Tími sósíalismans er kominn Gunnar Smári Egilsson skrifar 16. september 2021 15:15 Þetta er ekki fyrirsögn eftir mig. Þetta er titilinn á nýrri bók Thomas Piketty, franska hagfræðingsins sem er skærasta stjarnan í endurskoðunardeiglu hagfræðinnar frá Hruni. Og nú enn frekar frammi fyrir endanlegum dauða nýfrjálshyggjunnar í kórónufaraldrinum. Piketty sló í gegn með bók sinni um auðmagnið á 21. öldinni. Þar sýndi hann fram á hvernig kapítalisminn flytur linnulaust auð og fé frá þeim sem lítið sem ekkert eiga til þeirra sem mikið eiga og fá aldrei nóg. Kapítalisminn er eins og Matador, spilið sem búið var til honum til háðungar. Á endanum á einn allt og hinir ekkert. Eftir Auðmagnið á 21. öld skrifaði Piketty um völd og stjórnmál og afhjúpaði afleiðingar þess að forysta verkalýðshreyfingar og þeirra flokka sem hún gat af sér missti tengsl við brauðstrit venjulegs fólks, samsamaði sig við elítu auðvaldsins og aðlagaði stefnu hreyfingar og flokka almennings að hugmyndafræði hinna ríku, nýfrjálshyggjuna. Og studdi þannig í raun gagnbyltingu auðvaldsins gegn sigrum sósíalískrar verkalýðsbaráttu á tuttugustu öld. Sigur hægrisins fólst í uppgjöf vinstrisins. Nú hefur Piketty gefið út bók sem heldur því fram í titli að tími sósíalismans sé runninn upp. Hann færir í henni rök fyrir að engir aðrir kostir séu í stöðunni, valið sé á milli þess að ganga enn lengra inn eftir myrkrum gangi nýfrjálshyggjunnar eða snúa af þeirri braut og byggja upp réttlátt samfélag á grunni sósíalískra hugsjóna um samkennd, réttlæti og jöfnuð. Piketty er að segja okkur að við getum ekki þjónað tveimur herrum. Óskhyggja elítu hinna fyrrum sósíalísku flokka gengur ekki upp; um að við getum fært fólk réttlæti og jöfnuð en samt þjónað hinu fjármálavædda skrímsli, auðvaldinu sem hefur þanist út af völdum og auð á tímum nýfrjálshyggjunnar. Það er bara ekki hægt. Gleymið því. Þetta skrímsl mun að óbreyttu aðeins vaxa og traðka niður allt réttlæti, éta upp allan auð, gleypa allt vald, eigna sér allar auðlindir og eyða samfélaginu. Almenningur mun verða sem gestur í veröld sem hin ríku og valdamiklu drottna yfir. Frammi fyrir þessari ógn er sósíalisminn eina svarið. Og alveg eins og við í Sósíalistaflokknum vitum, þá segir Piketty að það sé hlutverk okkar í dag að endurfæða hugsjón sósíalismann inn í okkar samtíma, skapa nýjan sósíalisma sem fellur að okkur áskorunum okkar tíma, að okkar þrám og draumum. Það er enginn annar valkostur. Valið stendur á milli verstöðvar Samherja eða samfélags byggt upp af hagsmunum, vonum og væntingum fjöldans. Þið getið annað hvort haldið áfram óbreyttri stefnu og misst samfélagið og brotið niður lífsskilyrði komandi kynslóða. Eða þið getið hafust handa við að byggja upp annars konar samfélag. Kjósandi góður. Þetta eru gatnamótin sem þú stendur á. Valið er þitt 25. september. Hvort viltu ganga inn myrka götu nýfrjálshyggjunnar eða í átt að réttlæti, jöfnuði, mannvirðingu og samkennd. Sú leið heitir sósíalismi. Það er engin millileið. Það er niðurstaða Piketty. Þau sem halda því fram að þau geti galdrað fram réttlæti og jöfnuð inn í myrku sundi nýfrjálshyggjunnar eru annað hvort vísvitandi að segja ósatt eða þau hafa misst af lærdómi síðustu ára, geta ekki skilið þær umbreytingar sem urðu við Hrunið 2008 og kórónufaraldurinn á liðnum misserum. Kostirnir eru tveir: Áframhaldandi nýfrjálshyggja eða sósíalismi. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Þetta er ekki fyrirsögn eftir mig. Þetta er titilinn á nýrri bók Thomas Piketty, franska hagfræðingsins sem er skærasta stjarnan í endurskoðunardeiglu hagfræðinnar frá Hruni. Og nú enn frekar frammi fyrir endanlegum dauða nýfrjálshyggjunnar í kórónufaraldrinum. Piketty sló í gegn með bók sinni um auðmagnið á 21. öldinni. Þar sýndi hann fram á hvernig kapítalisminn flytur linnulaust auð og fé frá þeim sem lítið sem ekkert eiga til þeirra sem mikið eiga og fá aldrei nóg. Kapítalisminn er eins og Matador, spilið sem búið var til honum til háðungar. Á endanum á einn allt og hinir ekkert. Eftir Auðmagnið á 21. öld skrifaði Piketty um völd og stjórnmál og afhjúpaði afleiðingar þess að forysta verkalýðshreyfingar og þeirra flokka sem hún gat af sér missti tengsl við brauðstrit venjulegs fólks, samsamaði sig við elítu auðvaldsins og aðlagaði stefnu hreyfingar og flokka almennings að hugmyndafræði hinna ríku, nýfrjálshyggjuna. Og studdi þannig í raun gagnbyltingu auðvaldsins gegn sigrum sósíalískrar verkalýðsbaráttu á tuttugustu öld. Sigur hægrisins fólst í uppgjöf vinstrisins. Nú hefur Piketty gefið út bók sem heldur því fram í titli að tími sósíalismans sé runninn upp. Hann færir í henni rök fyrir að engir aðrir kostir séu í stöðunni, valið sé á milli þess að ganga enn lengra inn eftir myrkrum gangi nýfrjálshyggjunnar eða snúa af þeirri braut og byggja upp réttlátt samfélag á grunni sósíalískra hugsjóna um samkennd, réttlæti og jöfnuð. Piketty er að segja okkur að við getum ekki þjónað tveimur herrum. Óskhyggja elítu hinna fyrrum sósíalísku flokka gengur ekki upp; um að við getum fært fólk réttlæti og jöfnuð en samt þjónað hinu fjármálavædda skrímsli, auðvaldinu sem hefur þanist út af völdum og auð á tímum nýfrjálshyggjunnar. Það er bara ekki hægt. Gleymið því. Þetta skrímsl mun að óbreyttu aðeins vaxa og traðka niður allt réttlæti, éta upp allan auð, gleypa allt vald, eigna sér allar auðlindir og eyða samfélaginu. Almenningur mun verða sem gestur í veröld sem hin ríku og valdamiklu drottna yfir. Frammi fyrir þessari ógn er sósíalisminn eina svarið. Og alveg eins og við í Sósíalistaflokknum vitum, þá segir Piketty að það sé hlutverk okkar í dag að endurfæða hugsjón sósíalismann inn í okkar samtíma, skapa nýjan sósíalisma sem fellur að okkur áskorunum okkar tíma, að okkar þrám og draumum. Það er enginn annar valkostur. Valið stendur á milli verstöðvar Samherja eða samfélags byggt upp af hagsmunum, vonum og væntingum fjöldans. Þið getið annað hvort haldið áfram óbreyttri stefnu og misst samfélagið og brotið niður lífsskilyrði komandi kynslóða. Eða þið getið hafust handa við að byggja upp annars konar samfélag. Kjósandi góður. Þetta eru gatnamótin sem þú stendur á. Valið er þitt 25. september. Hvort viltu ganga inn myrka götu nýfrjálshyggjunnar eða í átt að réttlæti, jöfnuði, mannvirðingu og samkennd. Sú leið heitir sósíalismi. Það er engin millileið. Það er niðurstaða Piketty. Þau sem halda því fram að þau geti galdrað fram réttlæti og jöfnuð inn í myrku sundi nýfrjálshyggjunnar eru annað hvort vísvitandi að segja ósatt eða þau hafa misst af lærdómi síðustu ára, geta ekki skilið þær umbreytingar sem urðu við Hrunið 2008 og kórónufaraldurinn á liðnum misserum. Kostirnir eru tveir: Áframhaldandi nýfrjálshyggja eða sósíalismi. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar