Fíkn er sjúkdómur sem rýfur tengsl Sigurður Páll Jónsson skrifar 10. september 2021 17:02 Það hefur verið mikil lífsreynsla fyrir mig sem áhugamann um áfengis- og vímuefnamál að takast á við þennan málaflokk á vettvangi stjórnmálanna. Óhætt er að segja að lítið sem ekkert hafi gengið í baráttunni við að stytta biðlista í meðferð, vegna þeirra skoðunar núverandi heilbrigðisráðherra að ríkið eitt skuli sjá um þessi mál en ekki einhverjir aðrir. Píratar og síðar hæstvirtur heilbrigðisráðherra lögðu fram og mæltu fyrir frumvörpum, á sitthvoru árinu, um afglæpavæðingu „neysluskammta “ fíkniefna. Bæði þessi frumvörp voru algjörlega vanunnin sem kom best í ljós í umsögnum aðila eins og Læknafélags Íslands, lögreglunnar, og allmargra forvarna- og bindindisfélaga við vinnslu málanna. Spurningunni um það hvað er „neysluskammtur “ er enn ósvarað. Það er staðreynd að skammtur sem „er í lagi“ fyrir einn getur drepið annan. Þeir sem neyta fíkniefna byggja upp þol fyrir stærri skömmtum sem þeir, sem eru að bara að „fikta, “ hafa ekki. Erum við nokkuð búin að gleyma þeim sorglegu fréttum sem reglulega berast um ungt fólk sem dáið hafa af einum skammt! Hvaða merkingu hefur orðið „neysluskammtur “ í slíkum tilvikum? Flytjendur frumvarpanna segja að önnur lönd, t.d. Portúgal, hafi farið þessa leið. Það er alrangt, þau lönd höfðu lögreglu, læknasamfélagið og forvarna- og meðferðarsamtök og fleiri aðila með í ráðum í þeirri vinnu. Hérna á Íslandi ætla heilbrigðisráðherra og Píratar að hundsa slíkt samstarf. Andstaðan við fíkn er að vera allsgáður Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, vitnar í þrettán orð sem breyttu öllu í hennar huga í nýlegri grein á Vísi. „Andstæðan við fíkn er ekki að vera alsgáður. Andstæðan við fíkn eru tengsl.“ Að hennar sögn breyttu þessi orð hvernig hún hugsar um vímuefni. Gott og vel en þetta er algjör andstaða við mína upplifun sem óvirkur fíknisjúklingur (alkóhólisti). Í mínu lífi í dag er er andstæðan við fíkn að vera allsgáður og á meðan ég var „virkur í neyslu“ einangraðist ég frá nánast öllum tengslum við annað fólk. Var þó áður og er í dag mikil félagsvera. Ég hef oft rætt það alheimsvandamál sem eru undirheimar sem tengjast ólöglegum fíkniefnum og í því sambandi rifjað upp bannár áfengis, 1920 – 1935. Sú saga segir okkur að fíknivandinn og hörmungar áfengis og annar vímuefna er ekki ný af nálinni. Samstarf og sú samvinna landa á milli, þegar vá steðjar að heiminum hefur sýnt að margt er gerleg ef fólk snýr bökum saman. Nýjasta dæmið er glíman við Covid-19, þar sem allir, hvar sem er í heiminum, eru að fást við einn óvin. Eyðum biðlistunum Hér heima á Fróni verðum við stjórnmálamenn í samstarfi við lækna, lögreglu, meðferðaraðila, forvarnaraðila, bindindissamtök og alla þá sem málið varða að taka skynsamlegar ákvarðanir en ekki flana að neinu. Því miður eru þessi frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna algjörlega vanunnin. Það þarf hins vegar að ráðast í það strax að eyða öllum biðlistum þegar kemur um að komast í meðferð. Þar bíða nú ríflega 600 manns og hafa beðið allt of lengi. Ég hef lagt fram tvær þingsályktanir um lausn á þessum vanda á kjörtímabilinu og mun áfram berjast fyrir þeim málum. Uppgjöf er ekki í boði og allt hálfkák er gagnslaust. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Fíkn Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið mikil lífsreynsla fyrir mig sem áhugamann um áfengis- og vímuefnamál að takast á við þennan málaflokk á vettvangi stjórnmálanna. Óhætt er að segja að lítið sem ekkert hafi gengið í baráttunni við að stytta biðlista í meðferð, vegna þeirra skoðunar núverandi heilbrigðisráðherra að ríkið eitt skuli sjá um þessi mál en ekki einhverjir aðrir. Píratar og síðar hæstvirtur heilbrigðisráðherra lögðu fram og mæltu fyrir frumvörpum, á sitthvoru árinu, um afglæpavæðingu „neysluskammta “ fíkniefna. Bæði þessi frumvörp voru algjörlega vanunnin sem kom best í ljós í umsögnum aðila eins og Læknafélags Íslands, lögreglunnar, og allmargra forvarna- og bindindisfélaga við vinnslu málanna. Spurningunni um það hvað er „neysluskammtur “ er enn ósvarað. Það er staðreynd að skammtur sem „er í lagi“ fyrir einn getur drepið annan. Þeir sem neyta fíkniefna byggja upp þol fyrir stærri skömmtum sem þeir, sem eru að bara að „fikta, “ hafa ekki. Erum við nokkuð búin að gleyma þeim sorglegu fréttum sem reglulega berast um ungt fólk sem dáið hafa af einum skammt! Hvaða merkingu hefur orðið „neysluskammtur “ í slíkum tilvikum? Flytjendur frumvarpanna segja að önnur lönd, t.d. Portúgal, hafi farið þessa leið. Það er alrangt, þau lönd höfðu lögreglu, læknasamfélagið og forvarna- og meðferðarsamtök og fleiri aðila með í ráðum í þeirri vinnu. Hérna á Íslandi ætla heilbrigðisráðherra og Píratar að hundsa slíkt samstarf. Andstaðan við fíkn er að vera allsgáður Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, vitnar í þrettán orð sem breyttu öllu í hennar huga í nýlegri grein á Vísi. „Andstæðan við fíkn er ekki að vera alsgáður. Andstæðan við fíkn eru tengsl.“ Að hennar sögn breyttu þessi orð hvernig hún hugsar um vímuefni. Gott og vel en þetta er algjör andstaða við mína upplifun sem óvirkur fíknisjúklingur (alkóhólisti). Í mínu lífi í dag er er andstæðan við fíkn að vera allsgáður og á meðan ég var „virkur í neyslu“ einangraðist ég frá nánast öllum tengslum við annað fólk. Var þó áður og er í dag mikil félagsvera. Ég hef oft rætt það alheimsvandamál sem eru undirheimar sem tengjast ólöglegum fíkniefnum og í því sambandi rifjað upp bannár áfengis, 1920 – 1935. Sú saga segir okkur að fíknivandinn og hörmungar áfengis og annar vímuefna er ekki ný af nálinni. Samstarf og sú samvinna landa á milli, þegar vá steðjar að heiminum hefur sýnt að margt er gerleg ef fólk snýr bökum saman. Nýjasta dæmið er glíman við Covid-19, þar sem allir, hvar sem er í heiminum, eru að fást við einn óvin. Eyðum biðlistunum Hér heima á Fróni verðum við stjórnmálamenn í samstarfi við lækna, lögreglu, meðferðaraðila, forvarnaraðila, bindindissamtök og alla þá sem málið varða að taka skynsamlegar ákvarðanir en ekki flana að neinu. Því miður eru þessi frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna algjörlega vanunnin. Það þarf hins vegar að ráðast í það strax að eyða öllum biðlistum þegar kemur um að komast í meðferð. Þar bíða nú ríflega 600 manns og hafa beðið allt of lengi. Ég hef lagt fram tvær þingsályktanir um lausn á þessum vanda á kjörtímabilinu og mun áfram berjast fyrir þeim málum. Uppgjöf er ekki í boði og allt hálfkák er gagnslaust. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun