotaþoli skuli hafa stöðu vitnis, þess valdandi að hann - sem með réttu ætti að hafa aðild að málinu, hefur takmarkaðan rétt til að fylgjast með framgangi málsins og gera athugasemdir, enda hefur lögreglan verið staðin að því, eftir niðurfellingu máls, að hylma yfir hin kærðu brot í „samantekt“ sinni um munnlega skýrslutöku - eins og dómsmálráðherrann og forverar hans hafa verið upplýstir um og þeir skellt við skollaeyrum, rétt eins og forsætisráðherrann. Kynferðisbrot eru grafalvarleg brot sem a.m.k. þriðja hver kona hér á landi hefur liðið og fimmti hver karlmaður. Hundruð manns eru fórnarlömb kynferðisofbeldis árlega og heimilisofbeldi hefur stóraukist síðustu mánuði, á vakt núverandi yfirvalda. Það er ólíðandi. Góðu fréttirnar eru þær að nú býður fram til Alþingis stjórnmálaflokkur sem lætur sig varða um náungann eins og sést á tilboði Sósíalistaflokksins til kjósenda þar sem m.a. er lagt til að sett verði á laggirnar ofbeldiseftirlit og sjálfstæð ákærustofnun sem sérhæfi sig í rannsókn og málsmeðferð kynbundinna ofbeldismála. Sameinuð, undir fána samkenndar, samstöðu og samvinnu, flytjum við fjöll. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi Sósíalistaflokksins í NV-kjördæmi.
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun