Frumkvöðlalaun - fyrir framtíðina Geir Sigurður Jónsson skrifar 10. september 2021 17:30 Enn eina september-byrjun liggur frumkvöðla-samfélagið undir feldi og skrifar Rannís umsókn. Umsóknarfrestur er að renna út, dagarnir eru farnir og næturnar farnar að styttast. Í þessu umsóknarferli, þar sem 2-5% umsókna hljóta á endanum styrk, skýtur alltaf sama spurningin upp kollinum, af hverju er þröskuldurinn svona hár? Af hverju er ekki hægt að aðstoða framsækið fólk með smáskömmtum á upphafsstigum verkefna og leyfa frumkvöðlum að finna sig á viðeigandi hraða? Lærum af mistökunum - aftur og aftur Frumkvöðlar eru eins og lítil börn sem verða að fá að reyna að standa upp aftur og aftur og aftur áður en ætlunarverkið loksins tekst. Þetta er algert grundvallaratriði í þróunarstarfsemi, mistök eru oft verðmætasta reynslan sem hver frumkvöðull byggir upp. Frumkvöðullinn verður að fá að prófa hlutina og þroskast með stuðningi þeirra sem hafa áður gengið götuna til enda. Frumkvöðlalaun (sbr. listamannalaun) Listamannalaun eru grundvöllur fyrir mörgum þáttum í blómlegu menningarlífi okkar. Þar borgum við listamönnum til að auðga menningarlífið, gera tilraunir og vinna að listsköpun sem auðgar líf okkar allra. Þar eru ekki allar afurðir fullkomnar, en listamennirnir þroskast, gera betur næst en í einhverjum tilfellum enda tilraunir á stórvirki. Af hverju leyfum við frumkvöðlum ekki að ganga í gegnum sama þroskaferli? Í núverandi umhverfi, verða léttvæg mistök eða óvæntar beygjur í upphafsferlinu til þess að frumkvöðlar neyðast til að fara að „vinna“ aftur - hætta við frábæra hugmyndina sem fæddist ekki nægjanlega fullmótuð daginn sem við settumst niður á kaffihús til að ræða hana. Frumkvöðlalaun myndu hleypa súrefni inn í íslenskt frumkvöðlasamfélag og hvetja ungt fólk til dáða í að virkja eigin sköpunarkraft til að leggja grunn að framtíðar atvinnuvegum Íslands. Höfundur er forritari og frumkvöðull og skipar 6. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Nýsköpun Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Enn eina september-byrjun liggur frumkvöðla-samfélagið undir feldi og skrifar Rannís umsókn. Umsóknarfrestur er að renna út, dagarnir eru farnir og næturnar farnar að styttast. Í þessu umsóknarferli, þar sem 2-5% umsókna hljóta á endanum styrk, skýtur alltaf sama spurningin upp kollinum, af hverju er þröskuldurinn svona hár? Af hverju er ekki hægt að aðstoða framsækið fólk með smáskömmtum á upphafsstigum verkefna og leyfa frumkvöðlum að finna sig á viðeigandi hraða? Lærum af mistökunum - aftur og aftur Frumkvöðlar eru eins og lítil börn sem verða að fá að reyna að standa upp aftur og aftur og aftur áður en ætlunarverkið loksins tekst. Þetta er algert grundvallaratriði í þróunarstarfsemi, mistök eru oft verðmætasta reynslan sem hver frumkvöðull byggir upp. Frumkvöðullinn verður að fá að prófa hlutina og þroskast með stuðningi þeirra sem hafa áður gengið götuna til enda. Frumkvöðlalaun (sbr. listamannalaun) Listamannalaun eru grundvöllur fyrir mörgum þáttum í blómlegu menningarlífi okkar. Þar borgum við listamönnum til að auðga menningarlífið, gera tilraunir og vinna að listsköpun sem auðgar líf okkar allra. Þar eru ekki allar afurðir fullkomnar, en listamennirnir þroskast, gera betur næst en í einhverjum tilfellum enda tilraunir á stórvirki. Af hverju leyfum við frumkvöðlum ekki að ganga í gegnum sama þroskaferli? Í núverandi umhverfi, verða léttvæg mistök eða óvæntar beygjur í upphafsferlinu til þess að frumkvöðlar neyðast til að fara að „vinna“ aftur - hætta við frábæra hugmyndina sem fæddist ekki nægjanlega fullmótuð daginn sem við settumst niður á kaffihús til að ræða hana. Frumkvöðlalaun myndu hleypa súrefni inn í íslenskt frumkvöðlasamfélag og hvetja ungt fólk til dáða í að virkja eigin sköpunarkraft til að leggja grunn að framtíðar atvinnuvegum Íslands. Höfundur er forritari og frumkvöðull og skipar 6. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar