Loka í Aðalstræti og leggja minni áherslu á miðbæinn Eiður Þór Árnason skrifar 8. september 2021 08:00 Breytingar eru framundan við Aðalstræti 9. Te og kaffi Te og kaffi hefur lokað kaffihúsi sínu við Aðalstræti í Reykjavík eftir níu ára rekstur. Aðstoðarframkvæmdastjóri segir að miðbærinn hafi tekið breytingum og keðjan leggi nú meiri áherslu á önnur svæði. „Leigusamningurinn okkar var að klárast og við tókum þá ákvörðun að framlengja hann ekki. Reksturinn er búinn að vera strembinn í undanförnu ástandi og það þurfti líka að fara í endurbætur á staðnum sem var ekki talið svara kostnaði,“ segir Halldór Guðmundsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Te og kaffis. Þá sé stutt í næsta útibú keðjunnar við Lækjartorg. Hann segir að miklar breytingar hafi átt sér stað í miðbænum á seinustu árum og viðskiptin að einhverju leyti færst á önnur svæði. „Okkur hefur fundist þessi staður vera aðeins útundan og töldum okkar hagsmuni ekki liggja þarna til framtíðar. En við erum nýbúin að opna nýjan stað í Garðabænum og erum bara að horfa á önnur markaðssvæði heldur en miðbæinn.“ Einnig spili inn í að kaffihúsið á Aðalstræti hafi verið lítið og tekið tiltölulega fáa í sæti. „Rekstrarkostnaður er bara búinn að aukast það mikið að við getum ekki leyft okkur að vera með svona litla staði í rekstri lengur.“ Setur spurningarmerki við fyrirkomulag uppbyggingar Halldór segir að faraldurinn hafi vissulega haft áhrif á rekstur fyrirtækisins en að sumir staðir hafi gengið mun betur en aðrir. „Sérstaklega þar sem við erum með Íslendingana eins og í verslunarmiðstöðvunum, Hamraborg og Borgartúninu. Þessir staðir hafa komið fínt út úr Covid-inu en miðbærinn á enn langt í land.“ Stóraukið framboð af stöðum í miðbænum hafi haft áhrif á rekstrargrundvöllinn. „Það er svo gríðarlega mikið af öllu þar og það breytir svolítið dýnamíkinni. Ég myndi segja að sú uppbygging sem hefur átt sér þarna stað virðist vera eins og menn hafi gert ráð fyrir tuttugu prósenta aukningu ferðamanna ár eftir ár. Það er margt frábært búið að gerast í uppbyggingu en við erum farin að leggja minni áherslu á miðbæinn.“ Eftir standa þrjú kaffihús Te og kaffis í 101. Halldór segir að engin ástæða sé fyrir fastagesti að hafa áhyggjur af framtíð þeirra í bráð. „Við erum nokkuð staðráðin í því að halda áfram á þeim stöðum. Við teljum að það sé góður rekstrargrundvöllur fyrir því.“ Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló „Ég var svo svekkt að geta ekki horft á teiknimyndirnar á laugardagsmorgnum. Því pabbi dró mann á fætur til að kíkja á kaffihúsið,“ segir Sunna Rós Dýrfjörð og skellihlær. 18. apríl 2021 08:01 Te hjá Te og Kaffi hækkaði um rúm 20 prósent milli mánaða Tugprósenta verðhækkun á tei á milli mánaða hjá Te og kaffi. 18. október 2019 13:15 Kaffihús Te & kaffi hverfa úr verslunum Eymundsson Ekki náðist samkomulag um frekara samstarf. 9. ágúst 2019 16:10 Mest lesið Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira
„Leigusamningurinn okkar var að klárast og við tókum þá ákvörðun að framlengja hann ekki. Reksturinn er búinn að vera strembinn í undanförnu ástandi og það þurfti líka að fara í endurbætur á staðnum sem var ekki talið svara kostnaði,“ segir Halldór Guðmundsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Te og kaffis. Þá sé stutt í næsta útibú keðjunnar við Lækjartorg. Hann segir að miklar breytingar hafi átt sér stað í miðbænum á seinustu árum og viðskiptin að einhverju leyti færst á önnur svæði. „Okkur hefur fundist þessi staður vera aðeins útundan og töldum okkar hagsmuni ekki liggja þarna til framtíðar. En við erum nýbúin að opna nýjan stað í Garðabænum og erum bara að horfa á önnur markaðssvæði heldur en miðbæinn.“ Einnig spili inn í að kaffihúsið á Aðalstræti hafi verið lítið og tekið tiltölulega fáa í sæti. „Rekstrarkostnaður er bara búinn að aukast það mikið að við getum ekki leyft okkur að vera með svona litla staði í rekstri lengur.“ Setur spurningarmerki við fyrirkomulag uppbyggingar Halldór segir að faraldurinn hafi vissulega haft áhrif á rekstur fyrirtækisins en að sumir staðir hafi gengið mun betur en aðrir. „Sérstaklega þar sem við erum með Íslendingana eins og í verslunarmiðstöðvunum, Hamraborg og Borgartúninu. Þessir staðir hafa komið fínt út úr Covid-inu en miðbærinn á enn langt í land.“ Stóraukið framboð af stöðum í miðbænum hafi haft áhrif á rekstrargrundvöllinn. „Það er svo gríðarlega mikið af öllu þar og það breytir svolítið dýnamíkinni. Ég myndi segja að sú uppbygging sem hefur átt sér þarna stað virðist vera eins og menn hafi gert ráð fyrir tuttugu prósenta aukningu ferðamanna ár eftir ár. Það er margt frábært búið að gerast í uppbyggingu en við erum farin að leggja minni áherslu á miðbæinn.“ Eftir standa þrjú kaffihús Te og kaffis í 101. Halldór segir að engin ástæða sé fyrir fastagesti að hafa áhyggjur af framtíð þeirra í bráð. „Við erum nokkuð staðráðin í því að halda áfram á þeim stöðum. Við teljum að það sé góður rekstrargrundvöllur fyrir því.“
Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló „Ég var svo svekkt að geta ekki horft á teiknimyndirnar á laugardagsmorgnum. Því pabbi dró mann á fætur til að kíkja á kaffihúsið,“ segir Sunna Rós Dýrfjörð og skellihlær. 18. apríl 2021 08:01 Te hjá Te og Kaffi hækkaði um rúm 20 prósent milli mánaða Tugprósenta verðhækkun á tei á milli mánaða hjá Te og kaffi. 18. október 2019 13:15 Kaffihús Te & kaffi hverfa úr verslunum Eymundsson Ekki náðist samkomulag um frekara samstarf. 9. ágúst 2019 16:10 Mest lesið Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira
Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló „Ég var svo svekkt að geta ekki horft á teiknimyndirnar á laugardagsmorgnum. Því pabbi dró mann á fætur til að kíkja á kaffihúsið,“ segir Sunna Rós Dýrfjörð og skellihlær. 18. apríl 2021 08:01
Te hjá Te og Kaffi hækkaði um rúm 20 prósent milli mánaða Tugprósenta verðhækkun á tei á milli mánaða hjá Te og kaffi. 18. október 2019 13:15
Kaffihús Te & kaffi hverfa úr verslunum Eymundsson Ekki náðist samkomulag um frekara samstarf. 9. ágúst 2019 16:10