Hvert viljum við stefna? Stefán Páll Páluson skrifar 9. september 2021 18:00 Það er hörmuleg nálgun á samfélagsleg vandamál að tala bara um hluta af því og benda á hluta samfélagsins sem sökudólg. Það hefur alls staðar gefist illa því það elur á fordómum og hatri gagnvart þeim hópi sem er úthrópaður, klýfur samfélög og sundrar þeim sem ættu að taka höndum saman um að leysa úr vandamálinu. Hér eru nokkrar staðreyndir um ofbeldi og kyn: Karlmenn eru mun oftar gerendur í ofbeldisglæpum en konur. Karlmenn eru þrisvar sinnum líklegri til að verða þolendur alvarlegs ofbeldis en konur. Þegar um ofbeldi í nánum samböndum er að ræða eru konur jafn líklegar til að beita ofbeldi og karlmenn. Vegna aflsmunar er algengara að konur verði fyrir alvarlegu líkamlegu ofbeldi í nánum samböndum. Rannsóknir á þessu sviði hafa síðustu ár bent á að það er ekki bara líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi sem er "alvarlegt". Andlegt og tilfinningalegt ofbeldi brýtur niður mörk hvers einstaklings hvers kyns sem hann er og getur valdið varanlegum skaða. Það virðist því vera að flestir karlar séu ekkert frekar ofbeldisfullir en konur en að þeir sem beita ofbeldi geri mikið af því. Einnig að þrefalt fleiri karlmenn verði fyrir ofbeldi þessara karlmanna en konur. Af þessu leiðir að kyn er ekki raunveruleg forsenda þess þegar leitað er orsaka fyrir ofbeldi nánum samböndum en að tiltölulega lítill hópur karlmanna eru mun líklegri en konur og langflestir karlar til að beita ofbeldi. Þarna erum við komin að kjarna málsins og þarna þarf að skoða með vísindalegum hætti hvað það er sem ýtir undir ofbeldi þessara karlmanna. Rannsóknir sýna að alvarlegir ofbeldisglæpir karlmanna eiga sér yfirleitt rót í aðstæðum þessara einstaklinga, vímuefnanotkun, geðsjúkdóma og valdabaráttu innan hóps s.s. glæpagengja. Að klína aðstæðum þessara fáu einstaklinga á helming mannkyns sem "eiginleikum" þeirra er ómálefnalegt og rangt og ber keim af hatursorðræðu. Á móti rís upp jafn hatursfull orðræða í garð kvenna. Eins konar kynjahatur eða kynjaníð á báða bóga. Hinn raunverulegi óvinur gleymist, sem er ofbeldið sjálft, hver svo sem fremur það. Fólk skiptir sér upp í fylkingar, vinir, systur og bræður rjúfa vinabönd og samstöðu vegna árása sem ganga á báða bóga og gera varpa skömm á einstaklinga vegna kyns þeirra. Þetta er skaðlegt fyrir alla, þolendur og gerendur hvers kyns sem þeir eru. Af hverju er þetta þá svona? Af hverju ríkir þöggun um helming ofbeldis nánum samböndum? Af hverju gengur hin feminiska barátta gegn ofbeldi aðeins út á að uppræta ofbeldi karla og að eigna karlkyninu hugtakið "ofbeldi"? "Follow the money" er stundum góð leið til að skoða hver hefur hag af einhverju tilteknu ástandi. Ljóst er að baráttan gegn ofbeldi á konum er milljarða dollara iðnaður í heiminum. Það skiptir engu máli þótt allar tölur sýni að þrisvar sinnum fleiri karlar séu drepnir en konur (stríð ekki með talin). Peningurinn er í að vernda konur (og börn, en þá og því aðeins að gerandinn sé karl(sem er ekki rétt ) Sú staðreynd að kynin beita ofbeldi í sama mæli í nánum samböndum er algjörlega þögguð í hel. Umtalsverðir peningar eru settir í að hjálpa helmingi þolenda, konum. Ekkert eftirlit er með því hvernig þeim fjármunum er varið þegar um er að ræða stofnanir sem eru skráðar sem sjálfseignarstofnanir. Þær þurfa ekki að skila ársreikningum og njóta gríðarlegs velvilja og stuðnings í samfélaginu fyrir störf sín. Margir hafa þó bent á að það sé ekki heppilegt að baráttan gegn ofbeldi og stuðningur við þolendur af öllum kynjum sé hafður í höndum hjálparsamtaka sem eiga allt sitt undir því að ofbeldi haldi áfram að vera vandamál án þess að vera með raunverulega lausn við því. Þegar hjálparsamtök eiga fjárhagslega allt undir því að neyðin sé stór er freistingin mikil að hunsa þann hluta af verkefninu sem nýtur minni samúðar og leggja allt kapp á þann hluta vandans sem vekur samúð. Ofbeldi gegn konum og börnum (nema gerandinn sé kona, þá er ekkert vandamál og hún væntanlega kúguð að þeirra mati) Samúðinni er komið á framfæri í gegnum fjölmiðla sem í dag eiga nánast allir allt sitt undir auglýsingatekjum. Freistnivandinn er mikill að búa til fréttir sem hitta okkur lesendur í hjartað í staðinn fyrir að komast að kjarna málsins og skrifa frétt um það. Samtök, hópar og samfélög sem nálgast ofbeldi í nánum samböndum með því að afneita helmingnum af því og varpa sök á fólk á grundvelli kyns þess er ekki bara á villigötum heldur er það hatursfullt. Það gerir baráttunni gegn ofbeldi í nánum samböndum ekkert gagn en þvert á móti mikið ógagn því það tvístrar samstöðu fólks gegn ofbeldi í nánum samböndum. Samfélag sem notar þá staðreynd að karlar bæði beita oftar og verða oftar fyrir ofbeldi en konur til að smána karla fyrir kyn sitt er líka bæði á villigötum og hatursfullt í garð karla. Sumir sjúkdómar leggjast mismunandi á fólk eftir kyni þess. Fyrir því geta bæði verið líkamlegar og félagsfræðilegar ástæður. Engum dytti í hug að hæðast að konum eða körlum fyrir að greinast með sjúkdóm. Það er eins með ofbeldi. Ástæðurnar fyrir því eru margvíslegar og kyn er bara ein forsenda af mörgum. Það er því kolröng og hættuleg nálgun að láta eins og vandamálið séu karlar og karllæg menning. Eitruð menning - sem ætti ekki að eigna neinum hópi í samfélaginu því það er fordómafullt og meiðandi - er hluti af vandamálinu. Er til eitruð menning þar sem karlar/strákar ala á fordómum og niðurlægjandi hugmyndum um konur? Já, ekki nokkur spurning og hana ber að uppræta. Er sanngjarnt að klína þeirri menningu á karlkynið í heild og eigna hverjum strák/karli eitrað grunneðli? Nei, svo sannarlega ekki. Er til eitruð menning þar sem konur/stelpur ala á fordómum og niðrandi hugmyndum um karla/stráka? Já svo sannarlega. Er rétt að dæma kvenkynið fyrir það og gefa hverri konu/stelpu þau skilaboð að það sé eitthvað athugavert við þær af því þær eru kvenkyns? Svo sannarlega ekki. Nauðgunarmenningarpýramidi Stígamóta hefur verið í umræðunni. Eins og flestir hlutir hafa Pýramídar fleiri en eina hlið. Hér er hlið sem margir karlar kannast við. Það skal tekið fram að "stelpumenning" er þarna sem mótsvar við hugtakinu "strákamenning". Hvort tveggja eru hugtök sem varpa sök og skömm á gríðarstóran hóp þar sem fæstir einstaklingarnir hafa nokkuð til þess unnið. Slík nálgun er skaðleg fyrir alla. Segja má að baráttan gegn ofbeldi hafi verið markaðsvædd. Fjárhagslega er hún keyrð áfram í gegnum framlög frá opinberum aðilum og frjálsum framlögum. Báðir tekjustraumar krefjast þess sama - að málstaðurinn njóti ríks stuðnings. Það er staðreynd að ofbeldi gegn konum vekur meiri reiði í samfélaginu en ofbeldi gegn körlum. Þessir hagsmunir ýta undir pólaríseringu þegar kemur að umræðu um ofbeldi. Karlar eru gerendur en konur eru þolendur. Þessi staða veldur því að helmingur ofbeldis í nánum samböndum fær ekki bara takmarkaða athygli heldur er umræða um það ofbeldi þögguð niður því hún brýtur gegn þeirri hugmynd að konur séu friðsamar og karlar ofbeldishneigðir. Á þessu sviði samfélagsins er karlhatur og fórnarlambsvæðing kvenna haft að féþúfu. Allir þolendur ofbeldis eiga rétt á aðstoð. Sú aðstoð ætti að vera í höndum fagaðila en ekki hjálparsamtaka sem eiga allt undir því að þörfin aukist. Höfundur er einstæður faðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Það er hörmuleg nálgun á samfélagsleg vandamál að tala bara um hluta af því og benda á hluta samfélagsins sem sökudólg. Það hefur alls staðar gefist illa því það elur á fordómum og hatri gagnvart þeim hópi sem er úthrópaður, klýfur samfélög og sundrar þeim sem ættu að taka höndum saman um að leysa úr vandamálinu. Hér eru nokkrar staðreyndir um ofbeldi og kyn: Karlmenn eru mun oftar gerendur í ofbeldisglæpum en konur. Karlmenn eru þrisvar sinnum líklegri til að verða þolendur alvarlegs ofbeldis en konur. Þegar um ofbeldi í nánum samböndum er að ræða eru konur jafn líklegar til að beita ofbeldi og karlmenn. Vegna aflsmunar er algengara að konur verði fyrir alvarlegu líkamlegu ofbeldi í nánum samböndum. Rannsóknir á þessu sviði hafa síðustu ár bent á að það er ekki bara líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi sem er "alvarlegt". Andlegt og tilfinningalegt ofbeldi brýtur niður mörk hvers einstaklings hvers kyns sem hann er og getur valdið varanlegum skaða. Það virðist því vera að flestir karlar séu ekkert frekar ofbeldisfullir en konur en að þeir sem beita ofbeldi geri mikið af því. Einnig að þrefalt fleiri karlmenn verði fyrir ofbeldi þessara karlmanna en konur. Af þessu leiðir að kyn er ekki raunveruleg forsenda þess þegar leitað er orsaka fyrir ofbeldi nánum samböndum en að tiltölulega lítill hópur karlmanna eru mun líklegri en konur og langflestir karlar til að beita ofbeldi. Þarna erum við komin að kjarna málsins og þarna þarf að skoða með vísindalegum hætti hvað það er sem ýtir undir ofbeldi þessara karlmanna. Rannsóknir sýna að alvarlegir ofbeldisglæpir karlmanna eiga sér yfirleitt rót í aðstæðum þessara einstaklinga, vímuefnanotkun, geðsjúkdóma og valdabaráttu innan hóps s.s. glæpagengja. Að klína aðstæðum þessara fáu einstaklinga á helming mannkyns sem "eiginleikum" þeirra er ómálefnalegt og rangt og ber keim af hatursorðræðu. Á móti rís upp jafn hatursfull orðræða í garð kvenna. Eins konar kynjahatur eða kynjaníð á báða bóga. Hinn raunverulegi óvinur gleymist, sem er ofbeldið sjálft, hver svo sem fremur það. Fólk skiptir sér upp í fylkingar, vinir, systur og bræður rjúfa vinabönd og samstöðu vegna árása sem ganga á báða bóga og gera varpa skömm á einstaklinga vegna kyns þeirra. Þetta er skaðlegt fyrir alla, þolendur og gerendur hvers kyns sem þeir eru. Af hverju er þetta þá svona? Af hverju ríkir þöggun um helming ofbeldis nánum samböndum? Af hverju gengur hin feminiska barátta gegn ofbeldi aðeins út á að uppræta ofbeldi karla og að eigna karlkyninu hugtakið "ofbeldi"? "Follow the money" er stundum góð leið til að skoða hver hefur hag af einhverju tilteknu ástandi. Ljóst er að baráttan gegn ofbeldi á konum er milljarða dollara iðnaður í heiminum. Það skiptir engu máli þótt allar tölur sýni að þrisvar sinnum fleiri karlar séu drepnir en konur (stríð ekki með talin). Peningurinn er í að vernda konur (og börn, en þá og því aðeins að gerandinn sé karl(sem er ekki rétt ) Sú staðreynd að kynin beita ofbeldi í sama mæli í nánum samböndum er algjörlega þögguð í hel. Umtalsverðir peningar eru settir í að hjálpa helmingi þolenda, konum. Ekkert eftirlit er með því hvernig þeim fjármunum er varið þegar um er að ræða stofnanir sem eru skráðar sem sjálfseignarstofnanir. Þær þurfa ekki að skila ársreikningum og njóta gríðarlegs velvilja og stuðnings í samfélaginu fyrir störf sín. Margir hafa þó bent á að það sé ekki heppilegt að baráttan gegn ofbeldi og stuðningur við þolendur af öllum kynjum sé hafður í höndum hjálparsamtaka sem eiga allt sitt undir því að ofbeldi haldi áfram að vera vandamál án þess að vera með raunverulega lausn við því. Þegar hjálparsamtök eiga fjárhagslega allt undir því að neyðin sé stór er freistingin mikil að hunsa þann hluta af verkefninu sem nýtur minni samúðar og leggja allt kapp á þann hluta vandans sem vekur samúð. Ofbeldi gegn konum og börnum (nema gerandinn sé kona, þá er ekkert vandamál og hún væntanlega kúguð að þeirra mati) Samúðinni er komið á framfæri í gegnum fjölmiðla sem í dag eiga nánast allir allt sitt undir auglýsingatekjum. Freistnivandinn er mikill að búa til fréttir sem hitta okkur lesendur í hjartað í staðinn fyrir að komast að kjarna málsins og skrifa frétt um það. Samtök, hópar og samfélög sem nálgast ofbeldi í nánum samböndum með því að afneita helmingnum af því og varpa sök á fólk á grundvelli kyns þess er ekki bara á villigötum heldur er það hatursfullt. Það gerir baráttunni gegn ofbeldi í nánum samböndum ekkert gagn en þvert á móti mikið ógagn því það tvístrar samstöðu fólks gegn ofbeldi í nánum samböndum. Samfélag sem notar þá staðreynd að karlar bæði beita oftar og verða oftar fyrir ofbeldi en konur til að smána karla fyrir kyn sitt er líka bæði á villigötum og hatursfullt í garð karla. Sumir sjúkdómar leggjast mismunandi á fólk eftir kyni þess. Fyrir því geta bæði verið líkamlegar og félagsfræðilegar ástæður. Engum dytti í hug að hæðast að konum eða körlum fyrir að greinast með sjúkdóm. Það er eins með ofbeldi. Ástæðurnar fyrir því eru margvíslegar og kyn er bara ein forsenda af mörgum. Það er því kolröng og hættuleg nálgun að láta eins og vandamálið séu karlar og karllæg menning. Eitruð menning - sem ætti ekki að eigna neinum hópi í samfélaginu því það er fordómafullt og meiðandi - er hluti af vandamálinu. Er til eitruð menning þar sem karlar/strákar ala á fordómum og niðurlægjandi hugmyndum um konur? Já, ekki nokkur spurning og hana ber að uppræta. Er sanngjarnt að klína þeirri menningu á karlkynið í heild og eigna hverjum strák/karli eitrað grunneðli? Nei, svo sannarlega ekki. Er til eitruð menning þar sem konur/stelpur ala á fordómum og niðrandi hugmyndum um karla/stráka? Já svo sannarlega. Er rétt að dæma kvenkynið fyrir það og gefa hverri konu/stelpu þau skilaboð að það sé eitthvað athugavert við þær af því þær eru kvenkyns? Svo sannarlega ekki. Nauðgunarmenningarpýramidi Stígamóta hefur verið í umræðunni. Eins og flestir hlutir hafa Pýramídar fleiri en eina hlið. Hér er hlið sem margir karlar kannast við. Það skal tekið fram að "stelpumenning" er þarna sem mótsvar við hugtakinu "strákamenning". Hvort tveggja eru hugtök sem varpa sök og skömm á gríðarstóran hóp þar sem fæstir einstaklingarnir hafa nokkuð til þess unnið. Slík nálgun er skaðleg fyrir alla. Segja má að baráttan gegn ofbeldi hafi verið markaðsvædd. Fjárhagslega er hún keyrð áfram í gegnum framlög frá opinberum aðilum og frjálsum framlögum. Báðir tekjustraumar krefjast þess sama - að málstaðurinn njóti ríks stuðnings. Það er staðreynd að ofbeldi gegn konum vekur meiri reiði í samfélaginu en ofbeldi gegn körlum. Þessir hagsmunir ýta undir pólaríseringu þegar kemur að umræðu um ofbeldi. Karlar eru gerendur en konur eru þolendur. Þessi staða veldur því að helmingur ofbeldis í nánum samböndum fær ekki bara takmarkaða athygli heldur er umræða um það ofbeldi þögguð niður því hún brýtur gegn þeirri hugmynd að konur séu friðsamar og karlar ofbeldishneigðir. Á þessu sviði samfélagsins er karlhatur og fórnarlambsvæðing kvenna haft að féþúfu. Allir þolendur ofbeldis eiga rétt á aðstoð. Sú aðstoð ætti að vera í höndum fagaðila en ekki hjálparsamtaka sem eiga allt undir því að þörfin aukist. Höfundur er einstæður faðir.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun