Loka í Aðalstræti og leggja minni áherslu á miðbæinn Eiður Þór Árnason skrifar 8. september 2021 08:00 Breytingar eru framundan við Aðalstræti 9. Te og kaffi Te og kaffi hefur lokað kaffihúsi sínu við Aðalstræti í Reykjavík eftir níu ára rekstur. Aðstoðarframkvæmdastjóri segir að miðbærinn hafi tekið breytingum og keðjan leggi nú meiri áherslu á önnur svæði. „Leigusamningurinn okkar var að klárast og við tókum þá ákvörðun að framlengja hann ekki. Reksturinn er búinn að vera strembinn í undanförnu ástandi og það þurfti líka að fara í endurbætur á staðnum sem var ekki talið svara kostnaði,“ segir Halldór Guðmundsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Te og kaffis. Þá sé stutt í næsta útibú keðjunnar við Lækjartorg. Hann segir að miklar breytingar hafi átt sér stað í miðbænum á seinustu árum og viðskiptin að einhverju leyti færst á önnur svæði. „Okkur hefur fundist þessi staður vera aðeins útundan og töldum okkar hagsmuni ekki liggja þarna til framtíðar. En við erum nýbúin að opna nýjan stað í Garðabænum og erum bara að horfa á önnur markaðssvæði heldur en miðbæinn.“ Einnig spili inn í að kaffihúsið á Aðalstræti hafi verið lítið og tekið tiltölulega fáa í sæti. „Rekstrarkostnaður er bara búinn að aukast það mikið að við getum ekki leyft okkur að vera með svona litla staði í rekstri lengur.“ Setur spurningarmerki við fyrirkomulag uppbyggingar Halldór segir að faraldurinn hafi vissulega haft áhrif á rekstur fyrirtækisins en að sumir staðir hafi gengið mun betur en aðrir. „Sérstaklega þar sem við erum með Íslendingana eins og í verslunarmiðstöðvunum, Hamraborg og Borgartúninu. Þessir staðir hafa komið fínt út úr Covid-inu en miðbærinn á enn langt í land.“ Stóraukið framboð af stöðum í miðbænum hafi haft áhrif á rekstrargrundvöllinn. „Það er svo gríðarlega mikið af öllu þar og það breytir svolítið dýnamíkinni. Ég myndi segja að sú uppbygging sem hefur átt sér þarna stað virðist vera eins og menn hafi gert ráð fyrir tuttugu prósenta aukningu ferðamanna ár eftir ár. Það er margt frábært búið að gerast í uppbyggingu en við erum farin að leggja minni áherslu á miðbæinn.“ Eftir standa þrjú kaffihús Te og kaffis í 101. Halldór segir að engin ástæða sé fyrir fastagesti að hafa áhyggjur af framtíð þeirra í bráð. „Við erum nokkuð staðráðin í því að halda áfram á þeim stöðum. Við teljum að það sé góður rekstrargrundvöllur fyrir því.“ Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló „Ég var svo svekkt að geta ekki horft á teiknimyndirnar á laugardagsmorgnum. Því pabbi dró mann á fætur til að kíkja á kaffihúsið,“ segir Sunna Rós Dýrfjörð og skellihlær. 18. apríl 2021 08:01 Te hjá Te og Kaffi hækkaði um rúm 20 prósent milli mánaða Tugprósenta verðhækkun á tei á milli mánaða hjá Te og kaffi. 18. október 2019 13:15 Kaffihús Te & kaffi hverfa úr verslunum Eymundsson Ekki náðist samkomulag um frekara samstarf. 9. ágúst 2019 16:10 Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
„Leigusamningurinn okkar var að klárast og við tókum þá ákvörðun að framlengja hann ekki. Reksturinn er búinn að vera strembinn í undanförnu ástandi og það þurfti líka að fara í endurbætur á staðnum sem var ekki talið svara kostnaði,“ segir Halldór Guðmundsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Te og kaffis. Þá sé stutt í næsta útibú keðjunnar við Lækjartorg. Hann segir að miklar breytingar hafi átt sér stað í miðbænum á seinustu árum og viðskiptin að einhverju leyti færst á önnur svæði. „Okkur hefur fundist þessi staður vera aðeins útundan og töldum okkar hagsmuni ekki liggja þarna til framtíðar. En við erum nýbúin að opna nýjan stað í Garðabænum og erum bara að horfa á önnur markaðssvæði heldur en miðbæinn.“ Einnig spili inn í að kaffihúsið á Aðalstræti hafi verið lítið og tekið tiltölulega fáa í sæti. „Rekstrarkostnaður er bara búinn að aukast það mikið að við getum ekki leyft okkur að vera með svona litla staði í rekstri lengur.“ Setur spurningarmerki við fyrirkomulag uppbyggingar Halldór segir að faraldurinn hafi vissulega haft áhrif á rekstur fyrirtækisins en að sumir staðir hafi gengið mun betur en aðrir. „Sérstaklega þar sem við erum með Íslendingana eins og í verslunarmiðstöðvunum, Hamraborg og Borgartúninu. Þessir staðir hafa komið fínt út úr Covid-inu en miðbærinn á enn langt í land.“ Stóraukið framboð af stöðum í miðbænum hafi haft áhrif á rekstrargrundvöllinn. „Það er svo gríðarlega mikið af öllu þar og það breytir svolítið dýnamíkinni. Ég myndi segja að sú uppbygging sem hefur átt sér þarna stað virðist vera eins og menn hafi gert ráð fyrir tuttugu prósenta aukningu ferðamanna ár eftir ár. Það er margt frábært búið að gerast í uppbyggingu en við erum farin að leggja minni áherslu á miðbæinn.“ Eftir standa þrjú kaffihús Te og kaffis í 101. Halldór segir að engin ástæða sé fyrir fastagesti að hafa áhyggjur af framtíð þeirra í bráð. „Við erum nokkuð staðráðin í því að halda áfram á þeim stöðum. Við teljum að það sé góður rekstrargrundvöllur fyrir því.“
Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló „Ég var svo svekkt að geta ekki horft á teiknimyndirnar á laugardagsmorgnum. Því pabbi dró mann á fætur til að kíkja á kaffihúsið,“ segir Sunna Rós Dýrfjörð og skellihlær. 18. apríl 2021 08:01 Te hjá Te og Kaffi hækkaði um rúm 20 prósent milli mánaða Tugprósenta verðhækkun á tei á milli mánaða hjá Te og kaffi. 18. október 2019 13:15 Kaffihús Te & kaffi hverfa úr verslunum Eymundsson Ekki náðist samkomulag um frekara samstarf. 9. ágúst 2019 16:10 Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló „Ég var svo svekkt að geta ekki horft á teiknimyndirnar á laugardagsmorgnum. Því pabbi dró mann á fætur til að kíkja á kaffihúsið,“ segir Sunna Rós Dýrfjörð og skellihlær. 18. apríl 2021 08:01
Te hjá Te og Kaffi hækkaði um rúm 20 prósent milli mánaða Tugprósenta verðhækkun á tei á milli mánaða hjá Te og kaffi. 18. október 2019 13:15
Kaffihús Te & kaffi hverfa úr verslunum Eymundsson Ekki náðist samkomulag um frekara samstarf. 9. ágúst 2019 16:10
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur