Viðskipti innlent

Svona skiptast 392 milljónir milli ní­tján fjöl­miðla

Atli Ísleifsson skrifar
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra skipaði úthlutunarnefnd um úthlutun rekstrarstuðnins til einkarekinna fjölmiðla.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra skipaði úthlutunarnefnd um úthlutun rekstrarstuðnins til einkarekinna fjölmiðla. Vísir/Vilhelm

Alls fá nítján einkarekin fjölmiðlafyrirtæki samtals 392 milljónir króna rekstrarstuðning frá ríkinu í ár. 

Frá þessu segir í tilkynningu frá Úthlutunarnefnd mennta- og menningarmálaráðherra. Þar segir að alls hafi borist 23 umsóknir um rekstrarstuðning til einkarekinna fjölmiðla og samtals hafi verið sótt um rekstrarstuðning að fjárhæð 880 milljónir króna. 

Hæstu framlögin,  rúma 81 milljón króna hvert, fá Árvakur, sem gefur út Morgunblaðið, Sýn, sem rekur fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, og Torg, sem gefur út Fréttablaðið, DV og Hringbraut.

„Tveimur umsóknum var synjað og tveimur umsóknum vísað frá, þar sem þær bárust eftir lögbundinn frest.

Í i-lið 62. gr. laga um fjölmiðla kemur fram að rekstrarstuðningur skuli að hámarki vera 25% af stuðningshæfum rekstrarkostnaði umsækjenda. Þá ráðist endanlegt hlutfall af umfangi og fjölda umsókna. Til úthlutunar voru 392 millj. kr. að frádregnum kostnaði vegna umsýslu, auglýsinga, þóknunar fyrir störf úthlutunarnefndar o.fl. sem var um 0,8% af heildarfjárhæð eða 3.152.661 kr. Til úthlutunar voru því 388.847.339 kr.“

Að neðan má sjá sundurliðun framlaga:

Úthlutunarnefnd skipa Árni Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður, Stefán Svavarsson endurskoðandi og Valgerður Anna Jóhannsdóttir, lektor við Háskóla Íslands. Fjölmiðlanefnd sá um umsýslu umsókna og veitti úthlutunarnefnd sérfræðiaðstoð vegna þeirra.

Vísir er í eigu Sýnar. 

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.