Ferðalög Íslendinga taka við sér Eiður Þór Árnason skrifar 16. september 2021 13:36 Tenerife er sem fyrr vinsæll áfangastaður sólþyrstra Íslendinga. Getty Kaup Íslendinga á ferðum til útlanda hafa aukist mikið á þessu ári en í ágústmánuði jókst velta innlendra greiðslukorta hjá ferðaskrifstofum um 211 prósent milli ára. Þrátt fyrir þessa aukningu mælist samdráttur upp á 51 prósent ef miðað er við stöðuna í ágúst árið 2019. Eru ferðalög til útlanda því ekki enn komin á sama stað og fyrir faraldur. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans sem byggir á tölum Seðlabanka Íslands um veltu innlendra greiðslukorta. Miðast samanburðurinn við fast verðlag. Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs muni hækka um 0,5 prósent í nýrri mælingu Hagstofunnar sem verður birt undir lok mánaðar. Gangi spá bankans eftir hækkar verðbólgan úr 4,3 prósentum í 4,4 prósent milli mánaða. Brottfarir Íslendinga í gegnum Leifsstöð voru tæplega 60 prósent færri núna í ágúst samanborið við ágústmánuð fyrir tveimur árum. Á sama tíma hefur kortavelta íslenskra greiðslukorta erlendis aðeins minnkað um 13 prósent miðað við fast gengi. Það má því leiða að því líkur að þeir sem fara til útlanda nú séu að eyða meiru á mann samanborið við stöðuna fyrir tveimur árum. Eyða meiru í byggingavöruverslunum Samkvæmt nýjum tölum Seðlabankans jókst heildarvelta innlendra greiðslukorta um 11 prósent í ágústmánuði miðað við fast gengi og fast verðlag. Velta tengd verslun og þjónustu innanlands jókst um tæp 5 prósent milli ára. Kortavelta í byggingavöruverslunum er hærri nú en áður en faraldurinn skall á og mælist 18 prósent meiri í ágústmánuði nú samanborið við sama mánuð árið 2019. Svipaða sögu má segja um veltu í raf- og heimilistækjaverslunum sem mælist tæplega fjórðungi meiri í ágúst en á sama tíma fyrir tveimur árum. Fram kemur í Hagsjá Landsbankans að sumir útgjaldaliðir Íslendinga sem dragist saman milli ára mælist þrátt fyrir það stærri en fyrir faraldur. Þar má nefna kaup Íslendinga á gistingu innanlands sem drógust saman um 13 prósent í ágúst samanborið við sama tíma í fyrra. Ef veltan er borin saman við ágúst 2019 kemur þó í ljós tæplega 60 prósent aukning. Ferðalög Efnahagsmál Verslun Mest lesið Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Þrátt fyrir þessa aukningu mælist samdráttur upp á 51 prósent ef miðað er við stöðuna í ágúst árið 2019. Eru ferðalög til útlanda því ekki enn komin á sama stað og fyrir faraldur. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans sem byggir á tölum Seðlabanka Íslands um veltu innlendra greiðslukorta. Miðast samanburðurinn við fast verðlag. Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs muni hækka um 0,5 prósent í nýrri mælingu Hagstofunnar sem verður birt undir lok mánaðar. Gangi spá bankans eftir hækkar verðbólgan úr 4,3 prósentum í 4,4 prósent milli mánaða. Brottfarir Íslendinga í gegnum Leifsstöð voru tæplega 60 prósent færri núna í ágúst samanborið við ágústmánuð fyrir tveimur árum. Á sama tíma hefur kortavelta íslenskra greiðslukorta erlendis aðeins minnkað um 13 prósent miðað við fast gengi. Það má því leiða að því líkur að þeir sem fara til útlanda nú séu að eyða meiru á mann samanborið við stöðuna fyrir tveimur árum. Eyða meiru í byggingavöruverslunum Samkvæmt nýjum tölum Seðlabankans jókst heildarvelta innlendra greiðslukorta um 11 prósent í ágústmánuði miðað við fast gengi og fast verðlag. Velta tengd verslun og þjónustu innanlands jókst um tæp 5 prósent milli ára. Kortavelta í byggingavöruverslunum er hærri nú en áður en faraldurinn skall á og mælist 18 prósent meiri í ágústmánuði nú samanborið við sama mánuð árið 2019. Svipaða sögu má segja um veltu í raf- og heimilistækjaverslunum sem mælist tæplega fjórðungi meiri í ágúst en á sama tíma fyrir tveimur árum. Fram kemur í Hagsjá Landsbankans að sumir útgjaldaliðir Íslendinga sem dragist saman milli ára mælist þrátt fyrir það stærri en fyrir faraldur. Þar má nefna kaup Íslendinga á gistingu innanlands sem drógust saman um 13 prósent í ágúst samanborið við sama tíma í fyrra. Ef veltan er borin saman við ágúst 2019 kemur þó í ljós tæplega 60 prósent aukning.
Ferðalög Efnahagsmál Verslun Mest lesið Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira