Vísbendingar um hægari efnahagsbata Eiður Þór Árnason skrifar 17. september 2021 10:29 Áframhaldandi óvissa er sögð ríkja um þróun ferðaþjónustunnar og framgang faraldursins erlendis. Vísir/Vilhelm Leiðandi hagvísir Analytica hækkaði í ágúst og hefur ekki verið hærri síðan í ársbyrjun 2019. Er þetta ellefti mánuðurinn í röð sem hagvísirinn hækkar en um er að ræða vísitölu sem á að gefa vísbendingu um vendipunkta í efnahagsumsvifum hérlendis að sex mánuðum liðnum. Að sögn ráðgjafafyrirtækisins Analytica er efnahagsbati í gangi en þróun kortaveltu í verslun innanlands bendi til að hægja kunni að vera á batanum. Vísitalan tekur gildið 102,7 í ágúst og á sú tala að gefa vísbendingu um framleiðslu í febrúar 2022. Leiðandi hagvísir Analytica tekur gildið 100 þegar búist er við að landsframleiðsla sé í takt við langtímaleitni. Fjórir undirþættir hækka af sex Hagvísirinn tekur mið af aflamagni, debetkortaveltu, ferðamannafjölda, heimsvísitölu hlutabréf, innflutningi og væntingavísitölu Gallup. Í ágúst hækka fimm undirþættir frá fyrra ári en fjórir hækka milli júlí og ágúst. Það er innflutningur, ferðamannafjöldi, heimsvísitala hlutabréfa og aflamagn. Stærsta framlag til hækkunar er vegna fjölgunar ferðamanna og aukins vöruinnflutnings. Leiðandi hagvísir Analytica og verg landsframleiðsla - frávik frá leitni (Langtímaleitni = 100). Vísitölunni er ætlað að gefa vísbendingu um vendipunkta í efnahagsumsvifum eftir sex mánuði.Analytica „Þrátt fyrir sterkar jákvæðar vísbendingar þá er ennþá óvissa tengd ferðaþjónustu og framgangi COVID-19 farsóttarinnar erlendis. Þá er óvissa um framvindu í öðrum þeim atvinnugreinum sem mest hafa vaxið síðastliðið misseri,“ segir í tilkynningu Analytica. Líkt og fyrr segir mælist samdráttur í vexti debetkortaveltu milli mánaða. Er það sagt vera vísbending um að það kunni að styttast í vendipunkt leiðandi hagvísis Analytica. Þetta gæti meðal annars tengst því að með auknum ferðalögum Íslendinga þá færist neysla frá innlendri verslun og til útlanda. Analytica ehf. er óháð ráðgjafarfyrirtæki á sviði efnahags- og fjármála með áherslu á ráðgjöf um fjár- og áhættustýringu til fagfjárfesta. Framkvæmdastjóri og stofnandi fyrirtækisins er Yngvi Harðarson hagfræðingur. Efnahagsmál Tengdar fréttir Ferðalög Íslendinga taka við sér Kaup Íslendinga á ferðum til útlanda hafa aukist mikið á þessu ári en í ágústmánuði jókst velta innlendra greiðslukorta hjá ferðaskrifstofum um 211 prósent milli ára. 16. september 2021 13:36 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Að sögn ráðgjafafyrirtækisins Analytica er efnahagsbati í gangi en þróun kortaveltu í verslun innanlands bendi til að hægja kunni að vera á batanum. Vísitalan tekur gildið 102,7 í ágúst og á sú tala að gefa vísbendingu um framleiðslu í febrúar 2022. Leiðandi hagvísir Analytica tekur gildið 100 þegar búist er við að landsframleiðsla sé í takt við langtímaleitni. Fjórir undirþættir hækka af sex Hagvísirinn tekur mið af aflamagni, debetkortaveltu, ferðamannafjölda, heimsvísitölu hlutabréf, innflutningi og væntingavísitölu Gallup. Í ágúst hækka fimm undirþættir frá fyrra ári en fjórir hækka milli júlí og ágúst. Það er innflutningur, ferðamannafjöldi, heimsvísitala hlutabréfa og aflamagn. Stærsta framlag til hækkunar er vegna fjölgunar ferðamanna og aukins vöruinnflutnings. Leiðandi hagvísir Analytica og verg landsframleiðsla - frávik frá leitni (Langtímaleitni = 100). Vísitölunni er ætlað að gefa vísbendingu um vendipunkta í efnahagsumsvifum eftir sex mánuði.Analytica „Þrátt fyrir sterkar jákvæðar vísbendingar þá er ennþá óvissa tengd ferðaþjónustu og framgangi COVID-19 farsóttarinnar erlendis. Þá er óvissa um framvindu í öðrum þeim atvinnugreinum sem mest hafa vaxið síðastliðið misseri,“ segir í tilkynningu Analytica. Líkt og fyrr segir mælist samdráttur í vexti debetkortaveltu milli mánaða. Er það sagt vera vísbending um að það kunni að styttast í vendipunkt leiðandi hagvísis Analytica. Þetta gæti meðal annars tengst því að með auknum ferðalögum Íslendinga þá færist neysla frá innlendri verslun og til útlanda. Analytica ehf. er óháð ráðgjafarfyrirtæki á sviði efnahags- og fjármála með áherslu á ráðgjöf um fjár- og áhættustýringu til fagfjárfesta. Framkvæmdastjóri og stofnandi fyrirtækisins er Yngvi Harðarson hagfræðingur.
Efnahagsmál Tengdar fréttir Ferðalög Íslendinga taka við sér Kaup Íslendinga á ferðum til útlanda hafa aukist mikið á þessu ári en í ágústmánuði jókst velta innlendra greiðslukorta hjá ferðaskrifstofum um 211 prósent milli ára. 16. september 2021 13:36 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Ferðalög Íslendinga taka við sér Kaup Íslendinga á ferðum til útlanda hafa aukist mikið á þessu ári en í ágústmánuði jókst velta innlendra greiðslukorta hjá ferðaskrifstofum um 211 prósent milli ára. 16. september 2021 13:36