Splúnkunýtt líf Kári Stefánsson skrifar 6. september 2021 18:30 Fram að þessu hefur verið nokkuð einfalt fyrir okkur Íslendinga að átta okkur á því hvernig við ættum að haga okkur í farsóttinni. Sóttvarnaryfirvöld undir stjórn Þórólfs hafa verið skýrmælt; fyrirmæli þeirra hafa skilist, hljómað sannfærandi og reynst vel. Nú er hins vegar svo komið málum að það er ómögulegt fyrir almenning að átta sig á því hvað er gangi og ég er hræddur um að það sama eigi við um sóttvarnaryfirvöld. Þau eru farin að hljóma eins og þau séu ekki alveg vissum að fyrirmæli þeirra séu öll af hinu góða og um leið og þau hætta að trúa eigin orðum er hætta á því að aðrir geri það líka. Þegar fyrirmæli sem sóttvarnaryfirvöld eru að vandræðast með skerða lífsgæði okkar er kominn tími til þess að endurskoða. Eftirfarandi er mín sýn á málið: Eins og málum er nú háttað ættum við að afnema fjöldatakmarkanir vegna þess að þær sem eru í gildi núna eru illverjanlegar; það er til dæmis erfitt að sýna fram á að smitandi einstaklingur myndi smita fleiri í 2000 manna samkomu en 200 manna. Leyfum leikhúsum og tónleikasölum að nýta öll sín sæti með þeim skilyrðum að það yrði hleypt inn og út í hollum, engin hlé og gestir sætu með sóttvarnargrímur. Kannski fælist í þessu einhver áhætta sem er erfitt að meta en hún er ekki mikil. Með þessu væri hægt að endurvekja menningarlíf í landinu og bjarga sviðslistum frá útrýmingu. Vínveitingastöðum yrði hins vegar enn um sinn lokað klukkan ellefu á kvöldin vegna þess að eins og bæði bylgja þrjú og fjögur sýndu okkur þá minnkar áfengisnotkun hömlur og breytir hegðun manna að því marki að það eykur til muna líkur á smitum. Hugmyndin um að nota hraðpróf er ekki góð. Þau eru ónákvæm, villandi og í alla staði óþörf peningaeyðsla. Við höldum áfram að verja landamærin. Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fram að þessu hefur verið nokkuð einfalt fyrir okkur Íslendinga að átta okkur á því hvernig við ættum að haga okkur í farsóttinni. Sóttvarnaryfirvöld undir stjórn Þórólfs hafa verið skýrmælt; fyrirmæli þeirra hafa skilist, hljómað sannfærandi og reynst vel. Nú er hins vegar svo komið málum að það er ómögulegt fyrir almenning að átta sig á því hvað er gangi og ég er hræddur um að það sama eigi við um sóttvarnaryfirvöld. Þau eru farin að hljóma eins og þau séu ekki alveg vissum að fyrirmæli þeirra séu öll af hinu góða og um leið og þau hætta að trúa eigin orðum er hætta á því að aðrir geri það líka. Þegar fyrirmæli sem sóttvarnaryfirvöld eru að vandræðast með skerða lífsgæði okkar er kominn tími til þess að endurskoða. Eftirfarandi er mín sýn á málið: Eins og málum er nú háttað ættum við að afnema fjöldatakmarkanir vegna þess að þær sem eru í gildi núna eru illverjanlegar; það er til dæmis erfitt að sýna fram á að smitandi einstaklingur myndi smita fleiri í 2000 manna samkomu en 200 manna. Leyfum leikhúsum og tónleikasölum að nýta öll sín sæti með þeim skilyrðum að það yrði hleypt inn og út í hollum, engin hlé og gestir sætu með sóttvarnargrímur. Kannski fælist í þessu einhver áhætta sem er erfitt að meta en hún er ekki mikil. Með þessu væri hægt að endurvekja menningarlíf í landinu og bjarga sviðslistum frá útrýmingu. Vínveitingastöðum yrði hins vegar enn um sinn lokað klukkan ellefu á kvöldin vegna þess að eins og bæði bylgja þrjú og fjögur sýndu okkur þá minnkar áfengisnotkun hömlur og breytir hegðun manna að því marki að það eykur til muna líkur á smitum. Hugmyndin um að nota hraðpróf er ekki góð. Þau eru ónákvæm, villandi og í alla staði óþörf peningaeyðsla. Við höldum áfram að verja landamærin. Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar