Leikjavísir

War of the Righteous: Hlutverkaleikir snúa aftur með krafti

Samúel Karl Ólason skrifar
Aargh!
Aargh!

Gamaldags hlutverkaleikir virðast vera að snúa aftur og það af miklum krafti. Undanfarin ár hafa þó nokkrir góðir hlutverkaleikir verið gefnir út en Patfinder: Wrath of the Righteous er þeirra á meðal.

Það er fátt skemmtilegra að mínu mati en að spila góðan hlutverkaleik/RPG. Í Pathfinder: Wrath of the Righteous setja spilarar sig í spor hetju eða drullusokks sem lendir í hringiðu skrímsla, djöfla, riddara og alls konar kvikinda. Spilarar þurfa að hafa áhrif á vendingu mála og í raun ákveða örlög heimsins.

Það verður vonandi enginn reiður yfir þessu en Pathfinder svipar mjög til Dungeons & Dragons og er sambærilegur grunnur að hlutverkaspili.

Heimur Pathfinder nefnist Golarion.  Áratugum fyrir sögu PWOTR opnaði vonda galdrakerling nokkurs konar hlið fyrir djöfla úr annarri vídd til að gera innrás í Golarion og hafa þjóðir heimsins unnið að því í sameiningu að sigra djöflana.

Stór breyting verður á þessari baráttu og þurfa spilarar að taka á honum stóra sínum, eða lækka erfiðleikastigið.

Áhugasamir geta kynnt sér Golarion og aðdraganda sögu leiksins hér að neðan. 

Samadin er guðdómlegur

Aðalkarakterinn minn er Paladin sem ég er að reyna að gera blöndu af tank og damage dealer, eins og þeir segja á netinu. Í stuttu máli sagt er ég heilagur stríðsmaður með stórt sverð, næstum því eins og ég er í alvörunni. Hann heitir Samadin og hann er guðdómlegur, bókstaflega, því pabbi hans er engill.

Samadin hefur staðið sig eins og hetjan sem hann er og stráfellir djöfla og drýsla með Finean, talandi vopninu, sem getur tekið hvaða form sem er. Ef ég þarf að komast hratt yfir getur Samadin stokkið á bak Stefáns, sem er hesturinn hans (og bróðir minn) og riðið niður nokkra djöfla í leiðinni.

Ég segi aðalkarakter, því ég á við ákveðið vandamál að stríða þegar kemur að hlutverkaleikjum sem þessum. Sá vandi er að ég er alltaf að byrja upp á nýtt, til að gera nýjar persónur og leika mér með þær.

Mér hefur hins vegar gengið mjög vel við að halda mig við að spila sem Samadin hingað til. Annars er ég líka með Samdalf og Samolas í gangi.

Það er hægt að spila PWOTR sem góður eða vondur kall.

Ég á eftir að prófa að spila vondan kall en er merkilega spenntur fyrir því. Það er nefnilega hægt að spila sem vampíra og alls konar óvættir. Miðað við umfjöllun erlendis gerir leikurinn manni þó erfitt um vik með að spila almennilega sem dusilmenni.

Sá kall mun heita Sámron og verður líklegast necromancer.

Sögusvið PWOTR er áhugavert og skemmtilegt og 

Besik bardagakerfi

Bardagakerfi PWOTR er eins beisik og þau gerast í hlutverkaleikjum sem þessum. Í upphafi bardaga er „kastað“ upp á í hvaða röð persónurnar gera og svo hefjast lætin. Persónurnar mætast og byrja að berjast. Spilarar geta svo gert pásu til að gefa nánari skipanir inn á milli. Þetta er ekki ósvipað og í gömlu Neverwinter Nights leikjunum.

Leikurinn býður þó einnig upp á það að bardagar séu „turn based“, eins og það er kallað á ensku. Það er að bara ein persóna hreyfir sig í einu. Það gefur manni meiri yfirsýn yfir bardaga og getur hjálpað manni þegar þeir eru erfiðir.

Maður myndar ákveðið teymi fólks sem hjálpar manni í gegnum leikinn en þeir eru með mjög takmarkaða gervigreind. Til að stýra þeim almennilega og nota hæfileika þeirra til hins ítrasta er oft betra að fara hægt í gegnum bardga.

Fyrsti hluti leiksins gerist í einni borg, þar sem spilarar þurfa að reka djöfla á brott eftir skyndiárás þeirra. Þegar því er lokið, þá stækkar kort leiksins töluvert og spilarar taka við stjórn fimmtu krossferðarinnar gegn djöflunum.

Heroes-keimur af þessu

Auk þess að flakka um kortið og leysa verkefni þurfa spilarar að byggja upp heri og nota þá til að rústa herjum djöflanna. Orrustur herja fara fram eins og orrustur gerðu í Heroes of Might and Magic leikjunum gömlu.

Sem er frábært. Enda voru þeir margir frábærir. Allavega þrjú og fjögur, en það er annað mál.

Færa þarf heri og hetjur um á korti leiksins.Owlcat Games

PWOTR er alls ekki fullkominn. Hann er samt góður og byggir á þeim grunni sem reistur var með Pathfinder: Kingmaker, síðasta leik Owlcat Games.

Í þeim leik hafði maður takmarkaðan tíma til að sigra leikinn en það er ekkert svoleiðis í PWOTR. Það finnst mér næs, því mér finnst pirrandi til lengdar að þurfa alltaf að vera að drífa mig. Maður getur notið söguheimsins betur þannig.

Samantekt-ish

Ég verð að segja að ég er nokkuð ánægður með Pathfinder: War of the Righteous og sé fyrir mér að verja miklum tíma í þessum leik á næstu vikum og mánuðum. Sérstaklega með tilliti til þess hve hátt endurspilunargildi leikurinn hefur.

Eins og áður hefur komið fram er hægt að vera bæði góður og vondur en innan þeirra ramma eru fjöldi leiða til að klára leikinn. Þá er líka hægt að spila sem mismunandi hetjur og persónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×