Tími sósíalismans er kominn Gunnar Smári Egilsson skrifar 16. september 2021 15:15 Þetta er ekki fyrirsögn eftir mig. Þetta er titilinn á nýrri bók Thomas Piketty, franska hagfræðingsins sem er skærasta stjarnan í endurskoðunardeiglu hagfræðinnar frá Hruni. Og nú enn frekar frammi fyrir endanlegum dauða nýfrjálshyggjunnar í kórónufaraldrinum. Piketty sló í gegn með bók sinni um auðmagnið á 21. öldinni. Þar sýndi hann fram á hvernig kapítalisminn flytur linnulaust auð og fé frá þeim sem lítið sem ekkert eiga til þeirra sem mikið eiga og fá aldrei nóg. Kapítalisminn er eins og Matador, spilið sem búið var til honum til háðungar. Á endanum á einn allt og hinir ekkert. Eftir Auðmagnið á 21. öld skrifaði Piketty um völd og stjórnmál og afhjúpaði afleiðingar þess að forysta verkalýðshreyfingar og þeirra flokka sem hún gat af sér missti tengsl við brauðstrit venjulegs fólks, samsamaði sig við elítu auðvaldsins og aðlagaði stefnu hreyfingar og flokka almennings að hugmyndafræði hinna ríku, nýfrjálshyggjuna. Og studdi þannig í raun gagnbyltingu auðvaldsins gegn sigrum sósíalískrar verkalýðsbaráttu á tuttugustu öld. Sigur hægrisins fólst í uppgjöf vinstrisins. Nú hefur Piketty gefið út bók sem heldur því fram í titli að tími sósíalismans sé runninn upp. Hann færir í henni rök fyrir að engir aðrir kostir séu í stöðunni, valið sé á milli þess að ganga enn lengra inn eftir myrkrum gangi nýfrjálshyggjunnar eða snúa af þeirri braut og byggja upp réttlátt samfélag á grunni sósíalískra hugsjóna um samkennd, réttlæti og jöfnuð. Piketty er að segja okkur að við getum ekki þjónað tveimur herrum. Óskhyggja elítu hinna fyrrum sósíalísku flokka gengur ekki upp; um að við getum fært fólk réttlæti og jöfnuð en samt þjónað hinu fjármálavædda skrímsli, auðvaldinu sem hefur þanist út af völdum og auð á tímum nýfrjálshyggjunnar. Það er bara ekki hægt. Gleymið því. Þetta skrímsl mun að óbreyttu aðeins vaxa og traðka niður allt réttlæti, éta upp allan auð, gleypa allt vald, eigna sér allar auðlindir og eyða samfélaginu. Almenningur mun verða sem gestur í veröld sem hin ríku og valdamiklu drottna yfir. Frammi fyrir þessari ógn er sósíalisminn eina svarið. Og alveg eins og við í Sósíalistaflokknum vitum, þá segir Piketty að það sé hlutverk okkar í dag að endurfæða hugsjón sósíalismann inn í okkar samtíma, skapa nýjan sósíalisma sem fellur að okkur áskorunum okkar tíma, að okkar þrám og draumum. Það er enginn annar valkostur. Valið stendur á milli verstöðvar Samherja eða samfélags byggt upp af hagsmunum, vonum og væntingum fjöldans. Þið getið annað hvort haldið áfram óbreyttri stefnu og misst samfélagið og brotið niður lífsskilyrði komandi kynslóða. Eða þið getið hafust handa við að byggja upp annars konar samfélag. Kjósandi góður. Þetta eru gatnamótin sem þú stendur á. Valið er þitt 25. september. Hvort viltu ganga inn myrka götu nýfrjálshyggjunnar eða í átt að réttlæti, jöfnuði, mannvirðingu og samkennd. Sú leið heitir sósíalismi. Það er engin millileið. Það er niðurstaða Piketty. Þau sem halda því fram að þau geti galdrað fram réttlæti og jöfnuð inn í myrku sundi nýfrjálshyggjunnar eru annað hvort vísvitandi að segja ósatt eða þau hafa misst af lærdómi síðustu ára, geta ekki skilið þær umbreytingar sem urðu við Hrunið 2008 og kórónufaraldurinn á liðnum misserum. Kostirnir eru tveir: Áframhaldandi nýfrjálshyggja eða sósíalismi. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Skoðun Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Sjá meira
Þetta er ekki fyrirsögn eftir mig. Þetta er titilinn á nýrri bók Thomas Piketty, franska hagfræðingsins sem er skærasta stjarnan í endurskoðunardeiglu hagfræðinnar frá Hruni. Og nú enn frekar frammi fyrir endanlegum dauða nýfrjálshyggjunnar í kórónufaraldrinum. Piketty sló í gegn með bók sinni um auðmagnið á 21. öldinni. Þar sýndi hann fram á hvernig kapítalisminn flytur linnulaust auð og fé frá þeim sem lítið sem ekkert eiga til þeirra sem mikið eiga og fá aldrei nóg. Kapítalisminn er eins og Matador, spilið sem búið var til honum til háðungar. Á endanum á einn allt og hinir ekkert. Eftir Auðmagnið á 21. öld skrifaði Piketty um völd og stjórnmál og afhjúpaði afleiðingar þess að forysta verkalýðshreyfingar og þeirra flokka sem hún gat af sér missti tengsl við brauðstrit venjulegs fólks, samsamaði sig við elítu auðvaldsins og aðlagaði stefnu hreyfingar og flokka almennings að hugmyndafræði hinna ríku, nýfrjálshyggjuna. Og studdi þannig í raun gagnbyltingu auðvaldsins gegn sigrum sósíalískrar verkalýðsbaráttu á tuttugustu öld. Sigur hægrisins fólst í uppgjöf vinstrisins. Nú hefur Piketty gefið út bók sem heldur því fram í titli að tími sósíalismans sé runninn upp. Hann færir í henni rök fyrir að engir aðrir kostir séu í stöðunni, valið sé á milli þess að ganga enn lengra inn eftir myrkrum gangi nýfrjálshyggjunnar eða snúa af þeirri braut og byggja upp réttlátt samfélag á grunni sósíalískra hugsjóna um samkennd, réttlæti og jöfnuð. Piketty er að segja okkur að við getum ekki þjónað tveimur herrum. Óskhyggja elítu hinna fyrrum sósíalísku flokka gengur ekki upp; um að við getum fært fólk réttlæti og jöfnuð en samt þjónað hinu fjármálavædda skrímsli, auðvaldinu sem hefur þanist út af völdum og auð á tímum nýfrjálshyggjunnar. Það er bara ekki hægt. Gleymið því. Þetta skrímsl mun að óbreyttu aðeins vaxa og traðka niður allt réttlæti, éta upp allan auð, gleypa allt vald, eigna sér allar auðlindir og eyða samfélaginu. Almenningur mun verða sem gestur í veröld sem hin ríku og valdamiklu drottna yfir. Frammi fyrir þessari ógn er sósíalisminn eina svarið. Og alveg eins og við í Sósíalistaflokknum vitum, þá segir Piketty að það sé hlutverk okkar í dag að endurfæða hugsjón sósíalismann inn í okkar samtíma, skapa nýjan sósíalisma sem fellur að okkur áskorunum okkar tíma, að okkar þrám og draumum. Það er enginn annar valkostur. Valið stendur á milli verstöðvar Samherja eða samfélags byggt upp af hagsmunum, vonum og væntingum fjöldans. Þið getið annað hvort haldið áfram óbreyttri stefnu og misst samfélagið og brotið niður lífsskilyrði komandi kynslóða. Eða þið getið hafust handa við að byggja upp annars konar samfélag. Kjósandi góður. Þetta eru gatnamótin sem þú stendur á. Valið er þitt 25. september. Hvort viltu ganga inn myrka götu nýfrjálshyggjunnar eða í átt að réttlæti, jöfnuði, mannvirðingu og samkennd. Sú leið heitir sósíalismi. Það er engin millileið. Það er niðurstaða Piketty. Þau sem halda því fram að þau geti galdrað fram réttlæti og jöfnuð inn í myrku sundi nýfrjálshyggjunnar eru annað hvort vísvitandi að segja ósatt eða þau hafa misst af lærdómi síðustu ára, geta ekki skilið þær umbreytingar sem urðu við Hrunið 2008 og kórónufaraldurinn á liðnum misserum. Kostirnir eru tveir: Áframhaldandi nýfrjálshyggja eða sósíalismi. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun