Sebastian: Bara lúserar sem hætta og við erum ekki lúserar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. september 2021 20:33 Sebastian Alexandersson ræðir við sína menn. vísir/vilhelm Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, var nokkuð brattur þrátt fyrir tap fyrir KA, 25-28, í kvöld. Sigur KA-manna var öruggari en lokatölurnar gefa til kynna en HK-ingar skoruðu síðustu sex mörk leiksins. „Við vildum vinna en við gerum okkur grein fyrir því að flestir andstæðingarnir í þessari deild eru betri en við. Við þurfum að gera færri mistök ef við ætlum að eiga möguleika á stigum. Það var margt rosalega jákvætt og miklar framfarir frá síðasta leik á föstudaginn,“ sagði Sebastian og vísaði til tapsins fyrir Fram í Coca Cola bikarnum. „Það er eitthvað til að taka með sér inn í framhaldið, ekki það að ég hlakki brjálæðislega til að mæta Val í næsta leik. En það þarf víst að spila við þá líka,“ sagði Sebastian en HK sækir Íslandsmeistarana heim eftir viku. Þjálfarinn var nokkuð sáttur við varnarleik HK í kvöld. „Mér fannst við standa vörnina á löngum köflum vel. Við lokuðum á margt af því sem KA reyndi að gera en þeir eru bara með svo færa einstaklinga. Þeir fengu höndina oft upp sem var gott hjá okkur. Svo vorum við pínu óheppnir, skutum í stangirnar og slánna. Svo komu nokkrar ákvarðanir sem þarf að endurskoða. Það mun taka okkur smá tíma að ráða við að spila á þessum hraða.“ HK lenti mest níu mörkum undir en hætti ekki og lagaði stöðuna verulega undir lokin. „Af hverju eigum við að hætta? Það eru bara lúserar sem hætta og við erum ekki lúserar,“ sagði Sebastian. Sigurjón Guðmundsson átti stórleik í marki HK og varði 21 skot. „Hann byrjaði illa, Róbert [Örn Karlsson] fór að hita upp og þá hrökk hann í gang. Svo um leið og hann hætti að verja stóð hinn upp og þá fór hann aftur í gang. Það sýnir vilja til að vera inni á og ég er hrikalega ánægður með það,“ sagði Sebastian. HK átti ekki mikla möguleika í bikarleiknum gegn Fram en frammistaðan í kvöld var öllu betri. „Þá var eins og við værum í miðri loftárás í stríði, alveg í losti. En í seinni hálfleik fannst mér við miklu betri en Fram þótt þeir hafi kannski slakað aðeins á. Mér fannst við sýna flotta frammistöðu, verðuga fyrir Olís-deildina og það er hellingur sem við getum bætt okkur í. Þetta er eitthvað til að byggja á en jesús minn, ég ætla ekki að fara að halda eitthvað partí fyrir þetta. Það er brjáluð vinna framundan,“ sagði Sebastian að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla HK Tengdar fréttir Umfjöllun: HK - KA 25-28 | KA-sigur í Kórnum þrátt fyrir stórleik Sigurjóns KA sigraði HK, 25-28, í 1. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Sigur KA-manna var nokkuð öruggur en þeir komust mest níu mörkum yfir. HK-ingar löguðu stöðuna undir lokin. 16. september 2021 20:30 Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira
„Við vildum vinna en við gerum okkur grein fyrir því að flestir andstæðingarnir í þessari deild eru betri en við. Við þurfum að gera færri mistök ef við ætlum að eiga möguleika á stigum. Það var margt rosalega jákvætt og miklar framfarir frá síðasta leik á föstudaginn,“ sagði Sebastian og vísaði til tapsins fyrir Fram í Coca Cola bikarnum. „Það er eitthvað til að taka með sér inn í framhaldið, ekki það að ég hlakki brjálæðislega til að mæta Val í næsta leik. En það þarf víst að spila við þá líka,“ sagði Sebastian en HK sækir Íslandsmeistarana heim eftir viku. Þjálfarinn var nokkuð sáttur við varnarleik HK í kvöld. „Mér fannst við standa vörnina á löngum köflum vel. Við lokuðum á margt af því sem KA reyndi að gera en þeir eru bara með svo færa einstaklinga. Þeir fengu höndina oft upp sem var gott hjá okkur. Svo vorum við pínu óheppnir, skutum í stangirnar og slánna. Svo komu nokkrar ákvarðanir sem þarf að endurskoða. Það mun taka okkur smá tíma að ráða við að spila á þessum hraða.“ HK lenti mest níu mörkum undir en hætti ekki og lagaði stöðuna verulega undir lokin. „Af hverju eigum við að hætta? Það eru bara lúserar sem hætta og við erum ekki lúserar,“ sagði Sebastian. Sigurjón Guðmundsson átti stórleik í marki HK og varði 21 skot. „Hann byrjaði illa, Róbert [Örn Karlsson] fór að hita upp og þá hrökk hann í gang. Svo um leið og hann hætti að verja stóð hinn upp og þá fór hann aftur í gang. Það sýnir vilja til að vera inni á og ég er hrikalega ánægður með það,“ sagði Sebastian. HK átti ekki mikla möguleika í bikarleiknum gegn Fram en frammistaðan í kvöld var öllu betri. „Þá var eins og við værum í miðri loftárás í stríði, alveg í losti. En í seinni hálfleik fannst mér við miklu betri en Fram þótt þeir hafi kannski slakað aðeins á. Mér fannst við sýna flotta frammistöðu, verðuga fyrir Olís-deildina og það er hellingur sem við getum bætt okkur í. Þetta er eitthvað til að byggja á en jesús minn, ég ætla ekki að fara að halda eitthvað partí fyrir þetta. Það er brjáluð vinna framundan,“ sagði Sebastian að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla HK Tengdar fréttir Umfjöllun: HK - KA 25-28 | KA-sigur í Kórnum þrátt fyrir stórleik Sigurjóns KA sigraði HK, 25-28, í 1. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Sigur KA-manna var nokkuð öruggur en þeir komust mest níu mörkum yfir. HK-ingar löguðu stöðuna undir lokin. 16. september 2021 20:30 Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira
Umfjöllun: HK - KA 25-28 | KA-sigur í Kórnum þrátt fyrir stórleik Sigurjóns KA sigraði HK, 25-28, í 1. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Sigur KA-manna var nokkuð öruggur en þeir komust mest níu mörkum yfir. HK-ingar löguðu stöðuna undir lokin. 16. september 2021 20:30