Heilbrigðiskerfið þarf að endurreisa Fjóla Hrund Björnsdóttir skrifar 16. september 2021 20:01 Ef Íslendingar eru sammála um eitthvað þá er það það að heilbrigðiskerfið okkar er komið að þolmörkum, svo mjög að gera þarf róttækar breytingar á því. Eftir fjögur ár undir núverandi stjórn er svo komið að endurreisa þarf það sem er okkur mikilvægst, sjálft heilbrigðiskerfið. Við í Miðflokknum leggjum áherslu á uppbyggingu og endurreisn heilbrigðiskerfisins. Um það höfum við skýra aðgerðaáætlun. Það þarf að efla heilsugæsluna um land allt og færa hana nær íbúum þar sem fólk á að geta búið hvar sem er á landinu en sótt sér grundvallarþjónustu. Um leið þarf að eyða biðlistum en þeir eru eru sársaukafullir fyrir sjúklinga og dýrir fyrir ríkissjóð. Tryggja þarf rétt allra Íslendinga til að komast í nauðsynlegar læknisaðgerðir, nú þegar. Bylting í forvörnum Yfirgripsmikil heilbrigðisskimun hefur ekki sést áður hér á landi en er vel þekkt út í heimi. Skimanir vegna heimsfaraldursins hafa gengið vel, en þau vandamál sem hafa komið upp vegna krabbameinsskimana kvenna minna á mikilvægi þess að tryggja öllum landsmönnum rétt á að fylgjast með eigin heilsu. Við í Miðflokknum boðum heilbrigðisskimanir sem munu bjarga mannslífum, bæta lýðheilsu og spara í ríkisrekstri til lengri tíma þar sem sjúkdómar og hættur uppgötvast vonandi í tæka tíð. Nýr Landspítali er enn í byggingu, þrátt fyrir langa bið eftir honum sem hefur valdið óþæginum fyrir bæði starfsfólk og sjúklinga við Hringbraut. Við í Miðflokknum viljum huga að uppbyggingu á nýjum spítala á nýjum stað, þó svo að bygging spítalans við Hringbraut, sem mætti kalla framlengingu á núverandi spítala, sé enn í gangi. Við þekkjum vel að það tekur tíma að teikna og undirbúa byggingu nýs spítala og því verðum við að nýta tímann og tækifærin sem við höfum núna til að vinna okkur í hag. Horfum á heildarmyndina Til þess að allir þessir þættir sem taldir eru upp geti virkað sem skildi þarf að huga að bættu starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks. Landspítalinn þarf að vera spennandi vinnuumhverfi með góða aðstöðu til að vera samkeppnishæfur, bæði gagnvart fyrirtækjum hér á landi og ekki síður erlendis. Við Íslendingar verðum að horfa á heildarmyndina. Landsmenn eiga skilið að fá góða og skilvirka heilbrigðisþjónstu. Miðflokkurinn mun standa við loforð sín um bætt heilbrigðiskerfi og vinna að því að stytta biðlista, koma af stað heilbrigðisskimunum og hugsa til framtíðar í heilbrigðisþjónustu. Við gerum það sem við segjumst ætla að gera. Höfundur skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi suður Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Fjóla Hrund Björnsdóttir Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Ef Íslendingar eru sammála um eitthvað þá er það það að heilbrigðiskerfið okkar er komið að þolmörkum, svo mjög að gera þarf róttækar breytingar á því. Eftir fjögur ár undir núverandi stjórn er svo komið að endurreisa þarf það sem er okkur mikilvægst, sjálft heilbrigðiskerfið. Við í Miðflokknum leggjum áherslu á uppbyggingu og endurreisn heilbrigðiskerfisins. Um það höfum við skýra aðgerðaáætlun. Það þarf að efla heilsugæsluna um land allt og færa hana nær íbúum þar sem fólk á að geta búið hvar sem er á landinu en sótt sér grundvallarþjónustu. Um leið þarf að eyða biðlistum en þeir eru eru sársaukafullir fyrir sjúklinga og dýrir fyrir ríkissjóð. Tryggja þarf rétt allra Íslendinga til að komast í nauðsynlegar læknisaðgerðir, nú þegar. Bylting í forvörnum Yfirgripsmikil heilbrigðisskimun hefur ekki sést áður hér á landi en er vel þekkt út í heimi. Skimanir vegna heimsfaraldursins hafa gengið vel, en þau vandamál sem hafa komið upp vegna krabbameinsskimana kvenna minna á mikilvægi þess að tryggja öllum landsmönnum rétt á að fylgjast með eigin heilsu. Við í Miðflokknum boðum heilbrigðisskimanir sem munu bjarga mannslífum, bæta lýðheilsu og spara í ríkisrekstri til lengri tíma þar sem sjúkdómar og hættur uppgötvast vonandi í tæka tíð. Nýr Landspítali er enn í byggingu, þrátt fyrir langa bið eftir honum sem hefur valdið óþæginum fyrir bæði starfsfólk og sjúklinga við Hringbraut. Við í Miðflokknum viljum huga að uppbyggingu á nýjum spítala á nýjum stað, þó svo að bygging spítalans við Hringbraut, sem mætti kalla framlengingu á núverandi spítala, sé enn í gangi. Við þekkjum vel að það tekur tíma að teikna og undirbúa byggingu nýs spítala og því verðum við að nýta tímann og tækifærin sem við höfum núna til að vinna okkur í hag. Horfum á heildarmyndina Til þess að allir þessir þættir sem taldir eru upp geti virkað sem skildi þarf að huga að bættu starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks. Landspítalinn þarf að vera spennandi vinnuumhverfi með góða aðstöðu til að vera samkeppnishæfur, bæði gagnvart fyrirtækjum hér á landi og ekki síður erlendis. Við Íslendingar verðum að horfa á heildarmyndina. Landsmenn eiga skilið að fá góða og skilvirka heilbrigðisþjónstu. Miðflokkurinn mun standa við loforð sín um bætt heilbrigðiskerfi og vinna að því að stytta biðlista, koma af stað heilbrigðisskimunum og hugsa til framtíðar í heilbrigðisþjónustu. Við gerum það sem við segjumst ætla að gera. Höfundur skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun